Jæja mikið er ég að verða löt við að blogga. Vil byrja á að þakka fyrir margar og góðar afmæliskveðjur bæði handa mér og syni mínum sem varð 9 ára þann 2 nóv. Það er nú hellingur búinn að gerast og það helsta er að aðfararnótt þann 29 okt á afmælisdaginn minn kvaddi hún Petra Konráðsdóttir þennan heim og fór að því ég trúi á betri stað. Hún Petrea var mamma hennar Ingveldar vinkonu minnar sem er búin að vera vinkona mín síðan í öðrum bekk í menntó. Það er ekki svo lítill tími og þar af leiðandi var hún Petrea hluti af mínu lífi líka. Ég hitti hana í sumar þegar hún var nýlega greind með krabbameinið sem svo flýttir fyrir hennar för héðan af jörðinni. Það var gaman að sjá hana í sumar því hún var bara hress og ég mun eiga þessa góðu minningu alla tíð. Elsku Ingveldur mín og Simmi allar fallegar hugsanir eru hjá ykkur og við sjáumst á föstudaginn þegar við Lóla komum að jarðarförinni. Simmi minn ég vona að þú verðir búinn að jafna þig á botnlangabólgunni.
Nú annars var nú ekki mikið að gerast hjá mér í þessari viku. Fórum jú í mat til Lindu og Ása á þriðjudagskvöldið og fengum þetta líka fína læri. Ætlaði svo að ná að hitta hana Lindu mína meira í þessari viku en er bara búin að vera slöpp og greindist með kinnholubólgu á föstudaginn fór ekki í vinnu þann daginn heldur var bara heima eins og slytti. Okkur var boðið í útskrift hjá Dabba hennar Erlu vinkonu á föstudagskvöldið en komumst auðvitað ekki þar sem ég lá bara veik heima. Úlfur minn varð 9 ára á föstudaginn og þar sem þau eru öll búin að vera í vetrarfríi var ekkert gert til að bjóða bekknum heim. En Ásta bakaði köku handa honum og svo fékk hann Liverpool búning frá okkur og fyrirliðaband óskagjöfin hans. Svo fékk hann fleiri fallegar gjafir og var alsæll. Um kvöldið leigðum við mynd handa honum og keyptum nammi og áttum fjölskyldustund saman. Ingó var að spila á laugardaginn en hér í bænum sem betur fer og þurfti ekki fyrr en um kl 11. Laugardagurinn fór í svo sem ekki neitt Ingó að stilla upp ég að rúnta með krakkana planið var að við Ásta færum til Lindu en svo fékk Ásta hita og í dag er hún enn veik. Svo ég náði bara ekkert að hitta meira á þig Linda mín hlakka bara til að sjá þig í des þegar þú kemur aftur.
Arndís og Geiri komu í mat í gær með Birnu Rún það var voða gaman sú stutta voða skott. Var svo alveg búin á því í gær, við Ingó vorum að horfa á mynd og ég lagðist með höfuðið í kjöltu hans og steinsofnaði við að hann strauk mér um hárið það var ljúft.
Svo er saumó hjá Dagnýju í kvöld ætli maður kíki ekki í smástund þó ég gæti nú verið hressari maður hressist við að hitta stelpurnar :-) Nóg í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Leitt að heyra af andláti Petreu, man eftir henni á FSA í gamla daga - sendi Ingveldi og fjölskyldu samúðarkveðju.
Þórdís þú hressist auðvitað við að hitta okkur, sjáumst aldrei nema í klúbbum núorðið!
Var með fullt hús af hjúkkum um helgina, nóg að gera.
Konfektgerð tímanlega fyrir þessi jólin er það ekki??
mikid var ad thad kom ný faersla :) Èg svaradi thér um hann Didda og hans afmaeli á mínu eigin bloggi hefdi náttúrulega átt ad gera thad hérna svo here we go again: Èg vil bidja thig um ad skila afmaeliskvedju á hann á fimmtudaginn, hugsa sér ad madur muni eftir thessu eftir öll thessi ár :) En aetli thad hafi haft smá áhrif ad thad var bara einn dagur á milli okkar og viltu svo skila til hans ad ég man enn eftir thegar hann spiladi Lady Madonna med Bítlunum í enskutíma og var thetta skemmtilegasti enskutími sem ég nokkurntíma fór í! Jaeja best ad haetta thessari ritgerd og halda áfram ad vinna.
Knús frá Sverige!
Ellen mín ég skila þessu til hans annars ætti hann nú bara að gera smá komment á þetta hér á blogginu mínu veit bara ekki hvort hann les það Diddi ha??? Þorgerður ég skila kveðju og við sjáumst í kvöld.
Post a Comment