Tuesday, August 21, 2007

Strengir í maga, rassi, höndum......

Jæja finn sko vel að ég var að æfa í gær, úff með rosa strengi í efri hluta magans og finn þegar ég hlæ að þar var ég að taka vel á í gær. Sendi hér með orku yfir til Rósu minnar í París í von um að það hjálpi henni við að klára ritgerðina hennar. Fór ekki til Beggu í gær var bara alveg búin á því Malla kíkti í mat með voða fallegar rósir handa mér og eftir það var bara afslöppun. Enda ekkert smá átak að byrja að hreyfa sig þegar það er næstum ár síðan maður gerði nokkuð af viti. Í dag er ég svo bara á fullu að vinna svo er æfing kl 4 í tækjasalnum. Unnur hans Kidda í Spútnik kemur líka og þá tökum við gufuna og pottinn á eftir og fáum þetta dásamlega herðanudd og svo drekk ég þennan líka æðislega próteindrykk (ekki góður) á eftir. Svo ætla ég að baka aðeins því Helga frænka kemur með krakkana sína á morgun í kaffi. Hún fer til Boston á föstudaginn svo það er ekki seinna vænna. Svo langar mig að fara að sjá framan í Heiðrúnu, Sædísi, Gyðu og alla hina sem ég hef ekki séð lengi. Saumó byrjar í næstu viku og ég hlakka mikið til að sjá þær allar. Jæja heim í mat núna kveð að sinni.

2 comments:

imyndum said...

;) takk fyrir orkuflutninginn, hér verður tekið á því fyrir framan tölfuna í dag

Thordisa said...

Var að skríða inn úr ræktinni mætt 6:30 og tók vel á því það rann af mér svitinn vona að þetta skil svo bara góðum árangri!