Þá er síðasti vinnudagurinn á árinu kominn. Mér finnst árið hafa þotið áfram og svo margt búið að gerast. Ég hætti hjá Icelandair og fór til Gutenbergs, brúðkaupið hennar Rósu í Egyptalandi sem við Ingó fórum í ásamt frábærum hópi manna og kvenna, nú fermingin hennar Ástu minnar, pabbi varð 80 ára, Margrét og Friðrik fermd, Láki frændi 70 ára, Kristín og Siggi giftu sig, Ingigerður varð 30 ára og við Ingó fórum með henni og Sigtryggi til Amsterdam á Police tónleika sem við gleymum seint og svo mætti lengi telja. Kannski verður maður meirari með aldrinum en maður hættir að taka öllu sem gefnum hlut og fer að læra að njóta þess sem maður hefur. Ég held að ég verði að teljast með heppnari manneskum í þessum heimi. Ég á yndislegan mann og yndisleg börn og fjölskyldan mín er það dýrmætasta í þessum heimi. Við eigum þak yfir höfuðið og raunverulega allt til alls. Ég á bestu stórfjölskyldu í heiminum sem stendur við bakið á mér sama hvað á gengur og ég á ógrynni af bestu vinum sem segja mér endalaust hvað ég er þeim mikils virði. Hvað getur maður beðið um meira? Ég þakka ykkur öllum fyrir að vera í lífi mínu og gera það þess virði að lifa því og ég hlakka til að eyða tíma með ykkur á árinu 2008.
Linda mín kíkti inn hjá mér í gær og stoppaði í um klst. Ég hef lítið getað hitt hana síðan hún kom heim þar sem mér tókst að drekkja mér í jólaundirbúningi og öðru stressi tengdu jólum. Það var frábært að hitta hana og við áttum mjög skemmtilegt og áhugavert spjall í gær. Vona að ég nái að hitta hana og Ása mun meira í janúar en núna í des. Krakkarnir fóru í bíó með Auði og Björk og við Ingó fórum í mat til Ingigerðar og Sigtryggs. Þó voru það ekki þau sem buðu heldur Yuki sem eldaði japansk curry handa okkur. Það var alveg rosalega gott ummm takk fyrir okkur. Einar Haruka er rétt 2ja ára gamall og hann er ekkert smá sætur bablandi smá íslensku og svo japönsku í bland. Árni bróðir Ingigerðar var þarna líka og það var rosa gaman að hitta þau öll. Svo eftir bíó komu Ásta, Auður og Guðný til okkar og þá fékk Einar nú alla athyglina sem hann vildi fá og lét þær stelpur snúast um sig. Gaman að vera í góðra vina hópi.
Planið er að fara norður á morgun reyndar er mamma með einhverjar hjartsláttartruflanir svo ég er að bíða eftir að fá að vita meira um það, kemur allt í ljós seinna í dag.
Annars held ég að við séum bara að loka snemma hér í dag og drífa okkur inn í helgina.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Gaman ad lesa bloggid thitt eins og vanalega! Hafid thad gott og vonandi lídur mömmu thinni vel, skiladu kvedju til foreldra thinna frá mér! Gott nytt år frá okkur í Sverige.
Thín vinkona Ellen
P.S. Verd bara ad segja ad thad er alveg frábaert ad vera komin aftur í samband vid thig.
Vonandi hressist mamma þín fljótt, ég á ekki von á öðru ;) Hristir þetta af sér með hlátri ;) Gleymdir alveg 60 ára afmæli múttu minnar í upptalningunni, það var sko nóg af stórafmælum þetta árið. Góða ferð norður, ef þið eruð þá að fara, ég frétti það á morgun.
Vona að mamma þín sé hress, þú mátt skila kveðju til þeirra :)
Og ég er sammála Ellen, gaman að ná sambandi við þig aftur :)
Nýjársknús frá Egils :)
sömuleiðis stelpur það er frábært að vera komin í samband aftur og ég hlakka til að hitta ykkur á nýju ári. Vá gleymdi ég Maddý aðalpartý skvísunni það gengur nú ekki!
kossar frá mér músalús.
Knús frá mér :o) var að blogga um jólin... það væri gaman að fá ykkur í heimsókn fljótlega... kannski bara spilakvöld eða???
[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags
Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]
Post a Comment