Það rigndi og rigndi og sá ekki sól við sátum út við gluggan sitt á hvorum stól... Svona byrjaði Kötturinn með höttinn og þessi setning á svo sannarlega vel við þessa dagana því það er bara syndaflóð alla daga. Ekki að það sé að fara neitt svakalega í mig finnst það verst út af krökkunum en bara kósý heima á kvöldin þegar við Ingó erum búin að kveikja á kertum út um allt uppi í sjónvarpsholinu og búin að koma okkur vel fyrir. Maður finnur að vetur er að nálgast og í fyrsta skipti í langan tíma leggst það bara vel í mig. Þó svo það sé erfitt að vakna í myrkrinu þá er svo notalegt að koma heim í rólegheit og að vissu leyti slappar maður bara vel af.
Helgin er að nálgast og það er árshátíð hjá Kvosinni sem á Gutenberg. Ætla að skella mér því Ingó kemst með mér hefði ekki nennt að fara ein. Get ekki sagt að það sé sama stemningin fyrir þessari árshátíð eins og þeim sem ég hef verið að fara á hjá Icelandair. Vantar að hafa stelpurnar til að tala um kjóla, förðun og hár en þetta verður gaman. Því miður er Ingó búin að bóka sig með Inga Val á Amsterdam bæði föstudagskvöld og laugardagskvöld. Þeir byrja ekki að spila fyrr en kannski bara 2 leytið og eru svo þar fram á morgun. Ekki alveg uppáhaldsstaðurinn minn.Hann er svo líka að spila á árshátíð á Nordica svo laugardagurinn verður ansi strembinn hjá honum. Ég nenni nú ekki með honum á föstudaginn en kannski ég sæki hann þegar hann er búinn að spila. Ég var búin að sjá fyrir mér kósý kvöld á föstudaginn en við bara verðum að gera það besta úr þessu jákvæðni út í gegn....
Hef ekki enn komið mér í að setja Amsterdam myndirnar inn en það hlýtur að koma að því. Kannski ég skelli mér í Laugar á eftir maður verður að halda áfram að ná kg af sér....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Alltaf sæt Þórdís mín :)
Hugsa til þín um helgina þegar ég verð á árshátíð í Mývatnssveit - það er spáð norðanátt og slyddu, jafnvel snjókomu ... jejejeiiii
...en, "always look on the bright side of life, lala lalalalalalaaaa"
Takk sömuleiðist eskan... já ég væri nú alveg til í að vera að fara með þér í sveitina mína þangað fer maður alltof sjaldan því miður...
Flott mynd :o)
Þið eruð sætust ;)
Þið eruð voða sæt saman.... er ekki bara spurning um að ég haldi næsta klúbb á þriðjudaginn?? Getur þú ekki hent línu á liðið, ég er ekki með allar adressurnar:-S
Túrílú
p.s ég ætla að hafa gúrkusalat, gúrkutertu og heitan gúrkurétt í boði bara fyrir þig mín kæra.... ha ha ha
Post a Comment