Ætlaði að vera svo dugleg að blogga í þessari viku en hef svo bara verið á fullu í vinnunni og ekki átt mínútu aflögu. Um síðustu helgi fórum við Ingó út að borða á föstudagskvöldið á Thorvaldsen með Ingigerði, Sigtryggi, Vigdísi og Kristjáni og Nínu vinkonu Ingigerðar. Það var rosalega gaman að hitta þau öll og langt síðan við höfum verið saman. Það var mikið helgið og umræddur HH kom oft við sögu eins og svo oft. Þau voru öll að fara í leikhús nema við og Nína svo um níu leytið vorum við Ingó farin af stað í heimsókn til Péturs og Friðborgar. Áttum með þeim skemmtilegt kvöld. Á laugardaginn kl 9:30 var ég mætt í Hákskólabíó á dagsnámskeið með Jack Canfield
http://jackcanfield.com sem hann Viddi vinur minn í Greifunum var að flytja inn. Jack Canfield er einn af þeim sem skrifuðu The Secret og eins skrifaði hann
Chickensoup for the soul. Það er bara ekki hægt að segja annað en þetta var frábær dagur og þessi maður bara snillingur sem hélt athyglinni allann daginn. Á meðan á þessu stóð fór Ingó með Guðnýju í Sönglist og svo fóru þau af stað upp í bústað og voru búin að koma sér aðeins fyrir áður en ég kom. Ég fékk far með konu frá Intrum sem var með mér á námskeiðinu. Hún býr í Hveragerði og Ingó sótti mig þangað. Uppfrá var mega stuð Ásta tók Siggu og Tönju vinkonur sínar með sér og þær bjuggu í kjallaranum. Friðborg var reyndar slöpp í maga sem var nú ekki gaman fyrir hana en hún hresstist við þegar leið á kvöldið. Ég fór með Ingó og Pétri í pottinn og við vorum þar til kl hálf 4 um nóttina. Úti voru norðurljós og stjörnur og maður týmdi ekki að fara inn að sofa. Næsta dag dálítið þreytt var farið í að koma börnum í snjógalla og svo fóru Ingó og Pétur með alla út á ís að leika og það var nú ekki leiðinlegt. Við Friðborg héldum okkur samt inni við og arininn var mikið notaður :-) Svo fóru einhverjir í pottinn og þetta var bara frábær helgi.
Pabbi er enn í bænum en hann er að hjálpa Didda sem er búinn að vera lasinn. Ég er ekkert búinn að hitta hann síðan hann kom í mat um daginn ætla að ná af honum um helgina. Arnhildur kom til læknis og ég rétt sá hana í mýflugumynd þegar ég sótti hana og keyrði út á flugvöll. Ingó er búinn að vera á tveimur kvöldæfingum með bandi sem er að fara að gera plötu. Bara gaman af því hann skemmtir sér vel við það. Hann fórnaði sér á öskudaginn og keyrði Guðnýju og Jasmín ásamt Úlfi, Munda og Hafþóri. Þau komu t.d hingað og sungu set inn myndir þegar þær eru komnar inn í tölvuna mína. Ásta og 2 vinkonur gistu hér aðfararnótt öskudagsins en fóru nú ekki að syngja í búðum kannski að verða of gamlar. Arndís kíkti á miðvikudagskvöldið alltaf gaman að sjá hana og nú bíður hún bara eftir að byrja að fljúga hjá Icelandair og að Birna Rún fari til dagmömmu. Já Þorgerður og Dagur kíktu á mánudaginn rosa gaman að fá þau í heimsókn ekki oft sem við náum að hittast því miður.
Svo fór bara tíminn í að reyna að fara í ræktina, læra með krökkunum, fara í Bónus og allt þetta sem þarf að gera til að halda öllu gangandi. Í kvöld stillir Ingó upp græjunum uppi í húsnæði FÍH og á morgun taka þeir upp plötuna. Hann er svo á Broadway annað kvöld á árshátíð svo það er eins og alltaf nóg að gera. Mig langar að reyna að laga aðeins til heima og skipuleggja en líka að hitta aðeins á fólk. Ásta ætlar að gista hjá Siggu í kvöld ásamt Tönju sem á afmæli þær Sigga eru að plana eitthvað óvænt fyrir hana. Guðný og Úlfur jafnvel að fara til Sellu í nótt. Allavega þá er helgin að koma og það er það besta....