Jæja smá tími síðan ég bloggaði síðast ég verð að fara að standa mig betur í þessu. Nú Ingó spilaði inn á plötu hjá Herberti Guðmundssyni í vikunni sem leið það fór meira og minna allur föstudagurinn í þetta en þeir kláruðu líka svo að segja allt. Hann var komin heim um 10 og við áttum bara voðalega notalegt kvöld saman. Ég skellti mér í klippingu og litun til Auðar mömmu hennar Karenar vinkonu Ástu. Hún vinnur á Greiðunni og er frábær hárgreiðslukona. Hitti þar fyrir Lalla flugmann á Flugfélaginu og Geir Ólafs átti áhugaverðar samræður við þá um Tommy Lee og fleira hehe. Á laugardaginn þurfti Ingó svo að mæta í rót kl hálf 11 því það var ball á Players um kvöldið. Ég fór með Guðnýju upp í Borgarleikhús því hún er byrjuð í sönglist þar voða gaman. Var mætt með hana rétt um kl 12 og fór svo og náði í Ingigerði og við brunuðum upp á Nordica og ég keypti mér einn tíma í rætinni og spainu með henni. Vá hvað ég er búin að sakna að æfa þarna þetta er svo miklu huggulegra en Laugar það er nú ekki hægt að segja annað. Enda erum við Ingó mikið að spá í að splæsa á okkur korti þarna næsta vetur. Nú ég hef ekki farið í ræktina síðan í byrjun des svo þetta var fínt spark. Tókum vel á því og á eftir fengum við dásamlegt herðanudd í pottinum og fórum í gufu og slökuðum á í litlu lauginni. Svo þetta var bara æði. Nú um kvöldið fóru Guðný og Úlfur til Sellu og Ásta fékk Siggu vinkonu sínu og Tönju til sín í gistingu. Ég keyði þær í bíó og sótti svo aftur rétt um kl 10. Við vorum líka með Lubba alveg frá 5 og þangað til ég sótti þær skvísur í bíóið þar sem Ingigerður og Sigtryggur voru á árshátíð Icelandair. Skrítið að vera ekki með þar í ár. Við Ingó eyddum góðum tíma í að kaupa lög inni á Itunes en ég keypti prepaid itunescard í USA síðast þegar ég fór. Við skemmtum okkur þrælvel við þetta og máttum varla verið að því að taka okkur til fyrir kvöldið. Keypum 50 lög og erum búin að setja þau inn á ipodinn okkar. Við vorum svo mætt um 11 á Players ekki voru nú margir til að byrja með en það rættist úr því. Ingó, KK og Pétur spiluðu pool og voru allir í miklu stuði. Pétur var að koma af þorrablóti karlaklúbbsins síns og var mjög hress hehe... Ég átti svo vona á Heiðrúnu og Jóni þegar árshátíð Icelandair væri búin og rétt um kl 1 hr hún í mig og ég sótti hana niður í Laugardalshöll. Með þeim voru Karítas og maðurinn hennar Rúnar. Alltof langt síðan ég hef hitt Karítas svo það var frábært að þau skyldu koma með. Við dömurnar skelltum okkur svo bara beint á dansgólfið og dönsuðum lengi skemmtum okkur vel á meðan Jón Smári og Rúnar spiluðu pool. Heiðrún var alveg stórglæsileg í svörtum flottum kjól með hárið uppgreitt. Ég dró þær svo bakvið á eftir sagðist vera komin með 2 grúpppíur hehe Ingó fannst Heiðrún líka alveg stórglæsileg sem og þú varst elskan :-)Ingó söng í fyrsta skipti lag sem hann hefur verið að æfa. Það er eldgamalt 80´lag með gamalli glisrokksveit. Hann söng það ekkert smá flott mér fannst hann alveg æði!!!!! Ég fékk svo rokkprik hjá strákunum eftir ballið þar sem ég rótaði trommunum með Ingó er bara orðin nokkuð góð í því. Svo keyrði ég KK, Pétur og Kein ásamt Ingó út á Select og þar var fengið sér að borða. Frekar fyndin athöfn sem er orðin eins og helgisiður eftir ball á Players. Eftir það keyrði ég þá alla heim.
Næsta morgun vakti Ásta mig kl 11 ég var ekki mjög hress enda lítið sofin en hún þurfti á skautaæfingu og það var viðbjóðslegt verður. Svo ég fór og keyrði hana niðureftir er voða ánægð að hún sé farin að æfa og henni finnst það frábært. Hún tók eitthvað próf þar sem hægt var að fá 6 eða 7 skautanælur og hún fékk 3 sem er voða gott þar sem hún er bara búin að fara í 3-4 tíma. Það þýðir að hún má taka þátt í einhverjum mótum. Nú á ég bara eftir að kaupa skauta á hana svo hún þurfi ekki að fá lánaða í höllinni. Svo sótti Ingó hana um kl 1 og þau litlu í leiðinni. Ég druslaði mér á fætur og um kl 2 komu Arnhildur vinkona og Ágústa Dómhildur dóttir hennar í heimsókn. Við Arnhildur áttum góðan dag sátum og kjöftuðum og hlustuðum á tónlist og sungum með og það endaði inni í vinnuherbergi þar sem hún spilaði á hljómborðið og við sungum með báðar. Alveg eins og þegar við vorum að vinna í Gretti með leikfélagi MA hérna í denn. Var nú frekar þreytt í gær en við hjónin sátum og kjöftuðum saman um stund alltaf gott að eiga smá tíma ein í friði þegar allir eru sofnaðir.

Tekið rétt fyrir jólin
3 comments:
saet og atorkusöm eins og alltaf. love
Brynja
He he þú breytist ekkert...alltaf nóg að gera. Ekki nema von að við hittumst lítið erum báðar alltaf eitthvað á trilljón!!
Förum að bæta úr því ;-)
Kv. Linda
Greinilega nóg að gera um helgina eins og alltaf :o) Gaman hvað þú ert dugleg að blogga þessa dagana :D
kv
Kristín í vinnunni
Post a Comment