Wednesday, September 3, 2008
Sól í Reykjavík
Jæja sé að ég verð ekki dugleg að blogga í vetur en reyni þó. Úti skýn sólin og svona var það líka í gær bara alveg frábært fór um 17° í gær gott mál!!! Ég sit sveitt við að læra og þetta mjakast hef kannski ekki verið alveg nógu dugleg að lesa bækurnar en þó og er alltaf búin að lesa glósur kennarans fyrir hvern tíma svo ég er vel með á nótunum. Í gær fór ég með Lilju og Mikael mínum lærdómsfélögum á bókasafnið. Við pöntuðum okkur hópaherbergi og þar lærðum við í 2 klst og kláruðum öll dæmin í Rekstarhagfræðinni sem er á morgun og gott að vera búin að koma því frá. Ég veit að þið trúið því ekki sem voruð með mér í MA og hvað þá þið bræður mínir en stærðfræðin er eitt af mínum uppáhaldsfögum hehe.. mér bara skotgengur í henni og vona að það haldist áfram þegar þetta fer að flækjast meira. Annars finnst mér þetta bara allt voðalega skemmtilegt og krakkarnir sem eru með mér eru mjög fínir og tíminn já tíminn hann þýtur áfram á þotuhreyflum úff. Ég er ekki búin að ná að hitta marga síðan ég byrjaði en jú stelpur ég kem í saumó ég ætla ekki að missa að því :-) En ég hitti hana Auði Kjartans á mánudaginn hún var hér í borg stödd og ég sótti hana heim til Siggar bróður hennar og hún kíkti aðeins hingað heim og við tókum smá rúnt út á flugvöll og þetta var bara voðalega gaman. Kom í ljós að langamma hennar María var systir langafa Ingó (ekki afa Auður eins og við héldum). Nú lítið komist í ræktina ætla að reyna að fara í dag ef ég mögulega get. Ingó er farin að kenna hjá Óla vini okkar sem var úti á Lanza með okkur í sumar. Óli á Tónsali tónlistarskóla í Kópavogi og þar er minn maður farinn að kenna á trommur. Svo er Spútnik auðvitað komin á fullt aftur og þið sem eruð að leita að bestu hjómsveitinni til að spila á árshátíð eða öðrum skemmtunum þá er það www.sputnik.is he he alltaf að plögga. Jæja er farin að vinna að verkefninum uppsetning á heimildarskrá getið þið ímyndað ykkur stuðið svo ég kveð að sinni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Þetta verður örugglega ekkert nema gaman hjá þér, mundu samt að anda rólega inn á milli. Kv affí
Það var gaman að heyra aðeins í þér hljóðið í dag, hitti þig í næsta saumó:-)
Sæl Þórdís mín og takk fyrir góðar stundir saman :)
Bið að heilsa Ingó frænda :)
Kveðja, Auður
Gaman að þessu með stærðfræðina, systir. Kemur mér ekki á óvart því það var það sem ég sagði alltaf hér í gamla daga að ef þú gæfir henni séns myndi þér þykja hún bæði létt og skemmtileg. En þó þetta hafi ekki þótt gáfulegt þá þykir mér gott að eitthvað skyldi vera til í þessu. En ég segi síðan eins og Affí - láttu þetta ekki alveg gleypa þig. Það hleður batteríin að anda djúpt á milli.
Diddi
Frábært að þetta gengur vel :)
Bestu kveðjur úr austrinu
Hahaha, ég gleymi ekki örvæntingunni hjá grey stærðfræðikennararnum sem var að burðast við að kenna 2A í menntó!! Ég hélt að hann myndi fá taugaáfall á tímabili yfir skilningsleysinu hjá nemandaskaranum.. Stattu þig stelpa í stærðfræðinni!
kv.
Erla perla
Vorkenni þér voðalega mikið að þurfa að læra stærðfræði :) En gott ef þú ert ánægð með þetta. Bestu kveðjur frá kvefaðri systur i ágætis veðri á meginlandinu. Þín Áslaug.
Hæ hæ skvís og takk fyrir síðast, jahhh.... ég veit reyndar ekki hvað þú varst mikið með okkur þarna hjá Heiðrúnu um kvöldið sökum stærðfræði hreinskrifunar, hehehehe.....
Já svo langar mig svo að segja ykkur frá blogginu hjá Ingu systir sem við vonumst til að sem flestir kíki inn á og geti nýtt sér eitthvað þar,
http://ingabaldurs.blog.is/blog/ingabaldurs/
Knús og koss þar til í næsta klúbbi, sem er hvar???
Dagný
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment