Thursday, April 10, 2008
Morðingjaspil
Sólin er farin að skína og snjórinn sem svo óvænt kom í gær er horfinn sem betur fer. Lítið að frétta af mér búið að vera mikið að gera í vinnunni og svo erum við búin að fara í ræktina 3 daga í þessari viku. Sinadrátturinn er að minnka og mér fannst það gerst í gær eftir að hafa farið á skíðavélina í 30 mín. Var fyrst að drepast í fætinum en svo fór verkurinn að minnka og í gær fékk ég enga krampa og svaf eins og steinn í nótt. Dagarnir líða við vinnu og ræktina mér finnst ég aldrei hafa tíma í neitt annað en þarf að fara að drusla mér úr húsi við og við. Enda er komið plan fyrir annað kvöld ja ef allir geta mætt en það er að fara heim til Eika og Láru og spila morðingjaspil. Það eru bara bestu kvöld ever og ég hlakka geðveikt til. Reyndar er ansi lítill fyrirvari svo maður getur ekki leitað lengi að búninum en þetta reddast eins og alltaf. Ingó er að spila á laugardaginn ætli ég geri nokkuð mikið þá. Hann er að spila í turninum í Kópavoginum og við erum að spá í að taka eina æfingu í World Class þar fyrr um daginn prófa nýja salinn. Kannski maður fari að sjá Arndísi eða jafnvel hann bróður minn Sigurðu sem ég hef ekki hitt síðan í janúar held ég hummm... Hef þetta ekki lengra núna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment