Búið að vera nóg að gera undanfarið. Mætti í ræktina á laugardaginn með Sædísi. Tókum brennslu og svo góðan tíma í pottunum og nuddinu. Rosa næs enda hef ég ekki hitt hana lengi. Um kvöldið var hann Gummi frændi minni sonur Sigynar mágkonu með sína fyrstu tískusýningu þar sem peysulínan hans var kynnt ásamt buxum og kjólum sem hann hefur hannað. Þetta var alveg frábær sýning þó svo hávaðinn hafi verið meiri en góðu hófi gegnir. Á sunnudaginn eldaði ég súpu til að eiga í þessari viku því prógrammið í vikunni er að borða eðlilega fram að hádegi en svo bara vera á fljótandi fæði. Og ekki misskilja við erum ekki að tala um að drekka bara vatn. Heldur taka 3-5 ávexti og mauka þá, taka grænmeti og mauka það og borða svo holla og góða súpu maukaða. Þetta gerum við til að létta á meltingunni og fá fullt af vítamínum og steinefnum. Nú svo fór ég á stúfana með Áslaugu systur, Arnhildi, Margréti og Guðnýju löbbuðum um í Smáralindinni og þær voru svona að versla. Affí og Valdemar komin suður og hann fékk íbúðina sína á görðum í gær. Nú pabbi, mamma, Áslaug og Margrét fóru til Þýskalands í gær og þau gömlu koma eftir 6 vikur. Ég fór til Lindu í hádeginu í gær og hún bauð mér upp á þetta dýrindis kjúklingasalat og speltbrauð og við áttum huggulega stund saman. Annars er það markverðasta úr vinnunni að ég skrifaði undir stóran samning fyrir hönd Gutenbergs við 2B Company. Það er fyrirtæki í eigu Bigga Nielsen og hans Björgvins sem ég vann eitt sinn með á ÍT ferðum. Við vorum s.s að taka að okkur að prenta Sjónvarpsvísi Suðurlands fyrir þá endilega skoðið hér þessa fínu mynd sem var tekin af okkur www.gutenberg.is
Nú svo var saumó í gær hjá Möllu við allar mættar voða gaman mikið hlegið og gott að við erum búnar að starta þessu í vetur.
Svo var ég mætt kl hálf 7 upp á Nordica og þar var tekið vel á svo þetta er allt á góðri leið.
Wednesday, August 29, 2007
Friday, August 24, 2007
The Secret
Jæja komið að helgi síðasti dagurinn í þessari viku. Búin að fara 10x í ræktina síðan í byrjaði í átakinu. Fór í gær upp á Nordica með Ingigerði og ætlunin var að lyfta. En við vorum dregnar í Body Pump tíma sem var bara fínt. Eftir hann fórum við í pottinn og þar fékk ég það magnaðasta nudd sem ég hef fengið lengi. Nuddarinn nuddaði mig í 15-20 mín (og líka Ingigerði)og það var bara ótrúlegt. Á endanum var ég bara orðin dofin í vörum og höndum og þurfti að drekka vel af vatni því mér var orðið svo heitt. En maðurinn losaði líka vel um í öxlunum á mér ég er eins og ný. Fórum svo á Vox og fengum okkur að borða og svo kl 19:30 var farið upp í ráðstefnusal ásamt öllum sem eru á námskeiðunum og horft á The Secret. Sú mynd fjallar um það að þú getur tekið stjórn á lífi þínum með jákvæðum hugsunum. Að þú eigir aldrei að hugsa um neikvæða hluti heldur vera jákvæður og lofa það góða í lífi þínu. Að með huganum getir þú afrekað allt sem þú vilt. Mæli alveg með að fólk horfi á þessa mynd. Var reyndar orðin dauðþreytt þegar heim kom.
