Þá er helgin liðin og hún var bara alveg frábær. Mamma og pabbi fóru á laugardaginn upp á Nes að skíra og það gekk bara allt vel. Ég eyddi deginum með Heiðrúnu, Dagnýju, Unu og Hrefnu í Kringlunni. Keypti mér kjól fyrir Laugamótið sem var um kvöldið og tösku fann ég í Smáralind. Það var rosalega gaman að hitta stelpurnar og máta og máta og enda svo á Café Blue eða hvernig sem það er skrifað. Ingó fór á Players að stilla upp og tók hádegismat með strákunum úr bandinu. Nú svo var það bara að bruna heim og taka sig til og vorum við Ingó mætt á Players rétt upp úr kl 7. Það var hreinlega ótrúlegt að hitta alla aftur sem maður hefur ekki séð í næstum 20 ár. Maður þurfti aðeins að stoppa og horfa á fólk til að vera viss um að þekkja það. Flestir lítið breyttir aðrir aðeins meira (eins og ég hehe). Það var alveg frábært að hitta hana Róshildi mína sem ég hef verið í litlu sambandi við undanfarin ár en nú skal verða breyting á því. Þórdís Jóna kom að sjálfsögðu í svaka stuði og þær Sísí mín og Sibba sem hafa verið með mér í að skipuleggja þetta Laugamót voru hressar og kátar. Lóla mætti síðar með nýja gæjan með sér og hann fær bara mína bestu einkunn get ekki sagt annað. Lóla go go :-). Við vorum öll úr Mývatnssveit þarna nema Sölvi sem var á sjó. Viðar hef ég ekki séð í mörg ár en hin eitthvað meira. Svo auðvitað kom fullt fullt af góðu fólki sem var með okkur í skóla eins og Heiðrún, Dagný, Una, Íris, Össi, Gísli Torfi, Ásgrímur og fleiri og fleiri og ekki var hvað síst gaman að hitta Huldu dóttur Dúdda og Beggu sem ég hef ekki séð síðan ég var krakki. Hún kom með Systu vinkonu minni úr Mývatnssveit en þær voru saman á Laugum. Og ég segi bara eins og Heiðrún sagði maður bara snéri sér við og þá þekkti maður einhvern. Enda vorum við búin að auglýsa þetta ekkert smá vel. Senda tölvupóst á fólk, stofan grúppur á Facebook og ég lét Ingó senda fréttatilkynningar á útvarpsmenn og það höfðu þónokkrir frétt af þessu skemmtilega móti okkar. Þannig að það kom hellingur sem kom sér svo vel fyrir okkur Ingó þar sem hann var að spila og allir græddu. Planið er að hittast aftur eftir 5 ár og gera eitthvað skemmtilegt en jafnvel hóa liðinu við og við saman á kaffihúsi eða eitthvað og þá koma bara þeir sem komast. Saknaði Margrétar vinkonu minnar Baldvinsdóttur og vona að hún komi næst! Var dauð í fótunum þegar við komum heim og það var sofið út á sunnudaginn langt frameftir. Segi bara við þá sem mættu á laugardaginn takk fyrir frábært kvöld!!!!!
Nú fyrir utan þetta þá er ég búin að vera að læra með krökkunum undir próf og er komin með prófkvíða hehe en þeim er nú bara að ganga vel. Ingó er ansi upptekinn í þessari viku með hinum og þessum böndum enda svo flottur þessi elska að allir vilja vinna með honum ;-).
Eurovision er um helgina kannski maður hói í einhverja í mat. Ingigerður og Sigtryggur eru komin frá Asíu og ég á eftir að sjá myndir hjá þeim og hlakka mikið til. Ef þau eru ekki upptekin á laugardaginn þá kannski dreg ég þau hingað.
Hef þetta ekki lengra í bili. Set myndir seinna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Takk fyrir síðast ljúfan, þetta var alveg frábært :) Þarf að æfa upp í mér djammaran fyrir næsta hitting, það er alveg á hreinu! Stefni þá á að vera ekki með ársgamlan grísling í jaxlatöku.. hehe..
Knús úr austrinu :)
Alltaf sama fjörið. Sumir bara fæddir undir heillastjörnu. Bestu kveðjur Áslaug systir.
magnað alltaf gaman að hitta gamla félaga
Gaman að verða 20 ára gagnfræðingur þótt það hljómi skelfilega...
Þórdís mín...málið er í þínum góðu höndum, þ.e. "hittingur" gamalla Skútustaðaskólanema :) Það væri gaman að smala saman nokkrum árgöngum, og ég skal mæta :)
Hæhæ,
það er alltaf svo mikið fjör í kringum þig og nóg að gera.. dáist að kraftinum í þér kona...
Hlakka til að hitta þig í hverfinu okkar..
kv. Edda í Englandi (eins og er)
Laugaskólahvað?!!-Arnhildur
Frábært að Ásta sé búin að finna eitthvað, sem hana langar í. Hún fær það þá með þeim gömlu í júlí. Góða helgi, Áslaug systir.
Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína Þórdís mín. Greinilega alltaf nóg að gera hjá þér og þínum.
Nú er júní bara handan við hornið og mín byrjuð að setja niður í töskur:)
Endilega settu inn nokkrar myndir frá Laugahittingnum -svona fyrir okkur sem búum svona langt í burtu!
Bestu kveðjur frá Þýskalandinu, Aldís
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment