Tuesday, October 2, 2007

Tvær stjörnur

Rólegt í dag, úti er rigning eins og flesta hina dagana en maður er bara farin að venjast því. Við Ingó fórum í ræktina í gær og tókum efri hluta líkamans. Ég er nú eins og aumingi við hliðina á honum því hann tekur svo rosalega á því og mér finnst ég bara vera í einhverju dútli þarna með honum. En nei nei ég tek líka vel á því og er að berjast við að minnka þennan maga. Tek það á 8 vikna áætlun og hlakka til að sjá í lok nov hver árangurinn verður orðinn þá.

Krakkarnir eru bara hressir áttu frí í skólanum í gær því það voru starfsdagar hjá þeim. Úlfur var hjá Sellu og undi sér vel og svo kom Ormar vinur hans og hitti hann. Guðný gisti hjá Jasmín og þær dunduðu sér saman. Hún er reyndar að drepast í hnjánum þar sem henni tókst á steypast á hausinn í fyrradag og skrapa á sér hnéskeljarnar og hendina. Gengur um með stóra plástra. Ásta var heima í gær og svaf út eins og unglingi sæmir og var svo að læra í gærkvöldi.

Fréttir jú Jóhanna og Garðar áttu stelpu núna í gær til lukku með það. Malla og Össi að fara til Þýskalands á afmæli Möllu væri til í að skreppa þangað sjálf.

Læt hér í lokinn fylgja með texta sem Megast skrifaði og söng á sínum tíma en ég hef verið að uppgötva í fluttningi Ragnheiðar Gröndal sem mér þykir ansi skemmtileg söngkona. Lagið við þetta ljóð er líka alveg frábært en ekki hef ég gaman af því að hluta á hann Megast flytja það en það er enginn sem segir annað en að textinn er snilld.

TVÆR STJÖRNUR

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hver hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

7 comments:

Anonymous said...

Var einmitt að setja þennan Megasar-disk í iPod-inn minn, er komin með 2 Megasar-diska meira að segja og hefði ég ekki trúað því fyrir nokkrum árum upp á mig!
Flott hvað þú ert duglega að rækta líkama á sál :) .
Nú vona ég bara að veðrið haldist svona gott í október svo ég geti keyrt róleg suður í næstu viku....annars þarf ég að vera óróleg ef það er hálka og það finnst engum (lesist Simma) skemmtilegt ... tja nema ég taki með mér hjartastyrkjandi :D það gæti orðið skemmtilegt vííí

Thordisa said...

já það er ekki bara þessi texti sem ég fíla mér finnst margir af þessum textum flottir bara ekki þegar hann syngur ég þoli ekki hann sem söngvara en flottur er hann sem laga-og textahöfundur

Unknown said...

Ég get einmitt ekki hlustað á Megas, finnst hann svo helv.. perralegur alltaf!
Flott mynd af þér skvísa :)

Knús frá Egils :)

Anonymous said...

er ad verda fullnema i thessari tölvu. En vantar islenska stafi. Arnhildur hringdi svo nu sefur madur vel i nott. Alltaf gott ad heyra i thessari elsku. Stefnt a laufabrausgerd a morgun. Mamma buin ad liggja i sjonvarpinu i dag, 3 krimmar, hi,hi. Vard ad ganga ein fra i eldhusinu i kvöld, haldidi ad thetta se nu. Fri a morgun, hurra. Bless Adda og mamma.

Anonymous said...

Já það er nú alltaf gott að heyra í mér, þá sefur maður svo vel! Að vísu myndi ég alveg vilja sofa lengur á morgnana-þarf samt ekki að mæta fyrr en 9 í skólann, þannig að ég ætti kannski ekki að kvarta. En bara go Þórdis go Þórdís!!

Thordisa said...

Sakna ykkar sem eru svona langt í burtu frá mér. Arnhildur rosalega gaman að sjá að þú ert að lesa bloggið. Hlakka til að sjá þig bara sem allra fyrst...

Fnatur said...

Ohhh ég elska Ragnheiði Gröndal.
Spurning um að ég setji þennan Megasar-disk á jólagjafaóskalistann (ó já mín er farin að hugsa til jóla haha).

Hafið það gott í rigningunni.