Loka saumó í gær. Bauð liðinu í mat til mín allar mættar nema Íris og Fjóla og þær misstu af miklu. Eldaði gúllassúpu og bjó til mexíkóst kjúklingasalat. Bakaði svo eplaköku með marsipani og rosalega gott sherry trifle ummm.. Mikið hlegið og margt skemmtilegt rætt. Ákveðið að stofna ferðasjóð til að reyna að fara saman til útlanda ekki næsta heldur þarnæsta haust. Tók fullt af myndum og ætla að setja þær inn á síðuna í kvöld.
Nú annað er það helst að Diddi og co eru farin út og ég er búin að fá bústaðinn lánaðan um helgina og tek þau Ingigerði og Sigtrygg með. Kannski kíkja einhverjir í bíltúr á okkur. Það verður geðveikt að komast í friðsældina við vatnið og ég hlakka mikið til.
Nú annað er að Affa og Kaja eru að koma frá USA og mig langar að hitta þær. Erin kemur ekki núna enda er hún kasólétt og á að eiga í ágúst talar um að þau komi öll næstu jól. Nú svo er Ellen á landinu og það er hittingur hjá Heiðrúnu annað kvöld. Svo það er hreinlega hægt að segja að þessi vika sem meira en pökkuð hjá mér.
Ég er farin að vera miklu öruggari í vinnunni þetta er allt að verða skiljalegra hjúkk sem betur fer. Og viti menn er ekki hann Jakob Smári sem var með Ingó í Síðan skein sól að byrja hér á föstudaginn sem sölumaður eins og ég. Frekar fyndið en ég hlakka bara til að fara að vinna með honum kann mjög vel við hann.
Ásta var á lokaballi í skólanum í gær og á frí í dag og svo einkunnir á morgun. Hugsa sér hún er að fara í 9 bekk næsta vetur og þær Hildur og Þuríður í menntó úff. Guðný og Úlfur eru á sínum síðasta degi í dag og svo einkunnir á morgun. Sem betur fer er sól þó hvasst sé svo þau eru ekki holdvot eins og í gær.
Er svo að fara á fund á Grandhótel á eftir kynning á einhverju sem Capasent gerði fyrir Gutenberg og allir eiga að mæta. Byrjar kl 17 og er er til 19 léttar veitingar og stemning...
Jæja er hætt þessu blaðir kíkið á morgun þá verða komnar myndir..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Já það var sko rosalega gaman í gærkvöldi, bíð "spennt" eftir hrillingsmyndum, tihi, nei annars við erum allar drottningar ekki satt??
Algjörlega mestu drottningar í heimi
Það er bara allt á fullu hjá þér kona. Mikið hefði ég annars verið til í gúllassúpu. Ein af mínum uppáhalds súpum, verst hvað ég nenni sjaldan að búa hana til.
Ertu nokkuð með uppskriftina af eplakökunni með marzipaninu....væri alveg til í eina slíka um helgina ;)
Kær kveðja, Fanney
Jæja gaman að heyra að þér líkar vel í nýju vinnunni. Ég er nú lítið búin að vera á landinu síðan ég hætti hjá Icelandair í mars en ætti að geta rölt og kíkt á þig í "nýju" íbúðina og hver veit nema ég taki pottana með!!!
Bara smá auka hérna Þórdís mín, litli strákurinn minn er nú að fara í mennntó í haust!!! en samt er ég bara 25!!!
Sjáumst fljótlega
Selma
Post a Comment