Wednesday, December 19, 2007

jólin að koma

Jæja nett jólastress búið að vera í gangi síðustu daga. Kannski afþví að ég var ekki búin að gera allt á þeim tíma sem ég ætlaði mér. Hugsa alltaf nú verð ég snemma í því en það gerist bara ekki hummm... Nú hvað er helst að frétta jú í dag loksins eftir að vera gengin rúmlega viku framyfir eignaðist hún Svanhildur mágkona mín og hann Sigurður bróðir minn son. Hann var rúmlega 4000g og 53cm og ég sendi þeim mínar bestu kveðjur og hlakka til að fá myndir.

Nú Ingigerður og Sigtryggur komu í mat um síðustu helgi og við spiluðum ásamt þeim Guðnýju og Ástu nýja Party og co spilið það var meiriháttar gaman. Svo vorum við Ingigerður og Ásta í sörubakstri á laugardaginn og skemmtum okkur vel. Ingigerður gerði meira að segja jólaís handa okkur svo nú erum við vel undirbúnar. Á sunnudaginn keypti ég allar gjafir sem áttu að fara norður og það var maraþondagur ekki gaman í roki og rigningu. Nú svo er Ásta búin að vera í prófum svo einhver tími hefur nú farið í það. Svo kom Erin með krakkana á laugardaginn og ég náði í hana á mánudagskvöldið til þess að fara í konfektgerð hjá Möllu. Kíkti inn hjá Stínu frænku í leiðinni og sá bæði Óðin og Kæju ekkert smá sætir krakkar. Þær systur voru allar í konfektgerð og við áttum mjög skemmtilegt kvöld. Ég er búin að kaupa næstum allar jólagjafir á bara eftir að klára börnin mín og eitthvað smá meira. Í gær fórum við Ásta í Kringluna og keyptum jólakjól á hana en Sella gaf Guðnýju föt og Úlfi líka svo ég slapp við það nóg kostar þetta samt. Nú svo var stelpnaboð hjá henni heima hjá okkur í gær þá komu allar stelpurnar úr bekknum nema eins sem komst ekki svo þær voru 8. Þær mættu með nammi og kökur með sér og spiluðu og skemmtu sér og höfðu gaman.

Í dag erum við með litlujól hér í vinnunni byrjar kl hálf 5 það verður bara voða gaman. Svo er stefnt á að hætta snemma á föstudaginn en þann dag á tengdó einmitt afmæli. Svo er loka á aðfangadag og gamlársdag vegna þess að í samningum bókagerðarmanna eru þetta frídagar svo það er lítið fyrir okkur að gera hér sem ekki tilheyra þeirri stétt þar sem við getum hvort sem er ekkert gert þegar þetta lið er í burtu. Jólakortin eiga að fara í póst í dag/morgun koma þá bara aðeins of seint það gerir ekkert til.

Nú ég gleymi vorum með jólasaumó um daginn heima hjá Þorgerði, Fjóla tók nokkrar myndir og sendi á mig en við vorum allar eins og bjánar svo þær verða ekki birtar hér haha.

Nú er Heiðrún mín komin til Kanarý væri alveg til í að vera með henni þegar ég horfi á rigninguna út um gluggann minn.

Mikið sakna ég Brynju minnar, Ingveldar og Rósu í dag ég væri svo til í að vera að fara á kaffihús með þeim á eftir bara til að kjafta og slappa af. Sakna þess að vera ekki að fara í afmæliskaffi í Ásabyggðina þann 1 jan í 36 ára afmæli Rósu ómæ stelpur við erum að nálgast árin 40 hægt og bítandi hehe en samt alltaf svo flottar og ungar.

Sakna hennar systur minnar í Þýskalandi vildi hafa hana mér nær, Áslaug koss og knús til þín.

Svo keypti ég 6+kg af kalkúni þar sem ég reikna með Þorgerði og co ásamt Maddý, Einari og Ássý í leifar þann annan í jólum. Eins gott að þið mætið annars verð ég að borða þetta fram að páskum hehe...

Langar að klára sem mest í dag/morgun og eiga helgina í fríi bara til að borða smákökur og vera með manninum mínum og börnum. Ingó er á Players á föstudaginn og ég ætla að skella mér með honum hann er svo flottur við settið, lang flottastur híhí...

Jæja núna er ég hætt þessu í bili koss og knús til allra sérstaklega til þeirra sem eru svo langt í burtu frá mér.

11 comments:

Anonymous said...

