Monday, January 7, 2008

Helgin liðin

Þá er fyrsta helgi nýs árs liðin. Við hjónin ætluðum að taka því rólega á föstudaginn og horfa á video og vorum búin að leiga okkur mynd og koma okkur þægilega fyrir þegar Pétur úr Spútnik hringir í okkur. Hann og Friðborg áttu 11 ára brúðkaupsafmæli og aldrei þessu vant með pössun fyrir börnin sín og sátu á Sólon og spurðu hvort við vildum kíkja. Við náttúrulega ekki að skorast undan og skruppum til þeirra. Enduðum síðan á Næsta bar til kl 4 um nóttina en þá keyrði ég Friðborgu og Pétur heim og vini þeirra upp í Mosó! Sofnaði seint og um síðir en var vöknuð hálf 12 þar sem von var á Erin og co í síðbúin hádegismat. Bauð einnig Þorgerði,Kristínu og Möllu og þær mættu allar og Þorgerður tók Helgu og Dag með sér. Kaja var frekar ánægð að hitta Guðnýju og Helgu og lék við þær í margar klst. Diddi og Sigyn komu líka ásamt Friðriki svo þetta var heljarhópur sem kom til mín. Tókum fullt af myndum og set þær inn um leið og ég drusla mér í að setja inn jóla og áramótamyndir :-). Nú um kvöldið var svo jólaboð með Greifunum heima hjá Jóni Inga og Rannveigu vorum mætt um kl 8 þanngað og það var 100% mæting sem var gaman og meira að segja Kiddi bílstjóri náði að borða með okkur áður en hann þurfti að mæta til að vinna á Bubba tónleikunum. Maturinn kom frá Ingvari á Salatbarnum, bestu var nú eftirrétturin nammi. Svo var bara mikið spjallað og hlegið og haft gaman. Fórum svo niður í bæ að hitta Ingigerði, Sigtrygg, Árna og Yuki á Apótekinu um hálf 2. Þar var auðvitað komin mega röð og við ekki að nenna því en með góðum samböndum var okkur komið fram fyrir VIP röðina það er nú ekki að spyrja að því hehe ekki get ég nú sagt að Ingó hafi fílað það. Við vorum svo þarna í klst nenntum þá ekki meiru og fórum heim. Sunnudagurinn fór í að sofa út og slaka á að mestu leyti. Í gær var ég rosalega dugleg bakaði æðislegt brauð úr spelti og kúmen og ég veit ekki hvað. Eldaði og þreif og var bara í dugnaðarkasti. Mottóið er að reyna að elda sem mest og kaupa sem minnst af óhollustu mat! Fórum meira að segja snemma í rúmið (11 hehe) sem gerist nú ekki oft. Hrökk svo upp kl 1 við að Ásta kom upp hágrátandi. Hún hafði í svefni teygt sig upp í glugga og rekið sig í glas sem þar stóð. Glasið datt beint í hausinn á henni og rúllaði bak við rúm og mölbrotnaði. Hún fann auðvitað aðeins til en var að ég held mest í sjokki yfir að vakna upp við þetta. Ég var nú smá stund að ná mér niður.

Svo er saumó í kvöld vona að ég sjá þær sem flestar.

7 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilegt kvöld og góðar veitingar, enn og aftur...
Dagný - þú misstir af sherry-tiffle! (berist rétt fram...)

Anonymous said...

já ég veit nú ekki betur en að ég hafi litið inn þarna á laugardaginn líka :)

Thordisa said...

gleymdi ég því ussu suss var orðin hálfrugluð þegar ég var að skifa þessa langloku mína hér með leiðréttist það að þú og Birna Rún komuð líka :-)

Kristín E. said...

Takk fyrir mig í gær :o) gott að hitta klúbbinn aftur á nýju ári
Nú langar mig bara í meira sherry-triffle :þ

Anonymous said...

Mig langar líka í meira triffle!!! Mega gott alveg hreint :) Takk takk

Anonymous said...

Bíddu hvar eru myndirnar sem þú ert alltaf að lofa???

Anonymous said...

Hvernig væri nú að senda smá af þessu umtalaða triffle norður til mín, ha? Ég væri sko alveg til í að smakka! Og ég sendi samúðarkveðjur til Ástu!!