Það er sko sannarlega kominn vetur. Úti er 5 stiga frost og snjór yfir öllu. Reyndar er veðrið ótrúlega gott og enginn vindur sem er gott þar sem Ingó er að bera út í dag. Við fórum saman í ræktina á mánudaginn það var gott að koma sér aftur af stað eftir jólin. Fór reyndar í heilsufarsmælingu um daginn og út úr því kom að ég var ekkert búin að bæta á mig, ekkert að blóðsykri, blóðþrýstingi né kólesteróli svo ég er nú bara nokkuð sátt. En þarna í Laugum höfum við verið að fara í hraðhringinn sem nú er því miður búið að breyta svo mikið að ég veit ekki hvort við ætlum að halda áfram að vera í honum. Ingó er allavega farinn að finna sér tæki inni í sal til að bæta við. En svo má ekki gleyma að hann keypti um daginn nýja skíðavél og magaæfingabekk svo við hljótum að slá í gegn þegar nær dregur sumri hahaha..
Í gær fórum við á flakk eftir vinnu hjá mér. Skruppum í Hljóðfærahúsið þar sem Ingó er aðeins að spá í að kaupa sér nýtt trommusett. Þar hitti ég fyrir Gunnu Hauksdóttur úr Garði í Mývatnssveit sem ég hef ekki séð í mörg ár. Hún er að vinna þarna og mér finnst hún nú ekki hafa breyst mikið. Ása systir hennar er að vinna í sama húsi og ég og ég sé hana stundum hér á ganginum. Við þurftum auðvitað að blaðra á fullu. Nú eftir þetta rendum við til Gunna trommara í Greifunum sem var að laga einn trommudisk fyrir Ingó og þaðan fórum við til Bogga að sækja bílin okkar sem var að koma úr einni viðgerðinni enn. Ég keypi svo Opelin heim en Ingó fór á þeim rauða til að tékka hvort allt væri komið í lag. Nú mig var svo farið að lengja eftir honum og reyndi að hringja í hann en hann svaraði ekki og ég fékk á tilfinninguna að eitthvað væri að. Svo loksins hringdi hann og viti menn hafði þá ekki einhvað útlendingsgrey keyrt á hann. Sá var algjörlega mállaus á bæði íslensku og ensku svo Ingó þurfti að hringja í verktakafyrirtækið sem hann vinnur hjá og þeir ætla að hittast í dag og gera skýrslu saman. Ég hefði nú kallað á lögguna og gert það strax!
Svo erum við bara að plana helgina en ég er búin að fá bústað Didda og við ætlum að fara þangað á laugardaginn og taka Pétur og Friðborgu ásamt börnum með okkur. Planið er að eiga góða stund og reyna að plana sumarfrí sem við ætlum okkur að taka saman og helst á Ítalíu. Svo við hlökkum mikið til. Í dag er svo vonandi síðasti tannlæknatíminn get ekki sagt að ég hlakki mikið til.
Þið ykkar sem kíkið á síðuna mína endilega skiljið nú eftir komment svo ég sjái hverjir eru á ferli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
ég er ávallt á ferli :) veit samt ekki hvort ég fari út úr húsi í þennan kulda... mmmmmmmmmmmm sumarbústaðurinn hans Didda...
já við þurfum að bregða okkur saman þangað við tækifæri dobla Didda til að bjóða okkur saman þangað!
Langaði bara að kvitta, ert þú ekki alveg ógurlega dugleg við að kvitta líka??? ha ha ha hmmm
Alltof langt þangað til við sjáumst næst.... Knús og kossar og þú ert best að sækja okkur á laugardaginn:-)
Kvitt kvitt :) er orðin frekar stressuð fyrir ferðalaginu mínu, hugga mig við það að eftir sólarhring verður allt búið! :)
Kveðja úr 10° frosti.....
Þórunn
Hæ Þórdís mín. Ég er alltaf að kíkja. Ætli ég kommenti ekki svona í 10 hvert skipti...þarf að taka mig á í því ;)
Ferlega eruð þið annars dugleg í ræktinni.
Ég kvitta nánast í hvert skipti sem ég kíki hér við, svaka dugleg ;) Kvitt kvitt
Nú þarna komst upp um þig! Bústaðarferðin ekki fyrr en á laugardag ;) Jæja þú heiðrðar okkur nú með að borða með okkur á fös þó þú viljir ekki skemmta þér með okkur! >Kvittkvitt Ingigerður
Nu,nu--bara Italiuferd med vinafolki. Var ekki meiningin ad hittast i Stokkholmi í familiudvöl med gömlu systur, hm,hm. Eins gott ad madur lesi bloggid. Goda helgi i draumabustadnum. Bestu kvedjur ur rokinu, Áslaug systir.
Post a Comment