Thursday, December 27, 2007

Gleðileg jól

Gleðileg jól elskurnar mínar. Þakka fyrir allar hlýjar kveðjur sem ég og fjölskylda mín fékk um jólin og eins alla pakkana sem okkur bárust. Ég er búin að vera svo á haus í desember að ég hef ekki gefið mér tíma í að blogga og verð að fara að bæta úr þessu. Við tókum fullt af myndum á aðfangadag og kannski ég komi mér í að setja þær inn í kvöld. En svona smá upprifjun á því sem er búið að vera að gerast. Á föstudaginn 21 skrapp ég í hádeginu í lunch með Ingigerði og Vigdísi á Vegamót. Mér til mikillar ánægju mætti Yuki mágkona Ingigerðar með Einar litla með sér. Hann er nýlega orðin 2ja ára og mesta krútt í heimi. Hann skilur alla íslensku þó svo hann tali bara japönsku alveg rosalega sætur krakki. Nú við hættum öll kl 2 í vinnunni og lokuðum búllunni sem var dásamlegt. Ég fór því næst á Kringluflakk með Ástu og er búin að fá nett nóg af verslunarmiðstöðvum eftir þessa jólatörn. Ég hringdi svo í Himma vin okkar sem við því miður höfum alltof lítið samband við og undan farin ár hefur það bara verið á aðfangadag í kringum miðnætti sem hann hefur komið og kíkt á okkur. Í fyrra klikkaði það hann kom ekki og það var bara hræðilegt svo ég hrindi í hann til að vera viss um að hann kæmi og mikið var gaman að heyra í honum. Nú um kvöldið var afmæli tengdó og við Ingó mættum með krakkana þangað um hálf 9. Þar var mætt allt sama liðið og kemur venjulega og þetta var voðalega huggulegt. Hún fékk fullt af gjöfum og var bara alsæl með þetta allt. Elín Hjörleifs frænka hennar gaf krökkunum okkar eitthvað stríðnisdót sem hitti vel í mark hehe... Nú svo var Ingó að spila á Players og ég fór með honum þangað. Það var bara fínt Unnur hans Kidda kom þangað og við dönsuðum aðeins, bandið var gott og það var gaman að horfa á manninn minn spila.

Nú á laugardaginn sváfum við svo bara út og svo var jólastúss og um kvöldið skreyttum við tréið sem var ótrúlega fallegt hjá okkur. Á þorláksmessu keyrði ég Ástu til Eddu Láru frænku sinnar sem kom frá London kvöldið áður. Stoppaði aðeins og kjaftaði við Gyðu mömmu hennar en fór svo heim því Ingó var að spila hjá Sævari Karli milli 3 og 5 með Softones. Ég keyrði hann þangað enda ekki séns að fá stæði í bænum á þessum degi. Svo fór ég á ótrúlegt jólastúss og keypti og kláraði bara sem ég gat fyrir jólin. Sótti svo Ingó rúmlega 5 og við fórum heim og hann komst í ham við að laga til. Planið var að hitta Ingigerði ásamt Sigtryggi, Árna bróður hennar og Yuki niðri í bæ um kvöldið en svo vildi Ingó bara vera heima að tala til svo ég fór í Kringluna að klára að versla. Ásta fór í boð til Stefáns föðurbróður síns sem tók óvænta U-beygju þegar Stefán og Rebekka giftu sig. Ég kláraði að kaupa og fór þvínæst til Sellu og sótti leyfar af tertum eftir afmælið, sótti svo Ástu og fór svo til Lindu sem var með eina gjöf fyrir mig handa Guðnýju sem keypt var úti. Við Ásta stoppuðum um stund þar og það var voða huggulegt þau hjónin bara farin að bíða eftir jólunum. Þegar heim kom var Ingó búin að taka mikið til og við áttum góða stund saman fram eftir nóttu.

Aðfangadagur rann upp ljúfur og fagur og ég upp í Kringlu þar sem ég hafði fattað kvöldið áður að afgreiðslustúlkan í Kiss hafði gleymt að láta eitt af því sem ég keypti í pokann hjá mér. Ég brunaði uppeftir og fékk þetta og svo strax heim. Arndís kom stuttu seinna og náði í jólakortið sitt kíkti í 2 mín með Birnu Rún var á leið til mömmu sinnar. Sella kíkti inn ekki leist henni á draslið í stofunni hjá mér en það var sko allt horfið þegar hún mætti um kvöldið. Ég henti kalkúninum í ofninn og undirbjó hitt og þetta og við Ingó vorum á fullu að tala til og gera fínt. Um 3 leytið fór ég og hitti Erin og náði í ipodinn sem Nicholas kom með frá NYC fyrr um morgunin. Diddi kíkti þangað líka og ég náði að smella á Stínu frænku jólakossi áður en ég fór. Því næst fór ég á Grenimel og náði í pakkana frá Áslaugu systur og hitti Sigyn mágkonu og Eirík hinir í baði eða að taka sig til. Kvöldið var alveg yndislegt hjá okkur, maturinn góður þó ég segi sjálf frá og bara allt svo hátíðlegt og yndislegt. Ingigerður kíkti inn rétt áður en við fórum að borða hún var að koma úr messu og náði í pakkana sína áður en hún fór út í Garðabæ til mömmu sinnar og pabba gaman að sjá hana rétt aðeins. Krakkarnir voru svo góð og skemmtilegt þetta kvöld og allir fengu fullt af flottum pökkum. Ég fékk hálsmen, eyrnalokka og armband frá Ingó ásamt silfurlituðum kjól með belti og bókina Þúsund bjartar sólir. Ég gaf honum gallabuxur og skyrtu, Hugo Boss rakspíra og hring. Þar að auki fengum við helling af gjöfum og þökkum kærlega fyrir það. Ég tek nú kannski myndir af þessu við tækifæri og set á bloggið. Hann Himmi okkar mætti svo rétt um hálf 12 og mikið var nú gaman að hitta hann aftur eftir 2ja ára aðskilnað. En nú bætum við úr því því við Ingó ætlum að vera rosalega dugleg að hitta vini okkar á nýju ári er það ekki Ingó :-). Hann sat hjá okkur fram undir hálf 2 og ég kom krökkunum í rúmið. Þegar hann var farinn vorum við Ingó enn í góðum gír og settum 2 ein niður í stofu og nutum þess að vera í friði og ró. Ingó fór svo að spila fyrir mig á ipodinum fullt af lögum sem honum finnast flott og þegar varð hinn besti endir á yndislegu kvöldi.

