Ég er eitthvað voðalega löt að blogga þessa dagana og enn latari við að setja inn myndir veit ekki hvort það er myrkrið sem gerir þetta að verkum eða það að það er búið að vera mikið að gera í vinnunni.
Set hér nokkrar myndir sem ég tók á Salatbarnum á síðasta fimmtudag af Spútnik

Ingó í stuði

Kiddi Einars

Stjáni söngvari

Ingó og Pétur

Á föstudaginn síðasta flugum við Lóla norður til Akureyrar að jarðarför hennar Petreu mömmu Ingveldar. Mamma sótti okkur og við kíktum heim í Litluhlíð áður en við fórum upp í kirkju. Bibba frænka var í heimsókn og það var gaman að sjá aðeins framan í hana. Athöfnin í kirkjunni var mjög falleg og ræðan góð. Við Lóla fengum svo að sitja í með Þóri og Unu upp í kirkjugarð og sátum hjá þeim í erfidrykkjunni. Gaman að hitta þau öll systkynin sérstaklega Tryggva sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár. Alltaf gott að hitta Ingveldi og Simma og nú styttist í að við hittumst aftur.
Eyddi kvöldinu svo með manninum mínum.
Laugardagurinn fór í að redda búning fyrir morðingjamatarboðið. Ingó fór og stillti upp og svo fórum við saman niður í nýja Hljóðfærahús þar sem hann spilaði með Polis bandinu sínu. Hitti þar fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi eins og t.d. strákana úr Hunangi. Svo kom Friðborg hans Péturs með krakkana svo þetta var bara voða stuð. Það var samt komið smá stress í mig að ná að vera klár í tæka tíð fyrir matarboðið en það tókst nú allt. Ingigerður og Sigtryggur náðu í okkur rétt um kl 7. Vorum mætt heim til Andrésar og Helgu rúmlega 7 sem var í góðu lagi Helga á fullu í eldhúsinu og Andrés að blanda drykki. Eiki og Lára koma svo ekki löngu á eftir okkur. Allir komnir í búninga og það erum myndir inni á Facebook hjá Sigtryggi. Spilið var rosalega skemmtilegt og ekki var verra að spæjarinn var í þetta skipti á dvd ekki á "snældu". Kannski var aðeins og mikið um góða drykki í þessu boði eins og oft vill verða förum ekki nánar út í það hehe.. Ingó fór um 12 leytið á Players og ég mætti svo til hans seinna um nóttina.
Sváfum vel út á sunnudaginn og lufsuðumst ekki á fætur fyrr en langt var liðið á daginn. Þá kom Sigyn í heimsókn með strákana en Ingó fór í bíó með þau litlu. Gaman að fá Sigyn til mín við hittum því miður ekki svo oft.
Á mánudag og þriðjudag var Ingó minn í heimaprófi. Fórum reyndar í mat á Salatbarinn í hádeginu á mánudeginum en annars var hann mest að læra þó svo hann tæki sér pásu til að horfa á Smallville sem er uppáhaldsþátturinn hans. Eigum alltaf notarlega stund saman við að horfa á þann þátt. Á þriðjudaginn varð hún Maddý frænka 60 ára. Hún ætlaði ekkert að halda upp á þetta nema bara borða með dætrum sínum heima hjá Þorgerði. En þær systur voru nú heldur betur búnar að plotta og upp úr kl hálf 9 fórum við systkynabörn hennar og makar ásamt nokkrum vinkonum hennar að tínast inn. Hún var auðvitað alveg hissa en ég held rosalega ánægð. Fengum flottar veitingar og höfðum það gott.
Í gær keyrði ég Ingó niður í Háskóla um kl 9:00 þá búinn að vaka alla nóttina við þetta blessaða próf. Ég keyrði hann svo heim og beint í háttinn og hefði helst viljað leggja mig með honum. Gott að þetta er búið, þá er bara eitt stórt verkefni eftir og þegar það er búið þá bara er útskrift :-) Hann var svo á æfingu í gær með Lady D heima hjá bassaleikaranum. Ég var því bara ein heima með krakkana og horfði á Grays og Big Love svo það var bara fínt. Hefði nú viljað hafa Ingó hjá mér en svona er þetta.
Hér er ég svo mætt í vinnu í dag og er að reyna að gera eitthvað af viti. Ingó fer að kenna seinni partinn og svo upp í Húsasmiðju í Grafarholti að spila með Lady D milli 20-22 endilega kíkið uppeftir. Ég ætla að kíkja á hann og skoða aðeins jóladót í leiðinni.
Hér kemur eitt af mínum uppáhaldslögum og textum út Ally McBeal og Ingó þetta er handa þér.
Chances are you'll find me
Somewhere on your road tonight
Seems I always end up driving by
Ever since I've known you
It just seems you're on my way
All the rules of logic don't apply
I long to see you in the night
Be with you 'til morning light
I remember clearly how you looked
The night we met
I recall your laughter and your smile
I remember how you made me
Feel so at ease
I remember all your grace, your style
And now you're all I long to see
You've come to mean so much to me
Chances are I'll see you
Somewhere in my dreams tonight
You'll be smiling like the night we met
Chances are I'll hold you and I'll offer
All I have
You're the only one I can't forget
Baby you're the best, I've ever met
And I'll be dreaming of the future
And hoping you'll be by my side
And in the morning I'll be longing
For the night, for the night
Chances are I'll see you
Somewhere in my dreams tonight
You'll be smiling like the night we met
Chances are I'll hold you and I'll offer
All I have
You're the only one I can't forget
Baby you're the best I've ever met