Saturday, November 24, 2007

Snjór og kuldi

Þá erum við mætt í höfuðstað Norðurlands. Sváfum vel út í gær og vorum að dundast fram eftir degi. Úlfur gat ekki beðið eftir að hitta vini sína sem voru auðvitað í skólanum fram yfir hádegi. Ég skellti mér í plokkun og litun og var svakaflott eftir það. Mamma náðí í Kristínu Dögg um hádegið þegar hún var búin í skólanum og þær Guðný fóru strax að leika. Aldís Dagmar kom síðan með sitt bleika hár og hún og Ásta fóru heim til hennar. Við Ingó ákváðum að skella okkur inn í bæ og rölta í búðir sem og við gerðum. Svo hönd í hönd löbbuðum við um bæinn keyptum skyrtu í Perfect og enduðum á Bláu könnunni í kakó, bjór og köku. Það er yndislegt kaffihús svo notarleg stemning og rómantísk veit ekki um neitt svona skemmtilegt kaffihús fyrir sunnan. Borðuðum hjá mömmu og pabba og svo komu Affí og Elli og við sátum og kjöftuðum við þau. Ég keyrði svo Ingó um 9 leytið niður á Vélsmiðjuna til að hitta strákana sem voru nýkomnir. Fór þaðan til Ingveldar og náði í hana og við út í Litluhlíð. Sátum með þeim gömlu og Affí og Ella um stund en fórum svo upp í snyrtileik. Ég fór í nýja dressið sem ég keypti mér áður en ég fór norður og var megaskvísa :-). Fengum okkur hvítvín og bara nutum þess að vera saman ekki oft sem það gerist. Vorum svo mættar á Vélsmiðjuna um 12 leytið og fórum beint inn í eldhús til Ingó og strákana ekta grúppís hehe.. Svo bara skemmtum við okkur rosalega vel dönsuðum og kjöftuðum og kvöldið var alveg frábært. Hitti Rögnvald gáfaðað og Gunna Sig hljóðmann hef ekki séð þá lengi. Síðan kom Fúsi gaman að hitta hann en svo var líka eitthvað af glötuðu liði þarna sem mig langaði ekkert að eiga samskipti við. Þegar maðurinn minn var búinn að spila settumst við Ingveldur aðeins með honum bakvið en svo fór hún heim. Ekki löngu seinna drifum við okkur í leigubílaröðina í skítakulda og það var yndislegt að kúra sama eftir þetta allt saman.

Í dag var grautur í Norró hjá Lillu frænku og við fórum öll nema Ásta sem gisti hjá Aldísi Dagmar. Kristín, Siggi og krakkarnir voru þarna, Maddý og Einar, Siggi og co svo þetta var vel fjölmennt eins og svo oft áður í laugardagsgraut. Úti snjóra og allt er orðið hvítt ég er nú pínu þreytt eftir gærdaginn en ætla að skella mér með Ingó aftur í kvöld og taka myndavélina með mér og taka myndir af bandinu sem þeir setja svo á síðuna sína. Kannski koma Affí og Elli með það væri gaman.

3 comments:

Anonymous said...

Ó já Bláa kannan stendur svo sannarlega fyrir sínu. Bið að heilsa "öllum" á Akureyri ;)

Anonymous said...

Takk fyrir frábært kvöld elsku vinkona - gaman að ná að blaðra og vera saman eins og í "gamla daga" :o) Guði sé lof þó að líðanin á laugardeginum var ekki eins og á Blönduósi forðum aha ha ha *hrooollur*

Thordisa said...

Ja Ingó sagði að við hefðum engu gleymt híhí en já þetta var frábært kvöld skemmti mér dásamlega með þér hef ekki dansað svona mikið í mörg ár því svo tókum við Áslaug Brynjusystir við næsta kvöld. Takk fyrir að standa við hlið mér eins og alltaf.