Thursday, January 17, 2008

Löt og þreytt

hæ er nú ekki hætt að blogga en er bara búin að vera þreytt og löt. Þetta blessaða myrkur er ekki beint að íta undir að ég sé hress og lifandi hehe.. Svo þetta er bara stutt í dag áttum góða helgi fengum Caroline vinkonu mína frá London í mat ásamt Ingigerði og Sigtryggi. Caroline kynntist ég í gegnum ÍT ferðir. Enduðum niðri í bæ á Rex með Andrési og Helgu og allir skemmtu sér svona líka vel. Svo erum við bara búin að vera að taka til, ganga frá eftir jólin, laga til í fataskápum og annað svona smotterí sem við höfum þurft að gera. Framundan eru plön um að fara í ræktina og taka sig aðeins í gegn og það er bara gott mál.

Það sem mér finnst hræðilegast núna er að hún Anna vinkona mín Stefánsdóttir sem vann hjá mér hjá Icelandair liggur alvarlega veik á sjúkrahúsi úti í Hollandi. Hún fór að heimsækja dóttur sína sem býr þar og fékk um síðustu helgi vírussýkingu og að mér skilst varð mjög veik og er komin í öndunarvél og er bara vart hugað lífi. Svo kom í ljós að hún er með streptókokka í blóðinu og líffærin eru farin að gefa sig. Anna er frábær kona og hún er baráttukona sem hefur gengið í gegnum ótrúlegustu bakveikindi sem ég veit um. En alltaf hefur hún staðið upp aftur og mætt til vinnu og lítið hefur hún kvartað. Við vorum saman á herbergi bæði í ferð Viðskiptasölunnar til London haustið 2005 og eins til Boston 2006. Anna tók mig strax undir sinn vermdarvæng, við þekktumst síðan á ÍT ferðum og ég kunni afskaplega vel við hana og hjá Icelandair urðum við mjög nánar og ef ég þurfti á hjálpa að halda þá var hún alltaf til staðar fyrir mig. Auðviðtað minnkaði sambandið eftir að ég hætti en ég heyri þó í henni rétt fyrir jólin. Þetta kennir manni að fresta því ekki að hafa samband við fólk sem manni þykir vænt um. Elsku Anna þú ert í öllum mínum bænum þessar stundirnar og ég bið að þér eigi eftir að batna og að þú komist ósködduð frá þessu öllu.

Þessi bæn er fyrir þig elsku vinkona.



Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir þinni (minni)

4 comments:

Anonymous said...

Vona að það líti betur út með vinkonu þína mín kæra

Bestu kveðjur frá Egils

Anonymous said...

Já maður er eitthvað agalega latur við að blogga núna eftir jólin, en ég hlakka til að sjá þig eftir helgina:-) Knús

brynjalilla said...

vonandi fer allt á besta veg hjá vinkonu þinni þórdís mín, farðu vel með þig!

Anonymous said...

Gaman ad sjá thg aftur á blogginu og baráttukvedjur til vinkonu thinnar.