Bara eitthvað voðalega löt að blogga stundum gerist það. Nú helgin varð aðeins öðruvísi en ætlað var þar sem morðingjaspilið færðist yfir á næsta föstudag. Þannig áttum við bara rólegt kvöld heima. Sella kíkti á okkur og Úlfur fékk Hilmar vin sinn í næturgistingu, Sigga gisti hjá Ástu og Guðný svaf ein í sínu rúmi. Á laugardaginn fór Guðný í síðasta tímann hjá Sönglist og á meðan fórum við Ingó í ræktina og tókum vel á því. Eftir það sóttum við Guðnýju og fórum upp í Álftamýri þar sem Ingó létt Bigga Nilsen fá trommur úr geymslunni hennar tengdó sem Ingó er að passa fyrir kunningja sinn. Guðný varð eftir hjá ömmu sinni en við fórum heim. Rétt um kl 3 kom svo Þorgerður og sótti okkur Úlf og við fórum í kaffi til Lindu og Ása. Það er búið að vera plan lengi að við þrjár hittumst og loksins bara var drifið í þessu, Linda tók af skarið og bauð okkur í kaffi og þessar fínu tertur sem afgengu í fermingu Auðar. Ég fékk svo far með Þorgerði út í Kópavog að hitta Ingó. Hann var að spila á árshátíð EJS í turninum í Kópavogi og Úlfi fannst ekki lítið ógnvænlegt að horfa niður af tuttugustu hæð hann er svolítið lofthræddur eins og mamma hans híhí... Nú við keyrðum Úlf heim til Sellu þar sem þau litlu gistu um nóttina. Við Ingó fórum á Subway og svo keyrðum við Ástu í afmæli til Hrafkötlu, þar sem hún gisti um nóttina, og svo keyrði ég Ingó út í Kópavog því áður en Spútnik spilaði þá spilaði tríóið sem hann er í. Ég fór þvínæst í heimsókn til minnar ástkæru frænku Arndísar sem ég hef ekki hitt lengi lengi... Birna Rún var vakandi og það var gaman að sjá þetta kríli sem er orðin svo dugleg að reyna að tala og bara sæt og skemmtileg. Við frænkur áttum gott kvöld saman. Ég fór svo aðeins heim en var svo mætt um kl 2 að sækja Ingó og hjálpa honum að róta og verð að segja að ég er nú bara orðin nokkuð góð í því. Enduðum á BSÍ og vorum auðvitað komin seint í háttinn.
Á sunnudaginn keyrði ég Ástu á skautaæfingu og þegar hún var búinn rétt um kl 1 sóttum við krakkana og brunuðum í Smáralindina og náðum 1 bíói. Sáum Spiderwick myndina sem var mjög skemmtileg. Eftir það heim og ég bakaði pönnukökur og svo vorum við eitthvað að reyna að laga til. Var nú frekar þreytt eftir laugardaginn.
Á mánudaginn var ég heima með einhverja kvefpest. Arndís kom í hádeginu til mín laus og liðug þar sem Birna var hjá dagmömmunni. Skil vel að hún sé frelsinu fegin því sama hvað maður elskar þessi kríli þá þarf maður smá pásu. Og mikið er ég fegin að eiga ekki lítið barn í dag! Horfðum á idolið um kvöldið og bara tókum því rólega.
Í gær var nóg um að vera eins og alltaf. Guðný var að syngja og leika á lokasýningu í Borgarleikhúsinu á vegum Sönglistar. Það byrjaði kl 6 og við keyptum miða og tókum tengdó og Jasmín með okkur. En þá kom upp vandamál Ásta átti að vera á skautaæfingu til kl 18:25 og hún mátti ekki missa af henni þar sem hennar lokasýning er á sunnudaginn. Nú voru góð ráð dýr en við hr upp í Borgarleikhús og komumst að því að Guðnýjar hópur ætti líklega ekki að byrja fyrr en 18:40. Nú er gott að eiga góða vini og haldið þið ekki að Ingigerður hafi hringt í mig þegar ég var mitt í að púsla þessu öllu saman. Það var úr að hún var mætt 25mín yfir 6 fyrir utan skautahöllina og skutlaði Ástu upp í leikhús. Og það mátti ekki tæpara standa að þegar hún gekk í salinn var hópur Guðnýjar að byrja svo hún sá systur sína syngja og leika. Ég var svo stolt af Guðnýju og meira að segja Ásta fékk tár í augun. Við tókum með okkur videovélina okkar sem við höfum ekki notað í 4 ár en haldið þið ekki að batteríið í henni sé ónýtt. Við náðum byrjun leikritsins og næstum öllum söngnum hennar en svo dó vélin. Hefði getað farið að grenja var svo svekt. Hún stóð sig eins og hetja var svo sæt og falleg og söng eins og engill þessi litla feimna skotta. Hún ætlar svo sannarlega að halda áfram í þessu næsta vetur.
Eftir þetta fór ég beint í saumó til Möllu. Þar mættu Þorgerður,Kristín,Sigga,Heiðrún og Una og við áttum ansi skemmtilegt kvöld. Una það er frábært að þú sért búin að bætast í hópinn. Tók nú engar myndir en næsti klúbbur er hjá mér svo þá reyni ég að taka nokkrar.
Jæja læt þetta duga í bili koss og knús til allra sem eru langt í burtu frá mér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Takk fyrir skemmtilega heimsókn til Lindu og hlátursríkt saumaklúbbskvöld. Fegin að ég dreif mig eftir kórupptökuna...
Þó að það hafi komið einhver bloggleti yfir þig þá er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína :)
Ég hjólaði í vinnuna í dag (eins og aðra daga vikunnar) með KÖ í hjólavagninum og 3 tertur í boxi hangandi á stýrinu ;) Varð hugsað til þín þá, frænka. Nú hef ég pláss fyrir fullt af farangri út af hjólavagninum, hehe. Kv. Malla
mér finnst þú aldrei löt gamla mín
þið verðið heldur betur að passa upp á þessa upptökur af Guðnýju, hlakka til að sjá þetta. Hefur þér nokkuð dottir í hug að ráða einkadræver... greinilega fullt starf að keyra allt og alla, held ég væri dauð.
Kv affí
Hvernig nennir þú að snúa alltaf sólarhringnum við? Þú hlýtur að vera mest alla vikuna að ná þér eftir helgarnar. En þú ert náttúrlega lifandi--tekur hressilega þátt í lífinu, og betra stutt líf og af hörku en langt án þess að nokkuð gerist. Og næsta helgi bara að koma! Skemmtu þér vel. Gamla systir.
Löt ad blogga.... ekki finnst mér thad, alveg frábaert ad kíkja vid hérna hjá thér og lesa um ykkur ;)
hafdu thad gott um helgina!
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment