Gleðilegt ár elskurnar mínar.
Þá er ég mætt til vinnu eftir að hafa tekið mér frí 2 og 3ja jan. Ætlaði að vera svo dugleg að blogga en við fórum norður og tölvusambandið hjá pabba er ekki gott.
Hér kemur svona smá upprifjun á síðustu dögum. Ingó var að spila í afmæli á föstudaginn svo við fórum ekki norður fyrr en á laugardaginn. Komumst ekki af stað fyrr en um hálf 4 en svo var ekkert að færð svo þetta gekk nú allt voða vel. Valdemar varð 20 ára þennan dag og við brunuðum beint í afmæliskaffi til hans. Hittum allt gengi þar fyrir og það var voða gaman að sjá alla. Á sunnudaginn var svo ofsaveður fyrir sunnan og austan og náði meira að segja alla leið upp í Mývatnssveit en það bara svona rétt náði til Akureyrar. Úlfur alsæll að hitta Arnar Frey vin sinn sem býr í sama raðhúsi og mamma svo maður sá nú lítið af honum. Guðný var með Kristínu Dögg og Auður hennar Lindu (sem kom með okkur norður) og Ásta eyddu miklum tíma saman. Við Ingó vorum rosalega löt á sunnudaginn og eyddum honum að mestu leyti uppi í herbergi þar sem ég las en hann horfði á tónleika á dvd. Það var geðveikt kósý alveg eins og maður vill hafa það í fríinu sínu.
Nú á gamlársdag fórum við Ingó og keyptum smá flugelda svona til að bæta við í safnið hjá Ella hehe við erum sko að tala um alvöru safn. Annars var þeim degi nú bara tekið rólega en svo vorum við mætt í mat til Affíar kl 6. Rosa flottur kalkúnn og meðlæti ekki vantaði það. Ekkert varð af brennu þetta árið og ég var alveg sátt við það. Svo var horft á skaupið sem mér fannst bara mjög skemmtilegt. Kl hálf 12 var Elli svo komin í startholurnar með flugeldana og fljótlega varð múgur og margmenni úti í garði þar sem Linda og Auður komu, Gugga systir hans Ella og maður hennar, sonur hennar, tengadóttir og 2 barnabörn og svo við öll. Ég held ég hafi aldrei séð svona mikið skotið upp sem gladdi son minn óendanlega en hræddi Guðnýju jafnmikið og öll hin árin enda hélt hún sér inni við. Nú eftir skotgleðina miklu var sest inn í stofu, mamma og pabbi fóru í Norðurgötu, börnin upp á loft og við bara héldum áfram í stuðinu. Þórir og Birna vinir Ella og Affíar komu og svo seinna um nóttina komu Siggi og Anna Rósa frænsystkyni Lindu og Heimir kærasti Önnu Rósu sem er bara svo þið vitið einn af Lúxorgæjunum :-) Við héldum heim á leið um hálf 4 með frekar þreytt börn.
Sváfum til hálf 2 á Nýjársdag börnin alveg búin á því og það var gott að kúra með manninum mínum í ró og næði á þessum fyrsta degi ársins. Þennan dag átti hún Rósa mín í París afmæli til lukku með það kæra vinkona ég sakna þess mikið að vera ekki með þér í Ásabyggðinni á þessum degi að borða kökurnar hennar mömmu þinnar. Nú við vorum í algjörri afslöppun þennan dag en vorum svo mætt til Maddýjar í Nýjársboð um hálf 7. Þar var mætt um 30 manns enda stórfjölskyldan öll boðin. Veislan ekki af verri endanum frábær matur og desertar í massevis. Eftir matinn fórum við að spila partýspilið ég, Guðný og Ingó saman í liði, Þuríður, Hildur og Siggi saman og Þorgerður, Arnhildur og Ásta og skemmtum við okkur rosalega vel. Við Ingó enduðum svo kvöldið á að horfa á video eða hann horfði ég svaf hehe...
2jan afmælisdagur Affí til lukku með það systir góð. Sváfum út en svo fórum við Ingó niður í bæ að reyna að kíkja á útsölur en það var meira og minna allt lokað. En gátum ekki farið úr bænum án þess að fara saman á Bláu könnuna það er að verða fastur liður hjá okkur að fara þangað saman 2 ein og eiga þar huggulega stund. Eftir það kíktum við í Norðurgötu hittum þar Lillu, Jonna, Láka og Ninnu sem þau voru að passa. Eftir það fórum við til Ingveldar og Simma og náðum einni klst þar. Alltaf gaman að hitta þau hefði bara mátt vera meira en við bara vorum löt að fara úr húsi og nutum þess að vera bara í friði heima hjá mömmu og pabba. Vorum svo bara í rólegheitum þetta kvöldið byrjuðum að pakka niður og bara slökuðum á.
