Wednesday, December 5, 2007

Örstutt

Desember kominn og ég er búin að vera svo upptekin bæði í vinnu og heima að ég hef ekki haft tíma til að blogga. Til að stikla á stuttu þá er Ingó að klára lokaverkefnið sitt í kennslufræðinni og situr núna sveittur við það heima. Ásta er í prófum og Guðný tók eitt próf í þessari viku. Guðný er reyndar búin að vera meira og minna kvefuð og veik síðan við komum að norðan svo hún var heima næstum alla síðustu viku og inni í skólanum síðan. Ingó var að spila í brúðkaupi niðri í KSÍ á laugardaginn og ég hringdi því í Friðborgu hans Péturs og hún og krakkarnir komu í heimsókn á meðan þeir stilltu upp. Planið var að Ingó tæki svo Pétur með sér heim í kaffi og ég bakaði skúffuköku og við Guðný bökuðum bollur. Nú Unnur hans Kidda K kíkti aðeins á okkur en þurfti að fara áður en við drukkum. Nú til að gera langa sögu stutta þá bara kom Ingó með alla hljómsveitina með sér og allar konur þeirra líka og börn svo þetta var bara hið mesta stuð. Við gerum þetta alltof sjaldan það er nú málið. Hitti á Sigyn og Didda í vikunni hef ekki séð þau lengi og nú eru þau í Danaveldi að kaupa jólagjafir. Ingigerði hef ég ekki hitt síðan ég veit ekki hvað þetta er bara ekki hægt og nú fer hún til USA í dag og ég dauðöfunda hana!! hehe.... Kíkti á Lólu á laugardagskvöldinu og við horfðum á Bridget Jones no 2 og skemmtum okkur vel. Bekkjarkvöld hjá Úlfi í gær þar sem hann kynnti verkefnið sitt sem var um silunga vel við hæfi. ekki satt. Linda mín kemur heim frá Bretlandi í dag hlakka mikið til að hitta hana og svo vona ég að Ingveldur sé að koma um helgina hef reyndar ekki fengið það staðfest. Eignaðist fyrsta Munda design kjólinn minn í vikunni og er geðveikt flott í honum og ætla að taka mynd og setja hér á bloggið mitt.

Þið sem eigið eftir að gera jólakort þá er að opna jólakortavefur hjá okkur í Gutenberg kíkið inn á síðuna okkar www.gutenberg.is og þetta er stór sniðugt og kostar ekki svo mikið.

Annars er það bara að byrja að jólast og hafa það gaman sem byrjar þegar Ingó minn er búin að skila af sér ritgerðinni sinni. Gangi þér vel ástin mín!

6 comments:

Anonymous said...

Gangi þér vel Ingó með ritgerðina:-)
Núna getur þú hætt að kvarta Þórdís, ég er búin að blogga:-) Sjáumst næsta þriðjudag í jóla og banastuði....
Knús Heiðrún

Anonymous said...

Þabbara svona, Mundi design og alles...En veistu hver á afmæli í dag? Já einmitt, Knútur ísbjörn í Berlin Zoo!! Er það ekki gaman!!

Anonymous said...

Blessuð gamla mín!
Hér með staðfestist suðurferð um helgina. Förum eftir vinnu á fimmtudeginum og eyðum föstudegi og laugardegi í Rvk og nágrenni en förum þá í Sandgerði síðustu nóttina. Reynum nú að hittast, þó ekki væri nema í brjálæðinu í búðunum hehehe.
Heyri í þér, Ingveldur.

Anonymous said...

Best ég komi og setji sigti á klósettið hjá þér!!! Þarf maður ekki nánast að **** gulli til að eiga fyrir Munda design fötum ;) Hér eru lakkrístoppar í ofninum, hvernig væri að kíkja í kaffi við tækifæri ?? Kv. Malla léttruglaða

Anonymous said...

Arnhildur - hahahahaha...
Það er auðvitað mjög gaman!!

Thordisa said...

þetta kemur á óvart kjólinn er ekki yfir 2 tugum svo það er nú bara gott verð á kjól :-) kíkið bara í Kronkron og skoðið ég er allavega rosalega ánægð með hann. Já Malla ég þarf að komast í kaffi til þín er bara búin að vera í próflestri endalaust með börnunum eða hugsa um hann Ingó minn sem er að klára sitt verkefni. Mikið verð ég fegin þegar þetta er búið.