Monday, December 10, 2007

Jólin nálgast

Jæja ég ætlaði að vera búin að kaupa allar gjafir og gera öll kort á þessum tíma en eins og venjulega þá er ég ekki búin að því. En vitið þið hvað ég ætla heldur bara ekkert að stessa mig yfir því ég fer í það núna næstu daga að klára gjafirnar og kortin fer ég að gera í vikunni og þetta reddast allt. Ingó minn er búinn að skila af sér öllu varðandi kennslufræðina og ef það hefur blessast þá er hann bara búinn. Ásta er í prófi í dag og morgun svo ætti hún að fara að sleppa.

Helgin var góð, fengum Ingveldi, Simma og börn, Lindu, Ása og dætur og Lólu og Hrafnhildi í mat á föstudaginn. Það var alveg frábært að hitta þau öll vantaði bara Rósu mína og Brynju til að þetta væri fullkomið. En við áttum notarlega kvöldstund saman, Linda nýkomin heim og Ingveldur gengin upp að hnjám í búðum hehe.. Lóla alltaf í stuð :-). Nú Ingó átti að vera í fríi alla helgina en viti menn hringir ekki Bergur úr Buffinu í hann og biður hann að koma og spila með sér og Pétri á Amsterdam jibbí jei mikið varð ég glöð eða.. Á þessum blessaða stað er spilað frá kannski 3 hálf 4 og til 6 á morgnana svo ég var ekki að hoppa yfir þessu. En peningur er peningur eins og mér var vandlega bent á svo hann fór. Ég keyrði hann um kl 1 niður eftir og ætlaði bara aðeins að líta inn með honum fara svo heim og sækja hann þegar hann væri búinn og róta trommunum í bílin. En nei þegar ég kem þangað hverjir eru þá mættir aðrir en þeir tvíburar Freyr og Geir, síðar mættu þeir Gunni Sig og Rögnvaldur gáfaði og þar með var ég komin á svaka kjaftatörn og kl orðin 4 áður en ég vissi af og þá tók því ekki að fara. Þar fyrir utan mætti hann Fúsi hennar Arnhildar og við bara héngum saman allt kvöldið. Og til að toppa þetta allt þá hitti ég hann Denna fyrrverandi hennar Affíar svo þetta varð ansi áhugavertkvöld og eftir ball rótuðum við og vorum ekki komin í rúmið fyrr en hálf 8 um morgunin.

Nú á laugardaginn var svo jólahlaðborð á salatbarnum hjá honum Ingvari. Allt Greifagengið mætti þangað því okkur var boðið og þeir spiluðu eftir matinn fyrir gestina. Maturinn bara æðislegur eins og alltaf hjá Ingvari og ég búin að bíða síðan í fyrra eftir að fá koníaksbættu lifrarkæfuna hans sem er himnesk og ég varð ekki fyrir vonbrigðum frekar en í fyrra. Það komu allir nema Gunni Hrafn sem var að vinna á Herjólfi og fastur í Eyjum. Gunna hans Bjössa kom eftir Bjögga tónleikana og Beta koma aðeins seint líka. Þetta var bara alveg rosalega fínt kvöld gaman að hitta alla og enduðum á að fara ásamt Vidda og Hugrúnu heim til Jóns Inga og Rannveigar og sátum þar til kl að verða 2 þá heim.

Í gær var ég að versla og reyna að klára eitthvað sem ég á eftir að gera. Var frekar þreytt eftir helgina og svo var Ásta að læra undir próf sem er nú ekki gaman. Vona að vikan verði bara næs og bíð spennt eftir að lítill frændi eða lítil frænka komi í heiminn hjá þeim Sigðurði og Svanhildi en hún er skrifuð í dag. Gangi þér vel elsku mágkona.

7 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig í jólasaumó annað kvöld ;)

Anonymous said...

alltaf nóg ad gera hjá thér mín kaera....
èg aetla nú ad reyna ad koma kortunum af thessa vikuna og thá er ekkert svo mikid eftir ad gera nema ad kaupa gjafir handa börnunum mínum en thad geri ég yfirleitt rétt fyrir jólin :)

Hafid thad gott !

brynjalilla said...

hefði verið gaman að vera með ykkur, en okkar tími mun koma á ný vittu til. Gangi þér vel í jólaundirbúningi og njóttu!

imyndum said...

Sakna ykkar líka ;)

Njóttu jólarundirbúningsins

kossar
Rósa Rut

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Takk kærlega fyrir okkur elsku Þórdís :) Var ánægjulegt að hitta Ingveldi og fjölskyldu í leiðinni.

Anonymous said...

Nú finnst mér vera tími komin á nyja faerslu, eda ertu alveg á fullu í jólaundirbúningi?

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]