Í morgun var það svo upp kl 6 og byrjað að lyfta hjá Gunna kl 6:30 dugleg stelpa. Nú svo er helgarplanið það að mamma og pabbi eru hjá mér og Áslaug og Margrét koma á laugardaginn ásamt Arnhildi. Gummi er með tískusýningu í Loftkastalanum á laugardagskvöldið og ég þangað vona að Þorgerður komi með mér og jafnvel Kristín. Dreg þetta ættingjalið allt með. Nú svo ætla ég að fara á Nordica taka smá lyftingar og svo bara laga til og undirbúa næstu viku.
Hér held ég áfram að setja inn myndir og nú koma myndir úr fermingu Margrétar sem var 28 júlí í sumar.






Í morgun var það svo upp kl 6 og byrjað að lyfta hjá Gunna kl 6:30 dugleg stelpa. Nú svo er helgarplanið það að mamma og pabbi eru hjá mér og Áslaug og Margrét koma á laugardaginn ásamt Arnhildi. Gummi er með tískusýningu í Loftkastalanum á laugardagskvöldið og ég þangað vona að Þorgerður komi með mér og jafnvel Kristín. Dreg þetta ættingjalið allt með. Nú svo ætla ég að fara á Nordica taka smá lyftingar og svo bara laga til og undirbúa næstu viku.
Hér held ég áfram að setja inn myndir og nú koma myndir úr fermingu Margrétar sem var 28 júlí í sumar.



Thursday, August 23, 2007
sól og rigning til skiptis
Seinni partinn í gær komu Helga frænka og Doug með Önnur Birnu og Dillan Veigar. Rosa gaman að hitta þau ekki séð þau lengi. Helga sagði mér að þau væru búin að kaupa hús í Boston rétt hjá þar sem þau búa núna og það væri gestaherbergi s.s. ég mætti koma í heimsókn :-) Væri nú nett til í að fara til USA þarf að versla he he... Fór svo með krakkana til Lindu og Ása um kvöldmat þá hafði Ingó verið að hjálpa til við að losa gáminn sem kom með dótið frá USA í gær. Ekki gaman að bera upp tröppurnar í Álfheimunum en með samhentu átaki voru þeir sem þarna voru búnir að bera allt upp. Eftir matinn fór Ingó með krakkana heim og Ási með dætur sínar í sund og þá vorum við Linda einar í fysta skipti síðan hún kom frá USA. Skemmtum okkur við að taka utan af húsgögnum og raða í stofuna fram og til baka, hlægja og rifja um gamla tíma. Linda mín takk fyrir gærkvöldið þetta var frábært. Þegar heim kom voru mamma og pabbi komin. Þau fara með Áslaugu systur til Þýskalands í næstu viku en í dag er jarðarför séra Sigurðs Hauks góðs fjölskylduvinar sem við syrgjum öll.
Eftir vinnu í dag ætla ég að fara að lyfta og hún Ingigerður ætlar að koma með mér. Svo ætlum við að fara í pottinn, gufuna og bara taka dekurpakka. Enda svo á að borða á Vox og svo kl hálf 8 mætum við öll sem erum á námskeiðinu upp í ráðstefnusal og horfum á The secret sem er víst frábær mynd um hvernig þú átt að ná tökum á lífi þínu. Svo dagurinn er pakkaður. Ingó greyið verður hins vegar sendur til Arndísar að hjálpa þeim að flytja svona er þetta alltaf allri á sama tíma að gera allt. Krakkarnir byrjuðu í skólanum í dag svo nú fer rútínan að komast í samt lag aftur.
Hér koma svo nokkar myndir frá Akureyri í sumar.
Pabbi átti 80 ára afmæli þann 27 júlí. Hann bauð í hangikjöt heim til Affíar. Hann bauð bara allra nánasta fólkinu sínu þar sem þetta átti ekki að vera svo fjölmennt. Læt hér fylgja nokkrar myndir úr þessu boðið.
Svo eru til fleiri myndir en þær eru á Ástu vél og ég á eftir að setja þær inn. Þetta er allavega gott í bili..
Subscribe to:
Posts (Atom)