Já mín kæra, það væri ekki slæmt að vera að fara á kaffihús með ykkur þremur gells.
Ég er að leggja lokahönd á jólakortagerð og verð voða glöð þegar ég hef lokið því af - þá finnst mér allt eiginlega búið þegar þau eru komin af stað.
Jólaknús, Ingveldur.

Fnatur said...

Til hamingju Þórdís með nýja frændann.
Vona að helgin og jólin verði yndisleg og rigningalaus hjá ykkur :)
Kærar jólakveðjur :)

Anonymous said...

Til hamingju með litla frændann og bestu jólakveðjur til ykkar allra :)

Vorkveðjur frá Egils :)

Anonymous said...

öööö telst það að vera langt í burtu frá þér ef maður er í efra Breiðholti... :) p.s. til lukku með frændann :)

Anonymous said...

Til hamingju med fraendann og hafdu thad sem allra best yfir jólinn:)

//Ellen

Kristín E. said...

Til lukku með litla frændann :o) komnar 3 myndir á síðuna hennar Svanhildar, algjör dúlla :D
Þið kannski kíkið í heimsókn um jólin, alltaf velkomin.
kv
Kristín
ps... jólaleikur á http://www.gogogic.com/jolagogo2007/

brynjalilla said...

gleðileg jól elskan, hefði svo sannarlega viljað ná góðu spjalli við þig og mínar bestu, en okkar tími mun koma, verðum að reyna að samstilla okkur svo við náum góðum mómentum í sumar þegar við komum á kaldann klakann. Til Lukku með stóra strákinn!

Anonymous said...

Knus fra okkur i hitanum a Kanari... fardu nu ad blogga....

Anonymous said...

Loks ad lesa bloggid, her er tölvuvandamal.Skermurinn a fartölvunni biladur, og sa gamli notadur i stadinn. En tha get eg ekki notad gömlu tölvuna, sniff, sniff, og kann ekkert a thessa nyju, sem er lika ekki med isalenska stafi. En i dag (27.) er buid ad panta nyjan skerm, jibbi.Takk fyrir ad hugsa til min-- ekki nefndi nu hann Diddi okkur Margreti i sinu frettabrefi arsins 2007, er sko verulega modgud, hi,hi. Bestu kvedjur Aslaug.

Anonymous said...

[p]The particular many new good hair days purple straightner [url=http://www.ghdsale4uk.co.uk]ghd straightener[/url] features added sleek throughout layout . Affordable Lilac GHD locks Straighteners, every person can't ignore that . She was willing,and I was sure shed catch up with the rhythm of the bar,but for tonight,Arlene and I had to [url=http://www.ghdsale4uk.co.uk]ghd straightener uk[/url] take up the slack . Featuring its general voltage technique,it may be [url=http://www.ghdstraighteners4u.co.uk]cheap ghd straighteners[/url] utilized across the world and can instantly modify for optimum efficiency anywhere you are . Rubble pile faraway from your digital passes, the desert outdoors the city insures an area faraway from your mbt tembea [url=http://www.cheapghd4u.co.uk]cheap ghd straighteners[/url] sky is vast, the much less there may be 5 rectangular kilometers of rolling hills, together the cactus tree than a tall tree, is essentially a common shelter the players . well,it appears like ghd precious gift set may quite possibly be positioning on their own just like a attractiveness brand . Today, you can possibly uncover a moncler jacket within our lives, that is definitely why so loads of individuals [url=http://www.ghdsale4u.co.uk]ghd hair straighteners sale[/url] want to obtain additional moncler most women jackets on the internet shopping . Its technological innovation is based on heating . Hatred of the gods are not intended for.[/p][p]Their faith, and [url=http://www.ghdsale4u.co.uk]ghd hair straighteners[/url] faith and hard work, but for all their efforts, and hurt is their god . o Always purchase from on the web merchants which have a Verisign logoo Look for people outlets which give the most reasonable shipping and dealing witho Look for offering models affiliated to Better Business BureauGHD, a name synonymous about the many years with have confidence in, type, good quality & reliability . [url=http://www.ghdsale4u.co.uk]ghd sale[/url] So . there are numerous very good looking locks straighteners types for a lot of women along with Japanese locks snuggle isn't apparent, soft prolonged head of hair round the encounter to produce a grab, that was ghd australia shop a smaller refreshing beauty, shoulder-length locks across the encounter . If you missed a spot, you can return and conduct GHD straightening . Mythical tales have even referred to such [url=http://www.ghdstraighteners4u.co.uk]ghd outlet[/url] creatures as preceding dragons . ghdhairstraightenersoutlets . Fortunately, he was busy so the fry do not think that Time magazine sad to ghd radiance see it to drink coffee and unknowingly working hours.[/p]

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]