Thursday, September 11, 2008

fyrstu einkunnir

Vikan að verða búin. Hefur að mestu snúist um lærdóm og ég er komin með einkunnir fyrir fyrstu tvö verkefnin sem gilda til prófs. Í aðferðarfræði vorum við 4 sem bjuggum til heimildaskrá og fengum við 9 fyrir hana og það gildir 8% nokkuð gott. Svo fékk ég 10 fyrir fyrsta skilaverkefnið í stærðfræði sem gildir held ég um 20% ásamt öllum skilaverkefnum vetrarins. Svo ég er nokkuð ánægð með þessa byrjun en við sjáum svo til hvernig restin verður :-) Ég, Lilja og Mikael berjumst áfram í þessu saman og það hjálpar mikið er miklu skemmtilegra að vinna svona saman en hvert í sínu horni. Nú annað fór í klúbb til Kristínar á þriðjudaginn þar voru allar mættar nema Íris en í hennar stað mætti Aldís og var gaman að ná henni aftur í klúbb en svo fór hún út í dag. Ég var að koma úr bíói,fór að sjá Anítu Briem leika í Journey to the center of the earth. Fór með Ingigerði, Sigtryggi og Nínu vinkonu þeirra sem býr á Patró. Myndin var bara mjög skemmtileg var í þrívídd svo ég er með pínu hausverk. Er að fara að hjálpa Ástu með stærðfræði svo ég býð góða nótt í bili.

9 comments:

Anonymous said...

Ég myndi örugglega gubba ef ég færi á hana, jafnvægisskynið alltaf að stríða mér.
Flott hjá þér frænka, en kláraðu þig nú samt ekki á þessu!
Góða helgi...

imyndum said...

Glæsilegt hjá þér, ég er stolt af þér, kossar

Anonymous said...

Frábær árangur Þórdís og svo sannarlega hvetjandi!
Stóra systir mín er einmitt í háskólanámi núna á "gamals aldri" og ég fæ reglulega fréttir af svona glimrandi einkunnum hjá henni. Þetta er málið með þroska og nám. Snilldin ein.
Systa

brynjalilla said...

ÞÚ rokkar eins og alltaf elsku kerlingin mín

brynjalilla said...

gangi þér vel í amstri dagsins lúsin mín, veit að þú ert að fara í próf í dag

Anonymous said...

Stórglæsilegt!
Ætli ég nái að sjá þig eitthvað seinni part í vikunni?
Kv, Ingveldur.

Anonymous said...

Frábært. Áfram með smjörið. Hvað er svo að frétta af þeim gömlu?
Bestu kveðjur. Þín Áslaug.

Anonymous said...

frábaert hjá thér :)

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]