Sunday, December 21, 2008

prófin, jólin og allt það

Jæja sit hér glöð og kát því ég var að fá lokaeinkunn í aðferðafræðinni. Fyrst ætla ég að segja ykkur að ég fékk 6,7 fyrir prófið sem er nú ekkert spes einkunn en ég náði þó og það er gott mál þar sem 26% féllu í þessu ljóta leiðinlega prófi. Svo fékk ég einkunn fyrir skýrsluna sem við Lilja unnum með tveimur strákum og það var upp á 8,5 ansi gott og þá kem ég út í lokaeinkunn með 8!!!! Fyrsta einkunin mín í HR stóðst áfangan með glæsibrag og er með fyrstu einkunn fyrir fyrsta prófið mitt jibbi jei.... Á morgun á svo að koma úr bókhaldinu og kannski kemur meira en það á allt að vera komið þann 23 des.

Jólin eru að koma og það er svo gott að vera í fríi og vera ekkert að lesa og bara stússast með krökkunum mínum og Ingó. Búin að hitta Áslaugu systur sem var æði, búin að fara í bústað með krökkunum úr HR sem var rosa gaman og er langt komin með að gera allt sem ég þarf ja nema kortin en þau fara í póst á morgun.

Vá ég er svo ánægð með þessa einkunn að ég sef vært í nótt....

9 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með að vera búin með fyrstu önnina og þessa flottu einkunn :)
Heyri í þér fyrir áramótin, verða þau ekki fyrir norðan ?

Thordisa said...

planið er að koma norður jú

imyndum said...

Velkomin i jolafri kaera vinkona

Anonymous said...

Þetta er flott hjá þér Þórdís ;) og hinar einkunnirnar verða það örugglega líka ;) Mikið væri nú gaman ef við gætum hist með börnin okkar þegar þið komið norður milli jóla og nýárs ;)

Anonymous said...

Til lukku kæra frænka, sjáumst á anna í jólum, er strax farin að hlakka til ;)

Anonymous said...

Gleðileg jólin kæra fjölskylda.
Hafið það gott :)
Kveðja, Auður og stelpurnar.

Anonymous said...

Frábært hjá þér mín kæra!

Bestu jólaóskir héðan úr austrinu, njóttu þess nú að vera í fríi og slaka á fyrir næstu önn :)

Anonymous said...

Frohe Weihnachten krúsídúlla, og bestu kveðjur til familíunnar þinnar!! Við sjáumst milli jóla og nýárs..og þá verð ég í fríi!!!
jólapornokveðjur þín Arnhildur litla frænka...

Anonymous said...

Til hamingju mín kaera :)
Hafdu thad sem best um jólin!
Kvedja frá Sverige