Tuesday, April 8, 2008
Bara nokkur orð
Er búin að vera löt í blogginu þar sem tíminn minn við blogg hefur farið mest í að blogga á Laugasíðunni okkar árgangsins ´72 en við erum með hitting þann 17 maí á Players og ég hlakka ekkert smá til. Annars hvað er að frétta jú Ásta var í burtu alla vikuna á Laugum í Sælingsdal í skólabúðum og kom heim á föstudaginn. Það hafði verið bara voða gaman. Það var nokkuð rólegt heima hjá okkur með þau tvö litlu ein heima. Úlfur er búinn að vera ansi mikið úti í fótbolta eftir að það fór að birta og hlýna og þá kemur nýji sparkvöllurinn við Laugarnesskóla sér ansi vel. Guðný og Jasmín eru alltaf úti þarf nú ekki að hvetja þær og það eru endalausar sundferðir dag eftir dag. Um helgina gisti svo Guðný hjá Guðnýju Helgu vinkonu sinni sem býr í Gautaborg og skemmti sér vel með henni. Ingó var að spila fyrir Húsasmiðjuna í Keflavík á föstudaginn milli 6 og hálf 9 með Softtones. Ég fór út á Álftanes í heimsókn til Ingveldar sem var stödd hjá Svandísi systur sinni ásamt Petreu dóttur sinni á leið til Parísar með Unu, Ingu Jónu og Ásu Völu að heimsækja Rósu. Una og Þórir gáfu Petreu það í fermingargjöf og Ingveldur fékk að flakka með. Ég tók Úlf með mér en Ásta svaf allan föstudaginn frá því að hún kom úr Laugum og þar til kl 9 um kvöldið en þá vakti síminn hana. Ingveldur var hress og þær mæðgur spenntar að fara til Rósu. Þær koma svo heim á morgun og þá fæ ég ferðasöguna ooo mikið hefði ég viljað vera með þeim!!! Rósa sakna þín mest.....Á laugardaginn fór hann Úlfur minn einn á körfuboltamót upp í Borgarnes. Ég var búin að lofa Lindu aðstoð og Ingó hreinlega nennti ekki en við vorum svo heppinn að Valgeir vinur hans fór líka og Guðrún mamma hans Valgeirs doblaði bróður sinn til að fara með þá. Ég útbjó nesi og sendi hann með pening og þetta var hin besta ferð. Þeir reyndar skíttöpuðu en það gerði ekkert til bara gaman að taka þátt og Úlfur er alveg nýbyrjaður að æfa körfu. Ég fór svo í ræktina en Ingó fór á Players og hitti Ingigerði og Sigtrygg ásamt Bjarka bróður Sigtryggs og þau horfðu á leikinn. Ég hins vegar hafði ekki farið í ræktina í 2 daga áður og vildi ekki sleppa því einn dag til viðbótar. Svo fórum við Ásta niður í gamla Miðbæjarskólann þar sem fermingarveisla Auðar var haldin og ég var eitthvað að reyna að hjálpa Lindu við að skreyta tertur og skutlast í búð og annað fyrir hana. Kl 8 var ég mætt á Fiskimarkaðinn sem er veitingastaður við Ingólfstorg. Þar var ég að fara út að borða með Ingigerði í tilefni þess að Fanney vinkona hennar, sem ég þekki vel, er að flytja til Noregs. Mættar voru líka Magga Rósa frænka hennar sem ég kannast við og tvær vinkonur Fanneyjar þær Kristín og Margrét. Ekki fannst mér þetta góður staður, maturinn var ekki við mitt hæfi og hávaðinn fram úr öllu valdi. En þetta er "inn" staður í Reykjavík í dag og sáum við fullt af smástjörnum borgarinnar þarna. Ég var svo komin heim upp úr hálf 12 og þá skelltum við Ingó okkur í Ölver. Hann langaði að syngja nokkur lög og þar sem það voru svo fáir þá bara ílengdumst við þarna. Planið var að fara á Players og sjá nýja bandið hans Einars Ágústs en þar sem við fórum svo seint af Ölveri þá náðum við bara nokkrum lögum. Ekki var ég nú neitt yfir mig hrifin en þetta var ok. Hittum Haffa bassaleikara úr Hunangi sem var voða gaman og ég endaði á að keyra hann heim. Áttum s.s. hið besta kvöld saman við skötuhjúin. Á sunndaginn var svo ferming og ég á síðustu stundu að koma með mitt lið í veisluna og réttinn sem ég bjó til fyrir Lindu en þetta reddaðist allt. Auður var svaka fín og sæt og veisluborðið glæsilegt. Hitti þar Ásdísi vinkonu Lindu sem ég hef oft hitt og það var gaman að spjalla við hana. Eins var Hjördís Halldórs bekkjarsystir mín úr MA þarna með sinn mann og barn það var líka gaman að spjalla við hana. Nú svo var auðvitað fullt af fólki sem ég þekkti og tíminn leið hratt. En ég var nú dauðþreytt þegar heim kom og við Ingó skelltum mynd í tækið og eftir það lagði ég mig. Sótti svo Ástu sem hafði farið heim með Auði og við vorum nú farin frekar snemma í rúmið það kvöldið. Í gær var það vinnan og svo ræktin og ameríska idol um kvöldið. Við Ingó vorum bæði þreytt, hann eftir að hafa tekið 7 hlaup þann daginn hjá Pósthúsinu og ég bara eftir helgina svo við skriðum í rúmið í fyrrafallinu. Í dag er voða gott veður þó ekki nema 3ja stiga hiti en millt og gott.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Þetta voru nú ansi mörg orð en ekki nokkur hefði ég nú sagt... ha ha ha, það mætti stundum halda að þú værir með 29 klst í þínum sólarhring en ekki 24 klst eins og við hin miðað við hvað þú nærð oft að gera mikið.....
Ta ta
Þórdís er gædd einstökum hæfileikum, svokölluð "Tímavíddar-hlaup" (Time-dimension travelling) þar sem hún ferðast inn í aðra tímavídd og sinnir hinum ýmsu verkum sem hún getur innt af hendi ein, og svo skellir hún sér til okkar aftur og er þá búinn að gera alveg helling, setja í uppþvottavél, mála sig og greiða, brjóta saman þvottinn, blogga osfrv. Þess má þó geta að hún verður að fá hjálp við að brjóta saman rúmfötin :o)
þú ert alltaf sami orkuboltinn, geymdu smá orku handa gyðjukvöldinu okkar í sumar, knús til ykkar allra
Hver er pöpullinn hehhe
wwhhhoooowww.. já ég spyr líka, hvað eru margir klukkutímar í þínum sólarhring???? Ég væri alveg til í að geta nálgast svona "auka" tíma. Ég ætla að reyna að koma til þín vörunum í dag bara í vinnuna, þær nýtast þér víst lítið hér inni í herbergi hjá mér.
Post a Comment