Thursday, August 23, 2007

sól og rigning til skiptis

Seinni partinn í gær komu Helga frænka og Doug með Önnur Birnu og Dillan Veigar. Rosa gaman að hitta þau ekki séð þau lengi. Helga sagði mér að þau væru búin að kaupa hús í Boston rétt hjá þar sem þau búa núna og það væri gestaherbergi s.s. ég mætti koma í heimsókn :-) Væri nú nett til í að fara til USA þarf að versla he he... Fór svo með krakkana til Lindu og Ása um kvöldmat þá hafði Ingó verið að hjálpa til við að losa gáminn sem kom með dótið frá USA í gær. Ekki gaman að bera upp tröppurnar í Álfheimunum en með samhentu átaki voru þeir sem þarna voru búnir að bera allt upp. Eftir matinn fór Ingó með krakkana heim og Ási með dætur sínar í sund og þá vorum við Linda einar í fysta skipti síðan hún kom frá USA. Skemmtum okkur við að taka utan af húsgögnum og raða í stofuna fram og til baka, hlægja og rifja um gamla tíma. Linda mín takk fyrir gærkvöldið þetta var frábært. Þegar heim kom voru mamma og pabbi komin. Þau fara með Áslaugu systur til Þýskalands í næstu viku en í dag er jarðarför séra Sigurðs Hauks góðs fjölskylduvinar sem við syrgjum öll.

Eftir vinnu í dag ætla ég að fara að lyfta og hún Ingigerður ætlar að koma með mér. Svo ætlum við að fara í pottinn, gufuna og bara taka dekurpakka. Enda svo á að borða á Vox og svo kl hálf 8 mætum við öll sem erum á námskeiðinu upp í ráðstefnusal og horfum á The secret sem er víst frábær mynd um hvernig þú átt að ná tökum á lífi þínu. Svo dagurinn er pakkaður. Ingó greyið verður hins vegar sendur til Arndísar að hjálpa þeim að flytja svona er þetta alltaf allri á sama tíma að gera allt. Krakkarnir byrjuðu í skólanum í dag svo nú fer rútínan að komast í samt lag aftur.

Hér koma svo nokkar myndir frá Akureyri í sumar.

Elli og pabbi í Litluhlíð


Affí og Áslaug svolítið þreytulegar

Mamma og Klaus

Guðný mín sæta á Akureyri

Mesta skvísan

Sigyn að mála fermingarkertið hennar Margrétar

Eiríkur Hákon og Margrét Wendt

Pabbi átti 80 ára afmæli þann 27 júlí. Hann bauð í hangikjöt heim til Affíar. Hann bauð bara allra nánasta fólkinu sínu þar sem þetta átti ekki að vera svo fjölmennt. Læt hér fylgja nokkrar myndir úr þessu boðið.

Afmælisbarnið


Bibba frænka

Ingó minn

Frænkurnar saman næst alltaf svo dásamlega mynd af okkur!!!

Sætar systur Arnhildur og Margrét

Áslaug systir svaka flott

Mamma fína

Svo eru til fleiri myndir en þær eru á Ástu vél og ég á eftir að setja þær inn. Þetta er allavega gott í bili..

No comments: