Wednesday, August 22, 2007

Erin frænka átti son

Hef alveg gleymt að senda henni Erin frænku heillaóskir en hún átti strák Óðinn Nikulas Haynes þann 11 ágúst. Hann var um 15 merkur og 52cm bara stór og flottur. Affa frænka (mamma hennar) er í New York hjá þeim núna og svo er tengdamamma hennar að koma frá Trinidad til að hjálpa til. Hér koma nokkrar myndir af þeim.

Óðinn Nikulas Haynes


Erin og sonur


Nikulas og sonur


Affa amma með Kaju og Óðinn


Kaja og Óðinn sætu systkynin

Erin með börnin sín

litli kútur á heimleið

Hlakka bara til að fá fleiri myndir þegar fram í sækir.

Nú ég var mætt 6:30 í morgun í ræktina tók rosalega vel á og er fínt undirbúin fyrir daginn. En þvílíkt púl he he... Fór líka í gær eftir vinnu og lyfti og naut þess svo að fara í pottinn og hafa það gott á eftir. Skora á ykkur sem eru að byrja að taka hraustlega á því þetta kemur sjálfstraustinu vel af stað!

4 comments:

Anonymous said...

Úff ég tók líka hraustlega á því á mánudag og þriðjudag, og sit hér með strengi .... sem er bara gott mál ;)

Thordisa said...

sit hér og er að sofna he he rólegt að gera hjá mér og þá verður maður þreyttari. Gott hjá þér að taka vel á. Bætti Þorgerði inn í saumólistann hún var inni með eitthvað gamalt netfang

Anonymous said...

Oh þegar þú byrjar í ræktinni þá verður þú svo ofurdugleg, endilega reyndu að smita mig af þessu :D

Kveðja

Fjóla

Anonymous said...

við verðum að fara reyna hittast fljótlega skvísa og guð minn góður er ekki viss um að ég treysti mér að skoða skvísumyndir af okkur hérna um árið (ég hugga mig samt við það að ég var að eiga barn uuumh.....já fyrir næstu ári síðan!! er komin í þvílíkt átak og verð orðin söm fyrir jól trúðu mér! kv.Gyða