3jan keyrt heim og rendum úr bænum um kl eitt þar sem Ásta átti að mæta í mat með frændsystkynum sínum kl 7 um kvöldið. Komum við hjá Maríu föðursystur Ingó áður en við fórum og köstuðum á hana kveðju. Hún var mjög glöð að sjá okkur hefði bara viljað hafa okkur lengur. Ferðin heim gekk vel ekkert á vegi og Ásta var mætt á Vegamót rétt rúmlega 7. Við fórum til tengdó í mat. Ég náði að ganga frá öllum fötum í gær og svo skriðum við Ingó upp í rúm bæði með bók í hendi og lásum um stund. Hins vegar gekk öllum illa að sofna enda liðið búið að snúa sólarhringnum gjörsamlega við. Úlfur og Guðný sofnuðu undir miðnætti, ég náði nú að sofna um miðnætti líka en vaknaði svo um hálf 2 við að Ingó var ekki í rúminu fór niður og þá var hann þar að lesa og Ásta líka glaðvakandi. Held hann hafi svonað langt gengið í hálf 4 og hún á svipuðum tíma. Allir þreyttir í morgun og gott að helgin er framundan.
Erin og co koma í lunch á morgun og svo er þrettándagleði með Greifunum heima hjá Jóni Inga með mat frá Ingvari á Salatbarnum svo það verður nú heldur betur flott. Verð samt að viðurkenna að mest langar mig bara að vera heima og slaka á.
Annars hef ég nýtt ár bara full af eftirvæntingu. Þetta ár verður ár ástarinnar og friðsins á mínu heimili og ég ætla að njóta þess að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni minni því það er það sem skiptir mestu máli. Ég hlakka til að hitta vini mína og eiga góðar stundir með þeim og ég hugsa að þetta ár verið það besta sem ég hef lengi lifað. Að því sögðu enda ég þetta í dag.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Gleðilegt nýtt ár frænka. Jah há, þetta ár ár ástarinnar, hvernig ætlar þú að toppa ástarárið 2007??? Fylgist spennt með ;)
Gledilegt ar elsku systir. Vona sannarlega ad arid fari ad thinum oskum. Hafdu thad gott og vid vonumst eftir godum stundum med ykkur i ar. Hlakka til ad sja allar myndirnar ad nordan. Aslaug systir.
Takk fyrir okkur :)
elsku besta frænka mín, gleðilegt ár :) tek undir það að þetta verður sko ár ástarinnar og á mínu heimili hefst brúðkaupsundirbúningur í dag :)(þ.e.a.s. ég ætla að lufsast í ræktina!) verðum að fara að hittast...
já brúðkaupsundirbúningur það líst mér vel á frænka og mér líst líka vel á að fara að hittast og það hitta á ykkur allar.
Sæl Þórdís mín og megi árið 2008 verða þér og þínum gleðilegt og gefandi :) Það er sko ekki leiðinlegt að lesa hjá þér bloggið því þú ert snilldar penni :) Og það er ekki ofsögum sagt að það lífgi upp á tilveru manns hérna fyrir norðan. Takk fyrir öll innlitin og commentin á mínu bloggi og ég er sammála þér að það er alltof langt síðan að við höfum sést...eiginlega fjöldinn allur af árum :) Hafðu það gott. Kveðja, Auður.
halló vinkona og gledilegt nýtt ár, thad hefur verid gaman hjá ykkur fyrir nordan og
ég var einmitt ad segja vid Styrmi ad thad vaeri nú komin tími á ein jól og áramót fyrir mig á Islandi enda eru komin 18 ár sídan sídast... en eins gott ad ég kom ekki í ár fyrst allar brennur voru lagdar nidur ;)
Þakka kærlega fyrir gott boð á laugardaginn - kem svo í næsta át til þín annað kvöld!!
Kem því yfir á þig að plana spilakvöld, getum verið heima hjá okkur en best að þú ákveðir kvöld þar sem við erum mun oftar heima í rólegheitum en þið!
Heyrumst...
Maður þarf nú bara að setjast niður með matarpakka og líter af vökva ef maður ætlar lesa í gegnum síðustu bloggin þín þar sem maður er nú ekki alveg búin að ná að vera í tölvunni eins og sönnum tölvunörd sæmir síðustu vikurnar....Hlakka til að sjá þig á morgun mín kæra....
Post a Comment