Friday, April 18, 2008

Föstudagur

Jæja enn ein helgin að nálgast. Sé að fólk skilur ekki hvað ég kem miklu í verk en það fyndna er að mér finnst ég aldrei gera neit hehe... Í dag skín sólin og spá frábæru veðri um helgina. Ingó er í fríi og í kvöld er þetta morðingjaspil loksins og ég hlakka mikið til. En smá fréttir frá því síðast fór í keilu á miðvikudagskvöldið með Ingigerði og vinkonum hennar Dögg og Nínu. Það var rosalega gaman skemmtum okkur þvílíkt vel. En það sorglega sem gerðist var að ég var með hringinn minn fallega sem ég keypti í Egyptalandi og gleymdi að færa hann af keilu hendinni. Og svo í gærmorgun var ég að horfa á hann og þá sá ég að 2 litlir smaragðar voru dottnir af honum. Ekkert smá svekt ætla með hann til gullsmiðs og ath hvort hægt sé að laga hann hnugg hnugg.... Mig langar svo bara að njóta helgarinnar gera eitthvað með krökkunum, fara í ræktina og kannski hitta á einhverja góða vini. Það verður allavega stuð í kvöld það er nokkuð ljóst.

Hér birti ég boðsbréfið sem ég fékk í þessa fínu veislu. Hef ekki meira að segja í bili og óska bara öllum góðrar helgar.

Pushov heiti ég og er hershöfðingi í Rússneska hernum. Við Irma kona mín bjóðum yður:

Major Ivor Titcher (Sigtryggur)

Miss D. Meanor (Helga)

Flashi Mota (Andrés)

Hanki Panki (Ingigerður)

Hoo Flung Dung (Ingó)

Chow Pat (Þórdís)

í kvöldverðarmorð að Ljósuvík 24 Grafarvogi næsta föstudag kl.8 !!

Vashé zdorov'ye !

(Þýðing þökk sé Sigtryggi og Ingigerði)

Dead On Time

Sögusviðið er um borði í Síberíuhraðlestinni á leið til Moskvu árið 1930.

Búið er að myrða Mr. Big Job, aðstoðarmann japanska sendiherrans, í klefa sem var læstur innanfrá. Meðan á máltíðinni stendur verðið þið að aðstoða félaga Ivan Inkling við að leysa þennan hroðalega glæp.

Hinir gunuðu eru:

Major Ivor Titcher: Breski landkönnuðurinn. (Landkönnuðar-safari fatnaður). Alltaf að eiga við endana á vaxbornu yfirvaraskegginu. Hávær rödd þín heyrist yfir allt annað og þú gengur um eins og þú eigir pleisið!

Miss D. Meanor: Aðstoðarmaður Major Ivor. (Stílhreinn fatnaður, perlufesti, flatbotna skór þannig að þú er tilbúin í hvaða tilefni sem er). Klár, viðskiptalega sinnu og óendanlega skilvirk. Röddin víbrar og þú hefur hávært fliss sem heillar aðra.

General Pushov: Rússneskur liðsforingi, er yfir Síberíuhraðlestinni. (Orðum prýddur yfirmaður). Þú lítur upp til gömlu rússnesku leiðtoganna og reynir að líkja eftir þeim. Þú skrollar þegar þú berð fram 'R' og getur verið ógnvekjandi í augum annarra þegar þú er í einkennisbúningnum með öllum þínum orðum og heiðursmerkjum.

Irma Pushova: Kona General Pushov. (Litlaus föt sem eru hneppt upp í háls) Þú ert stíf og formleg og talar með sterkum rússneskum hreim. Það er litið á þig sem mikinn skörung.

Flashi Mota: Japanski sendiherrann. (Japanskur hefðarbúningur). Mjög virtur og stefnir að því að halda friði í sínu umdæmi. Hættur leynast víða og þú er tortrygginn út í flesta og frekar kaldur í viðmóti. Morðið á Mr. Big Job er búið að setja þig út af laginu.

Hanki Panki: Geisjan ferðafélagi sendiherrans. (Litskrúðugur kimono með andlitið málað hvítt). Frekar feiminn og getur auðveldlega farið hjá þér og felur þig því á bak við blævæng til að forðast óþarfa augnsamband.

Hoo Flung Dung: Kínverskur útsendari. (Með tjásu yfirvaraskegg, silkihatt og silkiklæðnað). Hátt settur í Chiang Kai-shek ríkisstjórninni í Kína. Sem hátt settur opinber starfsmaður ert þú ákaflega stoltur af stöðu þinni og þykir ekki umburðalyndur. Virkar á fólk sem afburðagreindur og talar hægt og yfirvegað.


Chow Pat:
Dóttir Flung Dung’s. (Hvítur stráhattur bundinn undir hökuna og í silkináttfötum í flötum skóm. Með hrafnsvart hárið bundið að aftan með prjónum). Ung og prúð stúlka, en segir það sem henni finnst

9 comments:

Anonymous said...

Chow Pat: Dóttir Flung Dung’s. (Hvítur stráhattur bundinn undir hökuna og í silkináttfötum í flötum skóm. Með hrafnsvart hárið bundið að aftan með prjónum). Ung og prúð stúlka, en segir það sem henni finnst
............ þetta er einmitt akkúrat þú:-) ha ha ha- skemmtið ykkur vel í kvöld!!!
Góða helgi, ég ætla einmitt líka að gera eitthvað með gríslingunum mínum, fara í sund og njóta þess að vera í fríi....

Anonymous said...

Góða skemmtun. Prúða stúlkan mín!!!
Þín systir Áslaug.

Anonymous said...

Ung ertu og örugglega prúð, hrikalega hlýtur þetta að vera gaman! :)
Skila kveðjum í sveitina, ég sat úti í sólinni í dag meðan grísirnir sváfu og tókst að bæði sólbrenna og dotta.. gamla konan hehe
Sólarkveðjur í borgina :)

Anonymous said...

Spennó .. góða skemmtun ... vona að þú sért ekki morðinginn.. saklausa prúða stúlka ;-)
Hlakka til að lesa um þetta ...
kveðja
Edda í Englandi þessa dagana..

Anonymous said...

hver var mordingin?

brynjalilla said...

vonandi getur gullsmiðurinn lagað hringinn, svo mikill bömmer að lenda í svona, love

Thordisa said...

Miss D. Meanor (Helga) var morðinginn þetta var svaka stuð tók fullt af myndum þær koma í kvöld eða morgun.

Anonymous said...

thú ert alltaf velkomin í heimsókn mín kaera :) ég man thegar thú komst til mín ì Hamborg thad var sko gaman......

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]