Tuesday, March 11, 2008

Hún á afmæli hún Ásta, hún er 15 ára í dag

Hún á afmæli í dag....


Elskuleg dóttir mín er 15 ára í dag getur það verið að tíminn hafi liðið svona hratt. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar þær Affí systir og Maddý móðursystir mín komu mér upp á spítala til að eiga hana. Ég kom frá Reykjavík deginum áður og það var nú stællinn á minni. Ekki búin að þyngjast nema um kannski 6-7 kg sem sagt rétt tæplega 60kg humm og á þvílíku hælaskónum og nýðþröngum rósakjól hehe ekki alveg þau óléttu föt sem ég notaði þegar ég var ófrísk af Guðnýju og Úlfi. Nú planið var að nota vikuna sem ég átti að eiga eftir þar til barnið fæddist í að vera með Ingveldi og Rósu. Það átti að fara að sjá Rósu leika og við ætluðum sko út á djammið en en en... þrýstingur í fluginu kom öllu af stað og hún Ásta mín kom viku fyrr en ætlað var. Hún hefur nú líka alltaf verið ákveðin stúlka!

Hér er Ásta töffari í Þýsklandi 6 mán gömul

Friðrik og Ásta

Ásta og Aldís

Ásta og Halli


Ásta og Margrét úti í Þýskalandi

Ásta, Ingó og Guðný lítil

Rakel,Ásta,Sigga Bogga og Auður ekkert smá sætar

Ásta prinsessa

Árshátíðin í fyrra Ásta í miðjunni svaka sæt


Svona lítur hún svo út í dag 15 ára gömul. Núna erum við að fara út að borða með henni hún er búin að eiga sólríkan afmælisdag og seinna ætlar hún að halda veislu fyrir vini sína. Til hamingju með afmælið elsku dóttir.

15 comments:

brynjalilla said...

til lukku ásta mín, man eftir þér krílinu á fsa og mömmu þinni ljómandi af stolti. þú ert glæsileg stelpa og svona líka flink í að taka ljósmyndir, haltu áfram að elta draumana þína
knús frá Brynjulillu

Anonymous said...

Til hamingju með dótturina, gaman að sjá allar þessar "ninety's" myndir :)
Kíkju svo sjaldan á bloggið þitt, ég greynilega fann á mér að þetta væri merkisdagur í þinni familíu :)
kossar og knús héðan, ég sé þig nú í sumar verð á Ísl í júlu.
b.kv. Ásdís

Anonymous said...

Til hamingju með Ástu.Þetta er ekkert smá falleg stelpa sem þú átt. Mjög gaman að þvi að sjá myndina af þér í denn:O)Eitthvað svipaðar myndir af mér með minn frumburð líka,babyface

Kv.Gyða

Anonymous said...

Til hamingju með skvísuna þína, þið eruð jafnfallegar þú og hún:-)
Knús á ykkur báðar

Anonymous said...

Sæl Þórdís. Það var agalegt að geta ekki hitt á þig um helgina því "gamla" (ég) var að vinna :( En til hamingju með sætu stelpuna þína, ég á eina sem verður 15 ára 28.des :)Þær eldast og stækka en við eldumst ekki lengur um eitt ár og stækkum ekki heldur á neinn veg :)

Thordisa said...

Takk elskurnar mínar. Ásdís gaman að sjá komment frá þér og við verðum að fara að heyrast meira þetta er nú ekki hægt. Já Gyða maður var sko babyface með meiru hehe nýorðin 20 þó eldri en þú varst með þitt fyrsta skvísar.Auður við hittumst næst og ég býð þér á ball!

Kristín E. said...

Til lukku með gærdaginn Ásta :o) gaman að sjá myndasyrpu af þroskaferlinu :o)

imyndum said...

Til hamingju báðar tvær

Kossar
Rósa Rut

Anonymous said...

Til hamingju með dótturina. Manni fannst eins og við systur værum í tvíburaleik í DEN TID. Báðar úti í Þýskalandi með dúllurnar okkar. Margt brasað skemmtilegt og við stóðum okkur vel í öllum dramatískum fjölskyldumálum, bæði þýskum og íslenskum. Mannstu þegar við fórum með þær í bæinn, mannstu-, mannstu,-----. Endalausar endurminningar.Og núna eru þær næstum fullorðnar og fara að fara að heiman. En ég held að við séum heppnar og fáum að fylgjast vel með þeim fram eftir ævinni. Það er vissulega ekki alltaf svo gott smband. Takk fyrir samveruna með ykkur fyrir 15 árum.
Þín systir Áslaug.

Anonymous said...

Til hamingju með daginn Ásta. Allt of stutt síðan Maddý bjargaði þér frá að lenda í klósettinu á FSA. Ég gerði víst lítið gagn þarna, en sá þig á undan mömmu þinni hí´hí. Njótið dagsins. Kv að norðan, affí og co

Anonymous said...

Ubs! það er víst kominn 12mars og afmælið í gær.. Þúsund kossar í tilefni gærdagsins frá gömlu frænku.Kv affí

Thordisa said...

Þakka hlýlegar kveðjur og Áslaug mín það var yndislegt hjá okkur fyrir 15 árum í Þýskalandi.

Anonymous said...

Til hamingju með stóru dótturina!! Æðislegar myndir! kveðja Arnhildur

Anonymous said...

Til hamingju med flottu stelpuna thína, alveg frábaerar myndir :)

Anonymous said...

Elsku systir. Flug og gisting eru allt of dýr fyrir okkar smekk. Við plönum þetta bara fyrr og betur næst. Sleppum þessu núna. Sorry en ekki er hægt að gera allt.
Þín Áslaug.