Jæja það var nú gott að komast til mömmu og pabba. Lögðum af stað um 2 leytið á fimmtudaginn með allan skarann og Siggu vinkonu Ástu. Ferðin gekk bara vel nema Úlfur var eitthvað bílveikur en lagaðist í Staðarskála eftir að hafa fengið sér að borða. Affí og Aldís voru í Litluhlíð þegar við komum og mamma hafði eldað hangikjöt og eftir það var nú bara slappað af. Ásta og Sigga gistu hjá Affí en við hin í Litluhlíð. Á föstudaginn þá sváfum við út sem var frekar ljúft. Eftir hádegi fór Guðný til Kristínar og Úlfur fór að leika við Arnar Frey en við Ingó skelltum okkur niður í Átak ræktina sem stendur út við sjó. Það er bara alveg æðislegur staður, sömu græjur og í Laugum bara miklu meira næs og minna og rólegra. Eftir það skaust Ingó heim og náði í sundfötin okkar því þarna var þessi líka flotti pottur staðsettur uppi á þaki. Svo við nutum þess eftir púlið að liggja í honum og slaka á. Veðrið á fimmtudaginn og föstudaginn var ekki gott á Akureyri því miður því það var æði í Reykjavík. Um kvöldið komu strákarnir í Spútnik og Ingó fór til þeirra að stylla upp. Ég fór til Arnhildar á meðan en Guðný gisti hjá henni. Við frænkur kjöftuðum í örugglega 2 klst og höfðum það gott. Ég skellti mér svo með honum á ball um kvöldið, var ekki viss hvort ég yrði allan tímann en svo sendi ég sms á Áslaugu systur Brynju og hún í þessu líka dansstuði kom og hitti mig. Ingveldur skvísa sem átti að halda mér selskap þessa helgi breytti plönum sínum og fór til Reykjavíkur svo ekki náði ég að draga hana á gólfið með mér. Nú við Áslaug skemmtum okkur konunglega og ég var nett þreytt þegar ég fór í rúmið.
Á laugardeginum fórum við í graut í Norðurgötu og hittum alla nema Maddý sem var í einhverju söngstússi þessa helgi. Auðvitað tók ég engar myndir klikkaði alveg á því. Úlfur kom ekki með okkur því hann var með vinum sínum en Guðný og Kristín komu og svo síðar Arnhildur. Eftir matinn fórum við Ingó inn í bæ og ég keypti mér einn kjól og eitt gallapils og svo settumst við niður fyrir utan Kaffi Akureyri með strákunum úr hljómsveitinni því á laugardaginn var sól og bongóblíða. Ég ætlaði að draga Arnhildi með mér í bæinn en hún fór á móturhjól með Fúsa sem var bara mjög gott mál. Ingó fór svo á Vélsmiðjuna með strákunum eitthvað að stússast en ég fór heim. Um kvöldið var Biggi eigandi Vélsmiðjunnar og Júlía konana hans (hún var með Þorgerði í bekk í gamladaga) búinn að bjóða Spútnik og mér heim til sín í mat. Það var bara alveg frábært ekkert smá góður matur og bara yndislegt kvöld. Hjómsveitin var fjölmenn þar sem Óli bassaleikari var með þeim þessa helgi. Kiddi K átti að vera í Barcelona þessa helgi en fór svo ekki og kom líka norður svo þetta var helgar stemning. Pétur og Óli eru báðir að koma til Lanzarote með okkur í sumar. Pétur í 2 vikur með sína fjölskyldu en Óli nær einni viku með okkur. Við gátum því spjallað heilmikið um það og bollalagt. Vorum svo mætt á Vélsmiðjuna um kl 12 þar sem var rífandi stemning og þar hitti ég hana Hönnu Berglindi vinkonu Brynju (og mína) og við dönsuðum meira og minna alla nóttina. Fullt af fólki og bara gaman. Eftir að búið var að pakka saman fórum við Ingó í smá stund með Pétri upp á hótel að spjalla og svo heima að sofa.
Á sunnudaginn áður en við fórum heim komu Bibba, Sirrý og Gummi í heimsókn til mömmu og pabba og eins var Diddi bróðir mættur á svæðið og Affí var þarna líka. Pökkuðum svo niður og sóttum svo Guðnýju til Arnhildar og Fúsa. Kom við hjá Lillu sem gaf mér rós sem hún hafði ræktar upp af afleggjar af fermingarrósum Ástu ekkert smá flott og hún stendur núna í stofuglugganum heima. Ferðin heim gekk vel rigndi alla leið í Staðarskála en fínt eftir það.
Í gær var það svo vinnan og ég er þessa vikuna 9-5 sem mér finnst afspyrnu leiðinlegt en verð víst að láta mig hafa það. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að sækja um í viðskiptafræðinni í HR og þarf að klára umsóknina mína fyrir 30 maí og svo er bara að krossa sig að maður komist inn.
Ég byrjaði daginn á því að skella mér í sund og synda 400m og fara svo í sjópottinn og eftir vinnu ætlum við Ingó í Laugar. Á morgun ætla ég að fara í prufutíma í trimformi og sjá hvernig það virkar. Vikan er nokkuð óráðin pabbi og mamma eru þó að koma annað ekkert planað.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hola dear Þórdís,
I was just looking for blogs in Iceland when I found by chance yours.
I am very enchanted with the contents of it.Interestings photos.
I wish you success.
Kind regards from Brazil
geraldo
Ég verð bara að leggja mig eftir þennan lestur, stopparðu aldrei kona? :)
Gangi þér vel með skólann, finnst frábært hjá þér að drífa þig :)
Kveðjur úr sumri og sól (loksins!!!) :)
Noh maður bara farin að fá komment frá öðrum heimsálfum híhí.. já Þórunn mín ég þurfti líka að leggja mig hehe kveðja héðan úr rigningunni en ath hér er líka allt að verða grænt alveg ótrúlegt
Væri gaman að sjá mömmu þína og pabba í þessari ferð ;) Hafðu endilega samband. Kv. Malla
Takk fyrir samveruna um helgina!! Bara ein spurning, ertu að reyna að ná Affí og mömmu í lengd á blogg skrifum...híhí!! bið að heilsa Geraldo frá Brazil..hola..Arnhildur
HæHæ... mig langar bara enn meira norður en áður eftir að lesa þetta blogg þitt :þ er á leiðinni norður 23. maí og farin að telja niður hehehe
Hola Geraldo... hver er þessi dúddi???
Gott að heyra að ferðin var fín hjá ykkur. Alltaf sama stuðið. Vildi að þú værir komin í sólin hér, og við á leið í sólbað hjá Tankumsee! Þú tekur bara hlé á náminu (auðvitað færð þú pláss) og lærir hér einhverjar vikur:):):) Þín Áslaug systir (þessi Áslaug, sem aldrei fer á böll)
Post a Comment