Á jóladag var sko sofið út held að klukkan hafi verið um hálf 2 þegar við fórum á fætur. Við Ingó drifum í að þvo upp og krakkarnir fóru að skoða dótið sitt. Svo voru borðaðar leyfar og bara haft það gott. Veðrið var frekar leiðinlegt hríðaði og skyggni lélegt. Ég keyrði Ástu í sitt árlega jólaboð með föðurfjölskyldunni og fór svo og sótti Erin og fjölskyldu og við fórum öll til Þorgerðar sem fagnaði 36 ára afmæli sínu þennan dag. Þar var ósköp kósý eins og venjulega enda orðinn árviss viðburðu að mæta til hennar á þessum degi. Ég var svo komin heim um 7 leytið og þær Ásta og Edda Lára þá líka komnar og við fórum því næst öll til tengdó í hangikjöt. Sátum þar frameftir og horfðum á tv og svo heim með liðið. Við Ingó fórum að horfa á Bridget Jones og borða konfekt nóg af því um jólin hehe...

Í gær komu svo Maddý, Einar, Þorgerður og hennar lið í kalkúnaleyfar. Þetta er orðin árviss hefð hjá okkur og var alveg rosalega kósý. Svo kom Malla í kaffi með strákana og Ássý frænka kíkti líka og dagurinn var bara mjög góður. Ásta gisti hjá Heiði í nótt og þau litlu fóru til tengdó svo við hjúin fengum að vera ein tvö í friði. Skelltum okkur í bíó á The Golden Compass kl 8. Skemmtileg ævintýramynd og fínt að fá að vera bara tvö saman. Þegar myndin var búin fórum við heim til Ingigerðar og Sigtrygg og kjöftuðum fram undir kl 1. Lubbi ekkert smá glaður að sjá okkur og frekar sorgmæddur þegar við fórum heim.

Ég er svo mætt til vinnu í dag eitthvað er nú frekar rólegt og jafnvel verið að tala um að loka kl 2 á morgun ég vona að svo verði. Rauði bíllinn okkar er eitthvað bilaður ég keyrði hann hingað í morgun og það var eins og hann væri í handbremsu allan tímann og svo þegar ég ætlaði heim með hann um kl 9 til að Ingó gæti notað hann þá bara gekk það ekki og hann er fastur hér á stæði fyrir utan. En við erum komin á annan bíl líka Opel Zafira 7 manna fengum hann á rosa góðu verði 375þ árgerð 2000 rosa vel með farinn og ætlum að koma honum á vetrardekk á eftir. Væri til í að vera heima í dag en tek líklega 2 daga í frí í næstu viku. Langar að eiga aðeins meiri tíma með fjölskyldunni. Set svo myndir inn vonandi í dag þangað til hafið það sem allra best.

6 comments:

Anonymous said...

Vei, eg er fyrst! Ekki er nu pakkinn kominn enn. Faum hann ta bara a gamlarsdag, hi,hi. Aldeilis fjör hja ykkur. Vildi sko vera komin. Her er ekki serlega jolalegt ad vanda. Forum i göngutur i gaer. Thad voru jolaskreytingar i svona fimmta hverju husi, lelegt. En eg aetla ekki ad enda aevina her, ekki satt. Svo eg tek jol og skemmtanir bara med trompi eftir nokkur ar, he,he. Sendu mer svo nanari gjafalysingar , alltaf svo gaman ad lesa um slikt. Astar og saknadarkvedjur thin Aslaug systir.

Anonymous said...

Skemmtilegur pistill, ég er enn að hugsa um góða ísinn síðan í gær ;) Takk takk

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Gleðileg jól enn og aftur skvísa. Gaman að heimsækja þig í dag, ofur jólalegt hjá þér og þvílíkt jólatrésskraut (magn og gæði) hef ég aldrei séð!

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilegar samverustundir sl. daga, var alveg að springa eftir átið á annan í jólum. Þakka ykkur Ingigerði fyrir frábæran ís! Veit ekki hvort við förum norður, magapest að hrjá börnin.
Heyrumst...

p.s. Linda þú ættir að kíkja í Litluhlíðina til Hillu og Arnar á jólum, það myndi líða yfir þig - hehe... algjört jólaskrautsævintýri þar!!

Anonymous said...

Gleðilega rest vinkona, alltaf nóg að gerast hjá þér :) Það hafa verið þvílík rólegheit hér og alveg eins og við vildum hafa það, við komumst reyndar ekki í sveitina en það stendur vonandi til bóta, jafnvel strax á morgun :)

Jólaknús frá Egils

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]