Wednesday, May 7, 2008
Trimform
Jæja byrjaði daginn á því að fara í prufutíma í Trimform Berglindar. Þeir sem ekki vita hvað það er þá virkar það þannig að þú leggst á bekk og það er komið fullt af blöðkum fyrir á þér og svo er hleypt í það rafmagni. Við þetta herpast vöðvar og slakna á víxl og þú ert að taka ansi vel á því. Ég ætla að kaupa mér 10 tíma í þessu og nota í 1 mánuð svona til að hjálpa maganum mínum og öðrum slöppum svæðum að ná sér á strik. Samhliða þessu er ég svo auðvitað í Laugum. Get nú ekki sagt að mér finnist þetta voðalega notalegt en þetta venst eftir smá stund. Núna er ég bara með netta strengi hehe... Í gær eftir vinnu tókum við 2 umferðir í hraðhringnum i Laugum sem er ágætt að gera þegar ég er að vinna 9-5. Tekur stuttan tíma og maður tekur samt vel á. Í gærkvöldi horfðum við á video og höfðum það bara kósý. Úti er þungbúið en samt voðalega hlýtt og gott verður. Ingó er búin að sækja hjólið hans Úlf í viðgerð og hann er nú alsæll hjólandi um allt. Guðný er líka komin með hjól en er ekki búin að vera dugleg að nota það. Nú er hún Ingigerður mín að verða komin langleiðina til Malasíu en þar verður hún til 17 maí. Fékk sms í morgun frá henni þá var hún stödd á flugvellinum í Kuala Lumpur mikið dauðöfunda ég þau hjónin en samgleðst þeim, vildi bara vera með í þessari ferð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Jæja já, hver er þessi Geraldo sem að var að commenta á síðustu færslu hjá þér, fer nú að skilja spænsku orðabókina á náttborðinu og nýlega plakatið af Banderas yfir rúminu, og svo þessi flugmiði til Brazil í skúffuni, one way !!!!
:o)
Nú ég hélt að þú ættir orðabókina værir að æfa þig fyrir Lanzarote hehe
Var ad lesa tvaer faerslur í einu og oh my god, thú stoppar aldrei, hefdi kanski thurft ad lána thig hingad til mín í nokkrar vikur :)
Mikid ertu nú dugleg í raektinni, hefdi thurft ad taka svolítid á fyrir Spaánarferdina mína í júní ;)
svo er ég svolítid forvitin um vin hans Úlfs hann Arnar Frey, hvers son er hann eiginlega?
Hafdu thad sem allra best vinkona!
Mamma hans heitir Hrafnhildur hann á bróður sem heitir Ingi Þór. Þekkirðu þau???
Jæja góða mín, það á aldeilis að taka á því núna, trimform, ræktin og fleira ;) Gangi þér vel, er rokin í Hreyfingu :) Kv. Malla
Mig hefur oft langað að prófa svona trimmform...er orðin svoooo hrikalega löt að hreyfa mig :o(....gangi þér vel darling..knús fanney
nej ég á fraenda á thessum aldri á Akureyri en thad eru víst til fleiri en einn....
//Ellen
Hæ skvísa, gangi þér vel í trimforminu, prófaði einn tíma forðum á Þórshöfn og ákvað að nenna ekki að leggja þessi ósköp á mig. Hlakka til að sjá þig þegar ég kem heim en það er bara eftir nokkra daga.
Hæ Þórdís mín.
Trimform eða ekki þú ert alltaf stórglæsileg.
XXX
Takk eskurnar.. þetta trimform er nú ekki beint þægilegt en sjáum hvort það virkar samhliða öllum ferðunum í Laugar :-) ætla að fá mér súkkulaði í kvöld helling hehe
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment