Thursday, May 15, 2008

Laugaskóli og fleira skemmtilegt

Jæja það var Eurobandið á laugardaginn þvílíkur troðningur. Byrjuðum á að fara í heimsókn til Péturs og Friðborgar og hafa það gott þar. Vorum svo mætt til Þorgerðar um hálf 12 og keyptum miðana áður en við fórum. Gilli og Malla voru þarna líka og við skelltum okkur öll á Players og áttum gott kvöld. Á sunnudaginn var nú meira og minna bara verið að slappa af. Affí, Elli og Valdemar komu svo öll í kvöldmat til mín og ég gerði mexíkanska kjúklingasúpu. Svo var planið að fara að horfa á video með Ingó en þá sendi Friðborg sms og þau Pétur voru á leiðinni á Sólon til að fá sér einn drykk og við auðvitað ákváðum að hitta þau þar. Sátum með þeim til að verða 2 en fórum þá öll heim. Á mánudaginn tókum við herbergið hennar Guðnýjar í nefið og það var bara hreinlega öllu skipt út nema rúminu. Núna er hún með skrifborðið hennar Ástu og hillu frá henni og við erum búin að taka allt dót úr herberginu hún vill ekki neitt dót. Allt Bratz og þannig komið í kassa og upp í geymslu. Svo litla barnið mitt vill bara verða unglingur hehe nei en þær Jasmín eru bara alltaf úti að leika. Þær eru úti að hjóla, í sundi, í lautarferð eða með tombólur svo þær hafa engan tíma til að leika inni. Við fórum með svona 6-7 poka af rusli út í tunnu og svo tók ég fataskápinn hennar í gegn líka og þetta fór svo allt í sorpu næsta dag. Nú á bara eftir að klára herbergi Ástu og þá er þetta nú að verða ansi gott. Svo var saumó á þriðjudaginn hjá Unu og þangað fór ég með fullan poka af fötum handa Möllu og gaf svo spariskó af honum handa Unu, Heiðrún fékk 2 utanyfir flíkur handa Kareni og Sigga tók líka og svo fékk Kristín glingur handa Ingibjörgu prinsessu svo þetta fór nú allt í góða endurvinnslu. Það var gaman í saumó vantaði bara Fjólu og Dagnýju en við hinar skemmtum okkur vel. Það var auðvitað mikið rætt um Laugarhittingin sem er á laugardaginn á Players. Eða við sem erum 20 ára gagnfræðingar hittumst þar á undan svo koma bara allir sem vilja á ballið og þar spilar Ingó með Spútnik svo þetta gæti ekki verið betra. Annars bara gott að frétta mamma og pabbi verða hér fram á laugardag en fara þá að skíra fyrir Sigurð og Svanhildi uppi á nesi. Ég er búin að fara í 3 trimform tíma og er enn lifandi hehe og ætla með Ingó í ræktina í dag. Veður er æði og ég hef þetta ekki lengra í bili.

10 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að hitta þig á laugardaginn skvís :-) þetta verður bara skemmtilegt

Kv Dagný

Anonymous said...

Ég var handviss um að nú væri gleðipistill þar sem sólin lét loksins sjá sig í gær (og nær enginn vindur). Varla minnst á veðrið í nýjustu færslunni - ekki einu sinni þegar það á það svo fullkomlega skilið!
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Joke!!

Systa

Anonymous said...

ohh mikid vaeri ég til í ad vera ad koma líka med ykkur á laugardaginn... en svona er thetta thegar madur er ad flytja!!

Kristín E. said...

Takk fyrir síðast :o) mikið hlegi í saumó eins og vanalega. Ingibjörg var hæstánægð með glingrið, ég sagði þeim að þetta væri fyrir þau bæði og Þorlákur gekk hér um með bláa perluhálsfesti og hauskúpuhring alveg í skýjunum... hún með ca 10 armbönd á annarri hendi og hringa á nánast öllum fingrum :o)
TakkTakk frá þeim

Thordisa said...

já auðvitað er þetta handa honum líka ef hann vill og flott að hauskúpuhringurinn var með með hehe

Thordisa said...

Já Systa ég klikkaði gjörsamlega á þessu hvað er í gangi :-)

brynjalilla said...

greinilega samt sól í sinni, það e rþað sem skiptir mestu, bara nokkra vikur í hitting gella, hey systa verður þú fyrir norðan eitthvað í sumar, væri ekkert smá gaman að hitta þig, við Tóta verðum í góðum fíling á Akureyri, ég frá 8 júní-29 júní
puss

Anonymous said...

Sjáumst hressar á morgun sæta mín:-)
Endalaust knús

Anonymous said...

var ekki gaman hjá ykkur í gaer?? Mikid hefdi ég verid til í ad koma!!

Anonymous said...

Komin mánudagur og ekkert nýtt blogg??
Takk fyrir góða skemmtun á laugardaginn sæta mín:-)