Thursday, December 6, 2007

Ég er heppin því í lífi mínu er lítill gullmoli sem svo oft tekur utan um mig og segist elska mig. Hann er sá blíðasti sem ég þekki og kemur endalaust og segir við okkur að við séum bestu foreldrar í heimi. Stundum langar mig að halda honum endalaust og knúsa hann. Hann er oft mjög fullorðinn í málfari sínu en samt svo mikið litli sonur minn. Hann hefur veitt mér endalausa gleði í gegnum tíðina og þann dag sem hann bættist í hópinn varð fjölskyldan fullkomin.

Úlfur á Spáni 2006

Ég er heppin því ég á fallega 10 ára dóttur. Daginn sem hún fæddist breyttist allt í lífi mínu og til að byrja með var ég ekki viss hvernig ég átti að taka á því. Þó hún sé músin litla í skólanum þá er hún með eindæmum sjálfstæð og dugleg. Hún var langfyrst af börnunum mínum til að byrja að mata sig og klæða. Hún er klár og skemmtileg og elskar að syngja. Hún elskar okkur pabba sinn meira en allt annað í heiminum og daglega fæ ég koss á kinn frá henni og hún segist elska okkur hvað getur móðir beðið um meira.

Guðný í ferðalagi upp í Seljahjallagil sumarið 2007

Ég er heppin því þegar ég var tvítug breytti lítið barn lífi mínu. Þetta litla barn er orðið ung stúlka í dag. Hún hefur alla tíð verði mjög ákveðin og vitað hvað hún vill en hún hefur líka alltaf verið mikill dundari og listamaður í sér. Hún er fyndin og skemmtileg en getur líka rokið upp en er yfirleitt fljót niður aftur. Mér þykir óendalega vænt um hana og ég vona að hún viti að það er ekkert sem ég myndi ekki gera til að passa upp á hana og vermda.

Ásta í Heiðmörk vetur 2007

Þetta eru ljós lífs míns og eftir því sem maður eldist gerir maður sér betur og betur grein fyrir því hvað skiptir máli og hvað ekki. Ég er rík það er nokkuð ljóst og ég myndi ekki vilja lifa mínu lífi án þeirra.

Spánn sumarið 2006

En það er fleira sem gerir mig ríka og hamingjusama í þessu lífi. Ég er heppin því ég á besta mann sem hægt er að eiga. Við erum búin að vera saman í næstum 14 ár og ganga í gegnum súrt og sætt. Hann er besti vinur minn í öllum heiminum og án hans er ég bara hálf manneskja. Það tekur mann stundum langan tíma að átta sig á hvað það er sem við raunverulega viljum og hver við raunveruleg erum en þegar við náum því markmiði er leiðin bara uppá við. Hann er ótrúlega þolinmóður við mig og hann er ótrúlega skemmtilegur og það besta er að við getum talað um allt. Með hann mér við hlið finnst mér ég getað sigrað heiminn. Ég elska hann af öllu hjarta og óska þess heitast að fá að eldast með honum.

Ingó í nóvember á Vélsmiðjunni á Akureyri

Ég og Ingó saman á leið í leikhús vetur 2007

Ég er líka heppin að eiga góða stórfjölskyldu, bestu vini sem hægt er að hugsa sér í öllum heiminum, þak yfir höfuðið og búa við kærleika og ást það er eitthvað sem við getum aldrei tekið sem sjálfsögðum hlut. Svo óska ég þess að þið hafið það sem best á aðventunni ég verð með kaffi á könnunni ef þið viljð líta inn og vona bara að sem flestir geri það.

15 comments:

Anonymous said...

Ég er líka heppin að leiðir okkar lágu saman á unglingsaldri. Ég er heppin að fyrstu kynni okkar urðu ekki þau einu ;-) og að við fengum annað tækifæri sem heldur betur hefur orðið að vinskap fyrir lífstíð. Hlakka til að sjá þig á morgun elsku Þórdís,
þín Ingveldur.

Anonymous said...

Ok ég veit ég er væmin en ég varð alveg klökk þegar ég las þetta.... ha ha ha Stórt knús til þín frá mér, hlakka voðalega mikið til að sjá þig og blaðra við þig á þriðjdaginn.

Thordisa said...

Sömuleiðis elsku Ingveldur það að kynnast mér var ein af mínum happastundum í lífinu. Sjáumst hressar á morgun.

Thordisa said...

Já og sömuleiðis Heiðrún hlakka mikið til að sjá þig hugsa oft um hvað það líður langur tími á milli þess sem ég hitti þig elsku vinkona.

Anonymous said...

Ég verð að taka undir með Heiðrúnu, ég fékk alveg tár í augun við lesturinn. Mikið er gott að geta sagt fólkinu í lífi sínu hvað það er manni mikilvægt ;)

brynjalilla said...

Takk elskan fyrir þennan sólargeisla. Þetta er það sem lífið snýst um, fjölskyldan og vinirnir. Svo lengi sem þessar stoðir eru tilstaðar í tilverunni þá getur maður brosað framan í heiminn, takk fyrir að vera hluti af því sem fær mig til að brosa!

Unknown said...

Mikið var þetta fallegt kæra vinkona og ég er sammála þér að með aldrinum finnur maður betur hvað skiptir máli :)

Stórt knús frá tárvotri Egilsfrú :)

Anonymous said...

I love you too!!!!

Thordisa said...

Mikið er gott að eiga svona dásamlega vini :-)

Kristín E. said...

Gott að heyra hvað þér líður vel þessa dagana :o) er einmitt á leiðinni heim að knúsa gullmolana mína og á leiðinni út á brunsleða :D
Heyrumst

Fnatur said...

Ég tek undir með það með hinum að fá nokkur tár í augun við að lesa yfir þetta.

Eða eins og sagði í gamla textanum "hamingjan er best af öllu sköpunarverkinu"

Anonymous said...

já thad komu nokkur tár hérna í Sverige líka og ég teku ndir med Thórunni ad madur finni meira hvad virkilega skiptir máli eftir thví sem madur eldist :)
Takk vinkona fyrir góda faerslu!

Anonymous said...

Mikið svakalega er þetta fallegt blogg hjá þér Þórdís mín :D Hlakka til að hitta þig í kvöld :D

Anonymous said...

Mamma taktu myndina af mér ástu og úlfi af og láttu nýja ég er gg skrítin á henni (og líka hinni)

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]