Jæja þá er helgin liðinn og aftur kominn mánudagur. Veðrið í gær og í dag er búið að vera alveg frábært sól, milt og haustlitir fallegir sem aldrei fyrr. Ég keyrði Ingó á Amsterdam á föstudaginn ætlaði ekki að stoppa neitt en Arndís frænka var í afmæli á Domo og við sóttum hana og hún settist inn með mér á Amsterdam og svo keyrði ég hana heim. Það var bara fínt fyrir utan að einn frekar fullur gaur þurfti endilega að koma og spjalla við Ingó og settist svo bara hjá okkur. Hann var s.s. ekki með nein læti en ekki var hann heldur neitt voða skemmtilegur. Furðulegt hvernig fólk heldur að það hafi rétt á að setjast upp á fólk þó það þekki það í útliti. Arndís bara hress hætt að fljúga hjá Icelandair eða þar til hún fær vinnu þar næst sem gæti verið t.d. í mars. Nú ég var komin í rúmið um kl 3 og náði að sofa til kl 6 þá fór ég og sótti hann Ingó minn niður í bæ.
Sváfum út á laugardaginn svo fór Ingó að stilla upp fyrir árshátíð á Nordica. Ég fór í að keyra krakkana til tengdó en þar áttu þau að vera á meðan árshátíð Kvosar (sem á Gutenberg) var. Ég fór í rauða kjólinn minn og verð að segja að ég leit bara ansi vel út en auðvitað klikkuðum við á að láta taka myndir af okkur saman. Nú við vorum svo mætt á Hótel Holt kl hálf 6 en þar var fordrykkur hjá Gutenberg. Skemmti mér bara mjög vel þar og svo kom rúta og sótti okkur og keyrði upp í Gullhamra þar sem árshátíðin var. Matur var góður, skemmtiatriðin voru nú svona la la og svo spilaði Sniglabandið á eftir og mér fannst þeir svona ágætir. Ingó þurfti að fara um kl 11 en svo var hann bara að spila til hálf 2 svo ég skellti mér í taxa og sótti hann á Nordica og við fórum svo saman á Amsterdam. Þegar þangað kom hittum við Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu. Hún var hress og kát og það endaði með því að við tvær vorum bara saman allt kvöldið. Hún er náttúrulega frænka hennar Fríðu frænku minnar í Mývatnssveit. Mér fannst Eva þrælhress og við dönsuðum í fleiri klst saman. Svo hitti ég líka fullt af tónlistarmönnum sem voru að koma úr giftingu Óla Hólm trommara í Nýdanskri svo maður þekkti nokkra þarna. Var orðin frekar þreytt þegar maðurinn minn var loksins búin að spila rúmlega 6. Þá drifum við okkur heim og þegar ég var búin að steykja egg handa honum og stjana aðeins við hann þá lognuðumst við útaf.
Sunnudagurinn fór í að vera þreyttur og gera ekki neitt. En Ingó þurfti að fara að lesa hundleiðinlega grein fyrir skólann svo hann fékk ekki mikla hvíld. Gerðum s.s. ekki mikið í gær.
Hún Dagný vinkona mín eignaðist litla prinsessu í gær. Elsku Dagný og Helgi til lukku með dótturina. Hlakka til að fá nánari fréttir af því þar sem hún Heiðrún var ekki með þetta á hreinu.
Vikan verður bara róleg mamma og pabbi koma á fimmtudaginn en svo er planað að fara í leikhús með Vidda greifa og Hugrúnu á laugardaginn á Pabbann. Annars á svo bara að vera með börnunum og knúsa manninn minn..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
16 comments:
Aldeilis hressandi helgi hjá þér mín væna :) Já við verðum að fá okkur kaffi þetta gengur nú ekki, hvenær ertu búin að vinna á daginn?
viss um að þú hafir verið langflottust í rauða kjólnum þínum, fallega kona, en heyrðu ég var að velta fyrir mér hvort þú hafðir brytjaðan lauk með egginu handa Ingó, "blikk, blikk"
Alltaf hress og kát... gott ad kíkja hérna vid hjá thér og ná sér í smá kraft frá thér :)
//Ellen
Rut mín er búin yfirleitt um kl 4. Svo á ég alltaf gott hádegi hehe eða eins og mér hentar svo það kæmi líka til greina.Brynja enginn tröllalaukur í þetta skiptið og Ellen mín mikið var gaman að hitta þig um daginn.
Jæja Þórdís ertu nokkuð farinn að breytast í undirgefna eiginkonu?skutla karlinum og ná í hann um miðja nótt og elda fyrir hann!!! ji dúdda mía,respect frá mér því þetta gæti ég ekki:-/
kv.Gyðjan
undirgefin með meiru virka ég ekki rosalega á ykkur sem sú týpa hehe... allt gert af ást og umhyggju. Ingó minn hvað segir þú um þetta :-)
Hehehehe nákvæmlega það sem ég var að hugsa, greinilega gert af ást, en vertu bara viss á því að fá svona treatment til baka frá honum Ingó þínum:-)
kv.Gyðjan
Ingó það er áskorun í gangi á þig :-)
hæ mamma, gerðu pasta í kvöldmatinn og farðu inn á mína síðu. Kveðja Guðný
er að grilla brauð :)
Hamingjuóskir til Dagnýjar og Helga :)
Og skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba
Hilsen frá Egils
Nog ad gera. Gott ad veturinn leggst vel i ykkur. Heyrdu pabbi og mamma fljuga ekki a fimmtudag heldur föstudagskvöld. Er thad ekki klart? Reyndum ad horfa a Didda i Videy, en saum bara Yoko pabba til mikillar gledi. Bestu kvedjur mamma og Aslaug
Mér finnst skemmtilegast þegar börnin þín koma með svona æðisleg komment-og Ingó að grilla brauð!! Hvar endar þetta eiginlega?
já ég veit bara ekki hvar þetta endar hehe
Ææææiiii...
Var búin að skrifa athugasemd sem hefur ekki komið inn hjá þér!
Afmælisveisla Hildar og Dags á sunnudaginn kl. 15 - vonast til að sjá þig Þórdís og familíu.
Heyrumst...
[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem
The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]
Post a Comment