Thursday, October 25, 2007

vikan

Það má nú segja að ég sé löt að blogga hef bara ekki skrifað lengi lengi. Skrapp með Ingó á Players á föstudaginn ætlaði ekkert að stoppa en ílengdist svo þar sem ég hitti vinnufélaga minn og lenti á kjaftatörn við hann. Vöknuðum snemma á laugardeginum og skelltum okkur á Krókinn með Spútnik. Allir fóru með bílnum nema Kiddi K og Unnur því Kiddi var að sjá um árgangsmót á Króknum og það var nú ástæðan fyrir ballinu. Gistimál klikkuðu svo við Ingó leigðum okkur lítin rosalega sætan sumarbústað bakvið hótel Tindastól. Allt úr viði og voða kósý. Svo var okkur boðið í mat til Kalla Jóns sem er fyrrum trommari Herramanna (vinur Stjána söngvara og Kidda K). Hann og Guðný kona hans búa í litlu sætu húsi á Króknum og þangað fórum við öll nema Kiddi K og Unnur sem voru í mat með árgangsliðinu. Mætt voru líka Árni og Hófí frá Reykjavík vinir þeirra og það kom í ljós og sonur þeirra hafði verið með Ástu á leikskóla. Boðið var upp á lambalæri og meðlæti sem var alveg rosalega gott. Svo var farið inn í stofu og setið yfir eftirréttum og drukkið gott með því. Við Ingó fórum svo um hálf 11 og lögðum okkur hálf þreytt eftir fyrra kvöldið. Krakkarnir voru hjá tengdó og Ásta hjá vinkonum sínum. Mamma og pabbi voru enn í Reykjavík en fóru á sunnudeginum heim. Svo við vorum bara róleg þarna saman tvö. Kl rúmlega 12 mættum við á ballið. Það hitti ég Unni hans Kidda og við vorum saman út ballið enda er hún alveg frábær stelpa. Nú það var stappað á Hótel Mælifelli sem var gott fyrir buddun okkar hehe... Þegar ballinu lauk voru hinir meðlimir bandsins búnir að fá nóg og eftir rót komu Kiddi Einars og Pétur með okkur Ingó upp í kofann okkar litla og sæta og ræddu þar málin fram til kl 7. Nú gott var að sofna og þar sem það var ekkert stress að skila húsinu næsta dag þá sváfum við út og pöntuðum okkur pizzu og höfðum það næs. Ákváðum svo að fara ekkert heim með strákunum enda fóru þeir alltof snemma að okkar mati heldur fengum far með Kidda K og Unni og fórum ekkert fyrr en hálf 6 í bæinn. Var nú frekar þreytt á mánudaginn get ég sagt ykkur.

Nú á þriðjudaginn var saumó hjá Siggu Dís. Rosalega huggulegt hún var með mexíkanska kjúklingasúpu og bauð svo upp á kökur og nammi á eftir Sigga mín takk fyrir frábært kvöld. Allar mættar nema Dagný og Fjóla. Það var að venju mikið hlegið og spjallað og þetta var meiriháttar skemmtilegt kvöld. Stelpur gleymdum að ákveða hver á að halda næst!!!

Nú helstu fréttir úr líkamsræktarmálum eru þær að eftir mikinn dugnað og mikinn aga þá hef ég komist niður úr tölunni 70 og eitthvað... Mældist 69,90kg í dag í Laugum það þýðir að um 8kg eru fokin og ég segi bara húrra fyrir sjálfri mér!!!!!!!!! :-) Nú held ég bara ótrauð áfram og þá verður nú gaman að fara í kjólin um jólin.

Helgin nálgast planið að borða með Ingigerði og Sigtryggi á morgun hér heima hjá okkur. Það verður ljúft höfum lítið hist undanfarið en bætt okkur það upp með emailum og svo á facebook. Allir að koma á facebook. Svo er Ingó á Gauknum þar á eftir og líklega kíki ég á hann. Svo er hann á árshátíð Húsasmiðjunnar á laugardaginn þá verð ég bara róleg heima nema einhver góð vinkona bjóði sér í heimsókn...

Skelli hér inn nokkrum myndum úr keiluferð okkar saumó gella hér í haust.


Fjóla stigavörður klár í slaginn

Malla mundar kúluna


Þorgerður tilbúin í slaginn


Malla í stuði enda vann hún okkur í þetta skiptið



Skvísan í keilu


Og hér er keilugengið Þorgerður, Malla og Fjóla hvar eruð þið hinar hummmmm



Glæsilegar frænkur við Malla saman

13 comments:

Anonymous said...

Hæ skvís, takk fyrir síðast á þriðjudaginn, ótrúlega gaman hjá okkur að venju:-)Já spurning með næsta klúbb, er ekki bara komið að Þorgerði eða Kristínu??

Thordisa said...

jú eða kannski bara mér við þurfum allavega að vera í bandi með þetta.

Anonymous said...

Flottur árangur pæjan þín :) held ég verði að fara að hætta að lesa bloggið þitt, finnst ég svo skelfilega gömul og heimakær þegar ég les um þig!!
Djók... finnst frábært hvað þú ert dugleg að fara með Ingó og skemmta þér líka :)

Bestu kveðjur úr kuldanum og rokinu á Egils :)

Anonymous said...

Vá ég brosi upp fyrir tannhold eins og venjulega hehehehehe. Annars flottar myndir, ég væri til í að eiga svona mynd af mér með keilukúluna ;) Bara rétt að koma því að að ég vann BÁÐAR umferðir!!!

Thordisa said...

ég skal senda þér svona myndir gamla mín

Anonymous said...

Gaman að heyra hvað saumaklúbburinn er duglegur að hittast og meira að segja að fara í keilu...Engir saumaklúbbar hérna í Þýskalandinu en hver veit, kannski maður ætti að reyna að innleiða þetta hér...
Bestu kveðjur og góða helgi, Aldís útlagi.

Anonymous said...

Ps til hamingju með "horfnu kílóin.."
Þú lítur afskaplega vel út.. Aldís

Anonymous said...

Til lukku með árángurinn frænka :-) Þetta er algjör snilld.
Hvað keiluferðina varðar þá var ég löglega afsökuð með vottorð frá lækni og allt.... hehehe
Ef allir verða hressir og kokkalausir þá mætum við mæðgur í næsta saumó. Hlakka til að sjá ykkur

Dagný

Anonymous said...

Til hamingju með daginn elsku Þórdís:-)
Knús Heiðrún

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið kæra frænka - búin að ná mér þetta árið...
Eigðu góðan dag!

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið, hafðu það gott í dag!

Bestu kveðjur, Svanhildur

Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælið ;) Njóttu dagsins.

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]