Tuesday, November 6, 2007

Rigning

Mikið er hryllilega dimmt úti á morgnana. Í gær þá ætlaði ég bara ekki að hafa mig úr rúmi. Það var rok og rigning og við hliðina á mér svaf hann Ingó minn vært. Krakkarnir voru hjá tengdó nema Ásta sem svaf niðri enn veik. Hún kom nokkrum sinnum og vakti mig þessa nótt þannig að ég var frekar þreytt þegar morgun kom. Eða morgun ég bara skil ekki afhverju við breytum ekki klukkunni eins og grannar okkar gera. Færum hana aftur um 2 klst það væri frábært. Nú ég ákvað að mæta bara kl 9 og njóta þess að það væri enn vetrarfrí og ég gæti leyft mér það. Svo ég skveraði mér úr bóli og tók mig til. Þegar það var búið læddist ég inn til mannsins míns og kyssti hann sofandi á kinnina og hugsaði með mér;"Mikið langar mig að leggjast uppí og kúra með honum"

Dagurinn var s.s. ekki merkilegur það var rólegt í vinnunni bæði vinnulega séð og svo vantaði helmingin af starfsfólkinu sem var á einhverri ráðstefnu. Mér tókst að láta daginn líða á einhvern hátt en var ósköp glöð þegar Ingó sótti mig um 5 leytið. Við fórum heim og kíktum á nokkra bíla á netinu því mikið ósköp langar okkur í nýjan bíl. Ingó eyddi deginum í að byrja að lesa undir heimapróf sem hann tekur í næstu viku. Eins var hann í því hlutverki að skutla Guðnýju og Jasmín út um allt og snattast fyrir heimilið. Ásta enn veik kannski aðeins skárri en samt alls ekki nógu góð.

Nú það var saumó hjá Dagnýju í gær. Lóla sótti mig og við vorum mættar fyrstar. Ég hafði ekki séð Dagmar litlu áður og hún er nú meira krílið voðalega sæt. Það mættu allar nema Heiðrún sem var heima veik og Íris sem komst ekki. Það var voða gaman að hitta á allar skvísurnar maður hlakkar alltaf til þessara reglulegu funda okkar.

Kom heim í kringum 11 og við Ingó kjöftuðum um stund fyrir framan sjónvarpið áður en við fórum að kúra.

Í morgun var enn meiri rigning og enn meira myrkur langaði bara að draga sængina yfir höfuð. Náði að koma Ingó og krökkunum úr bóli en Ásta er enn heima. Nú er bara að láta daginn líða og svo ætla ég að draga manninn minn með mér í ræktina eftir vinnu.

4 comments:

Fnatur said...

Hæ Þórdís mín.
Það er ægilegur kraftur í þér miðaða við rigningu, myrkur og kulda. Ég hefði nú sennilega bara skriðið aftur upp í rúm og fengið mér Lindu Buff í morgunmat haha.

Anonymous said...

Sæl sæta og takk fyrir skemmtilegt kvöld í gær, þetta nærði sálartetrið mitt fyrir næstu vikuna:-)
Knús þar til næst Dagný

brynjalilla said...

elsku kerlingin, hér er rok og rigning og ég snúsa hvern morgunn, haustid er thungt hér sem annarsstadar. Aetla ad halda fjölmenningarlegt party um helgina, fara í klippingu og kaupa mer afskorin blóm til ad faera inn haustbirtu a heimilid og í hugann, svo kveiki eg audvitad a kerti a föstudaginn og verd med ykkur i huganum a jardarförinni. Sakna ykkar.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Takk fyrir síðast kæra Þórdís, komin aftur til Cambridge í góða veðrið ;)