Annars er það helst að frétta að ég er búin að vera lasin í 2 daga með hálsbólgu, hausverk og smá hita. Ætla nú að drusla mér í vinnuna á morgun nenni ekki að hanga heima lengur. Er þó skárri í dag en ég var í gær svo ég hef aðeins verið að dunda mér við að laga til í myndunum okkar í tölvunni. Hér eru t.d. myndir sem Ásta tók af okkur Ingó um síðustu helgi þegar við vorum á leið í leikhúsið með Vidda og Hugrúnu áður en hann ákvað að fara að góma hjólaþjófa.


Annars er svo sem lítið að frétta ætla að fara með Ingó á Sauðárkrók á laugardaginn hann er að spila þar. Þetta er bara ein nótt svo ég ætla að skjótast með. Veðrið er ógeð rigning og rok svo það er ágætt að þurfa ekki að vera úti. Ingó er að spila á Oliver í kvöld með Softtones verst að gera ekki farið með honum þangað. Annað ekkert fréttnæmt.
13 comments:
Segi bara enn og aftur " love is in the air" :) Frábærlega gott ;)
mikið eruð þið falleg
takk eskurnar mínar....
Er það svo bara Players í kvöld??? ha ha ha, vildi bara kvitta fyrir mig og commenta á þessar fínu myndir af ykkur:-)
Flottar myndir af flottu pari:)
Vonandi batnar thér fljótt!
Kvedja frá Sverige!
komin í vinnu Heiðrún eigum við að kíkja á Players???
Veðrið úti ógeðslegt, rigning og rok...það er allavega ekki snjókoma og hálka hjá þér! Á maður ekki að líta á björtu hliðarnar, og bara áfram Ingó!! Hetjan mín, he is the new mighty mouse-my hero!! Er hann kannski búinn að horfa of mikið á Heroes, nei nei aldrei hægt að horfa á of mikið á það!!! Kveðja frá MyndAk
Á ég kannski að hitta þig á Sauðárkróki ???
Rifja upp stemminguna á Blönduósi forðum ..... :D
já komdu Ingveldur!
Elsku Þórdís, var bara að lesa hjólasöguna núna, úff, en eftir stendur hetjan Ingó, sem lætur ekki fara illa með sig. Þið eruð sætust ;)
Bíd spennt eftir nýrri faerslu:)
Takk fyrir sömuleiðis kæra vinkona, alltaf gott að að koma til þín ... og ekki skemdi íslenska lambalærið fyrir ;)
kossar
Post a Comment