Það eru að koma jól og ég er ekki byrjuð að kaupa eina einustu gjöf. Á þessum tíma árs er ég vön að vera búin að fara allavega 6x til útlanda, en nei ekki í ár aðeins búin að ná 4 ferðum á þessu ári og hef ekki nýtt þær til jólagjafakaupa. Svo nú verð ég að fara að leggja höfuðið í bleyti og finna út úr þessu. Ég er aldrei voðalega góð í að kaupa jólagjafir því ég veit aldrei hvað fólk vill fá en þetta hefur nú yfirleitt blessast.
Á föstudaginn var Ingó á barnaskólaballi á Hvammstanga en kom aftur heim um nóttina. Ásta fór til Karenar en ég var heima með þau litlu og áttum við voðalega kósý kvöld. Á laugardaginn var Ingó að spila með Softtones hjá Sævari Karli. Ég kíkti með honum og svo kom Ingigerður til mín og ætlunin var að rölta Laugarveginn en kuldinn var þvílíkur að við enduðum bara inni á Vegamótum í mat. Ekki keypti ég neitt í þeirri ferð.
Um kvöldið var svo rosalegt boð á Apótekinu á vegum Senu. Gyða vinkona reddaði mér boðsmiðum í það og ég fór þangað ásamt Ingigerði og Röggu. Ragga er vinkona Ingigerðar síðan í MR og er orðin vinkona mín líka. Við byrjuðum á að fara til Röggu í mat en hún býr lengst í burtu eða uppi í Norðlingaholti. Hún er nýbúin að kaupa sér íbúð sem er rosalega sæt og allt rosa kósý hjá henni. Við vorum allar klæddar í eitthvað rautt, eitthvað svart og eitthvað hvítt því það var dresscode í partýinu. Vorum mættar á Apótekið um hálf 10 ásamt helling af liði sem allt var í svörtu, hvítu og rauðu. Ingigerður þekkti hellinga af fólki ég hitti Þór sem var að vinna á tjaldstæðunum heima hef ekki séð hann lengi. Svo hitti ég Gyðu sem var í rosa stuði og Tony hennar Guðrúnar og fleira og fleira fólk. Mér fannst þetta bara ágætt partý en náði ekki að koma mér í mega stuð. Ingigerður og Ragga sáu um þann pakkann hehe.. Vorum farnar heim um kl 2 og ég fór þá bara upp á Grandhótel en Ingó var að spila þar með einhverju bandi sem hann var að leysa af í . Hann var einmitt að hætta um kl 2 svo við settumst fram með henni Bryndísi Ásmundsdóttur leikkonu sem er söngkona í þessu bandi. Hún er ferlega skemmtileg og við sátum með henni í næstum 1 1/2 klst. Kúrðum svo frameftir næsta dag.
Svo var ég með Salatmaster matarboð var búin að bjóða Ingigerði, Sigtryggi, Pétri og Friðborgu en svo komust Pétur og frú ekki þar sem Tómas var orðinn veikur. Þá auðvitað reddaði hún Ingigerður mér og í þeirra stað komu Geiri og Dögg, Ásdís vinkona frá USA og Gunnar bróðir Sigtryggs og þetta varð hið besta kvöld. Maturinn góður og skemmtilegur félagsskapur. Hefði viljað sjá hana Ásdísi meira og er reyndar boðin í þrítugsafmælið hennar á föstudaginn en ég er auðvitað að bruna norður með honum Ingó mínum. Missi líka af afmælinu hennar Vigdísar en hún er að halda upp á fimmtugsafmælið sitt á laugardaginn. Ásdís og Vigdís til lukku með árin góðu og ég verð í anda með ykkur.
Saumó í gær hjá Kristínu allar mættar nema Dagný og Íris. Rosa flottar veitingar eins og alltaf hjá henni Kristínu minni. Allar hressar Þorgerður að fara til Manchester um helgina og ég dauðöfunda hana hef ekki komið þangað síðan haust 2004 hummm of langt en það árið kom ég líka 5x þangað. Kristín ætlar norður um helgina og svo er Íris að fara til Boston en ég öfunda hana ekki neitt nooooooootttttttt.
Svo fékk ég póst frá Erin í morgun. Hún er að hugsa um að koma 14 des og vera til 7 jan svo þá ætti ég að getað hitt hana helling. Hún sendi mér þessar myndir af krökkunum sínum sem teknar voru á Halloween í New York.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Æðislegar myndir af Óðni og Kaju, falleg börn eins og restin af börnunum í fjölskyldunni auðvitað!!
Þarft að ráðl. mér hvar ég á að versla í Manchester, gleymdi að ræða það í gærkvöldi enda um svo margt annað að tala - heheh...
Heyrumst skvíz...
ó já ég skal sko koma með ráðleggingar ég elska Manchester
Hae gella, greinilega mikid stud a ykkur hjonum og Ingo a fullu ad spila ut um allt. Aetla ad reyna ad kaupa mest af jolagjofunum i London adur en eg kem heim en thad verdur 1. des. Hlakka til ad sja ykkur.
Hæ hæ bara að kvitta. Hlakka til að sjá þig um helgina :o)
Sjáumst ..
Hæ Þórdís. Skemmtilegar Halloween myndirnar.
Það er alltaf nóg að gera hjá ykkur.
Ég er einmitt að komast í þetta fína jólastuð er að verða búin að kaupa allar gjafir og þá er bara eftir að henda þessu í póst.
Þú klikkaðir alveg á að segja frá eltingaleiknum!
Kv, Ingigerður
já ég klikkaði á eltingarleiknum ég verð að blogga um það á morgun :-)
Í hvert skipti sem ég les bloggið þitt velti ég fyrir mér hvort þú sért með fleiri daga yfir helgar en við hin - og eins hversu marga klukkustundir þú hefur í sólarhringnum umfram mig?
Djö.. öfunda ég þig af orkunni og tímanum sem þú ert svo dugleg að njóta vel með vinum og fjölskyldu.
Ég ét, sef og vinn. Þarf að taka Þórdísi á þetta.
Systa
Gaman ad tu sert aftur buin ad skrifa. Ja studid a ykkur. Ekki neitt sma, sem thid orkid um helgar. Vona ad ferdin nordur a morgun gangi vel. Thin systir Aslaug.
Saknaði ykkar í gær í saumó, en orkan á batterýinu leyfði ekki meira.... Hlakka til að hitta ykkur í næsta klúbbi
Dagný
Flottar myndir frá Erin. Skilaboð til Dagnýjar, það verður jólaklúbbur næst hjá Þorgerði þann 11.des, allar að koma með pakka :) Hó hóhó
Post a Comment