Wednesday, August 29, 2007

Líkamsrækt, súpur og samningar

Búið að vera nóg að gera undanfarið. Mætti í ræktina á laugardaginn með Sædísi. Tókum brennslu og svo góðan tíma í pottunum og nuddinu. Rosa næs enda hef ég ekki hitt hana lengi. Um kvöldið var hann Gummi frændi minni sonur Sigynar mágkonu með sína fyrstu tískusýningu þar sem peysulínan hans var kynnt ásamt buxum og kjólum sem hann hefur hannað. Þetta var alveg frábær sýning þó svo hávaðinn hafi verið meiri en góðu hófi gegnir. Á sunnudaginn eldaði ég súpu til að eiga í þessari viku því prógrammið í vikunni er að borða eðlilega fram að hádegi en svo bara vera á fljótandi fæði. Og ekki misskilja við erum ekki að tala um að drekka bara vatn. Heldur taka 3-5 ávexti og mauka þá, taka grænmeti og mauka það og borða svo holla og góða súpu maukaða. Þetta gerum við til að létta á meltingunni og fá fullt af vítamínum og steinefnum. Nú svo fór ég á stúfana með Áslaugu systur, Arnhildi, Margréti og Guðnýju löbbuðum um í Smáralindinni og þær voru svona að versla. Affí og Valdemar komin suður og hann fékk íbúðina sína á görðum í gær. Nú pabbi, mamma, Áslaug og Margrét fóru til Þýskalands í gær og þau gömlu koma eftir 6 vikur. Ég fór til Lindu í hádeginu í gær og hún bauð mér upp á þetta dýrindis kjúklingasalat og speltbrauð og við áttum huggulega stund saman. Annars er það markverðasta úr vinnunni að ég skrifaði undir stóran samning fyrir hönd Gutenbergs við 2B Company. Það er fyrirtæki í eigu Bigga Nielsen og hans Björgvins sem ég vann eitt sinn með á ÍT ferðum. Við vorum s.s að taka að okkur að prenta Sjónvarpsvísi Suðurlands fyrir þá endilega skoðið hér þessa fínu mynd sem var tekin af okkur www.gutenberg.is

Nú svo var saumó í gær hjá Möllu við allar mættar voða gaman mikið hlegið og gott að við erum búnar að starta þessu í vetur.

Svo var ég mætt kl hálf 7 upp á Nordica og þar var tekið vel á svo þetta er allt á góðri leið.

8 comments:

Anonymous said...

Þú ert glæsilegur fulltrúi okkar athafnakvenna. Það var svo gaman að hitta ykkur aftur í gærkvöldi og hlæja. Við erum ótrúlega skemmtilegar :)

Lóla.

Thordisa said...

já þetta var frábært kvöld. Sit hér og borða epli og vinn á fullu þetta er fínt.

Anonymous said...

Til lukku samninginn :) Þú ert meiri pæjan!! Tek undir með Lólu, við erum ótrúlega skemmtilegar.

brynjalilla said...

alveg viss um að þetta sé rétt hjá ykkur með skemmtilegheitin, til lukku með allt sæta mín. Ps: byrja í skólanum á morgun, fiðrildin eru farin að sveima um í mallanum.

Anonymous said...

Mikid ertu dugleg, aetla ad taka thig til fyrirmyndar núna thegar ég er ad byrja aftur ad aefa eftir sumarid!

imyndum said...

Hvað er að frétta úr mælingum? Við fylgjumst allar með og hvetjum þig dátt....

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Það var yndislegt að fá þig í hádegissnarl, ættum að endurtaka leikinn fljótlega.

Anonymous said...

[p]His design works always surprising . Founded by a group of Spanish handicraftsmen in 1846, Loewe belongs to LVMH group now . Gucci name is also found cheap prada handbags on watches as well as perfume . The most important thing to consider if the quality of the bag you require, what do you need it for, in other words? Or what do you want to say about your brand and company? You need to pick these with care since as they will be carrying your message . Nylon bags

Nylon bags may be the lightest bags . The actual purses research such as products you have observed upon a number of additional websites, Prices will also be superb to become proper considerably less compared to 50 % associated with list . You will find additional compared to sufficient websites promoting handbags nowadays . com.[/p][p]As the following bags I want to share with you . I personally love the Maison small shoulder bag in purple and I think the Skye slim laptop bag in Peacock is absolutely divine . To ensure you are able to purchase only from dependable vendor, a good web based auction page has strategy for your needs to examine feedback of each and every vendor . That is [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] impressive . Before introducing these products, the brand comes into my mind firstly . Those days, designer handbags, with their unique yet elegant design and impressive quality of materials, are a great way to make a fashion statement . Many companies, depending upon their marketing approaches, prefer to use printed carrier bags to advertise their [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] brand and message.[/p]