Friday, February 12, 2010

sól

ég hef ekkert að blogga um svo ég á ekki von á því að það verði mikið skrifað hér í vetur. Skólinn er leiðinlegur þar sem fögin sem ég er í eru að drepa mig og ég nenni þessu ekki. Ef ég væri ekki hálfnuð myndi ég líklega hætta. Tilhlökkunin er þó sú að næsta vetur er ég meira og minna í valfögum og skrifa BS ritgerðina mína með Andreu minni og það verður bara gaman. Ég er að reyna að vera dugleg í ræktinni og það lufsast einhver grömm af manni en ég mætti vera enn duglegri en það er lítill tími með stórt heimili og skólann og allt það.

Fórum í bústað til Didda um daginn og það var næs og svo keppti Úlfur í fimleikamóti á Selfossi sömu helgi og hans hópur í hópfimleikunum varð í öðru sæti svo allir glaðir. Ásta er að læra á bíl og gengur bara vel og Guðný er glöð að vera búin að fá Jasmín aftur heim frá Indlandi.

Góða helgi

3 comments:

Anonymous said...

Bara halda áfram í skólanum, búin með allt of mikið til að hætta og svo verður þetta liðið áður en þú veist af. Vorum að borða hangikjöt úr sveitinni, og þvílíkt sælgæti. Buðum Sibba og Hafdísi í mat, hefur staðið til lengi, og létum semsé verða af því núna. Annars allt gott, mamma og pabbi bærileg, allt under control eins og sagt er. Kv affí

Anonymous said...

Leiðinlegt ef þú hættir alveg að blogga. Mér finnst gaman að lesa það sem þú skrifar. Vorönnin er alveg að verða hálfnuð og þá getur þú sagt að það sé bara einn vetur eftir.
Hafðu það gott bið að heilsa.
Kveðja, Lóla

Thordisa said...

Lóla þú átt að vera á facebook þegar þú ert í útlöndum þá væri ég alltaf að skrifa eitthvað hjá þér!!! Farðu nú að opna síðu....