Sunday, June 3, 2007
Það er bara alltaf helgi.
Það passaði að þegar það var komin helgi þá fór sólin og byrjaði að rigna. Var svona að velta því fyrir mér að fara norður keyrandi með krakkana og Affí. Ingó var á Akureyri svo það hefði passað fínt. En mamma og pabbi voru á Húsavík um helgina og Ásta var að fara í fermingu Heiðar og Hrafnkötlu svo ég fór ekkert. Var rólega á föstudagskvöldinu horfði á mynd með Affí og krökkunum. Síðan hringdi Heiðrún og ætlaði að draga mig á Icelandairhóf í Laugardalshöllinni og vá hvað mig langaði hefði verið frábært að hitta allt liðið aftur en ég var eitthvað svo ómöguleg þreytt með svima svo ég fór ekkert. Á laugardaginn fór Guðný með Jasmín og mömmu hennar í Bláa lónið og við systur ásamt Úlfi brunuðum til Þorgerðar. Affí aldrei búin að sjá nýja húsið svo það var kjörið að drífa sig þangað. Sátum og kjöftuðum heillengi áður en okkur hugkvæmdist að hringja í Möllu sem auðvitað kom brunandi ásamt Einari Erni. Þetta var voða gaman og mikið hlegið. Keyrði svo Affí á völlinn um 5 leytið og kvaddi hana þar. Um kvöldið fór ég með Ingigerði og Fanneyju vinkonu hennar í 8 bíó í Smáralind. Keyrði Úlf fyrst til tengdó og Ásta passaði Jasmín og Guðnýju sem gistu saman hér þá nóttina. Kom heim upp úr 10 og sat og horfði á mynd í tölvunni. Fann flotta slóð og ætla að setja hana við tækifær hér inn sem link á síðunni minni. Dagurinn í dag fór í að skutla og keyra um allt. Guðný fór með Jasmín og frændfólki hennar í bæinn. Ég keyrði Ástu um 2 leytið heim til Karenar og þaðan í veisluna hennar Hrafnkötlu. Fór svo og sótti Úlf og við í Hagkaup að versla. Þaðan keyrði ég hann til vinar síns. Náði að vera aðeins heima og byrjaði að taka herbergið hans í gegn. Um 4 sækja Ástu til Hrafnkötlu og keyra í veisluna hennar Heiðar. Þegar ég mætti að sækja hana og Kareni höfðu Ólöf og Þórhildur bæst í hópinn. Keyrði þær og fór svo aðeins í Bónus og kíkti svo á Ingigerði. Fékk góðar móttökur hjá Lubba sem flaðraði upp um mig og knúsaði mig og kyssti :-) Þaðan heim að ná í Úlf sem var læstur úti og svo í veislu Heiðar. Þar vorum við dregin inn og beðin vinsamlegast að fá okkur kökur því það væri nóg af þeim og að taka með okkur leyfar líka. Hitti þar Ævar pabba Heiðar sem er nýkominn frá Tyrklandi úr íbúðinni sem hann leigir með pabba og mömmu Svanhildar. Svanhildur og Ástþór Örn eru búin að vera í rúmlega viku og Sigurður Ágúst fór til þeirra á föstudaginn. Ekki slæmt það! Hitti ömmu Svanhildar og sá auðvitað meira af hennar frændfólki fyndið hvernig fjölskyldurnar okkar tengjast óbeint. Nú þarna var líka Heiða vinkona Þorgerðar hún og Gréta mamma Heiðar eru náfrænkur. Hún er alltaf svo fín og sæt. Hilmir sonur hennar var með henni og ég held að hann og Úlfur hafi varla hist síðan Hilmir skipti um skóla en þeir voru saman í bekk og léku oft saman. Nú Ingó kom heim um 8 og ég kláraði að taka herbergið hans Úlfs í gegn. Og nú ætla ég að fara að sofa góða nótt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
hæ skotta, alltaf sami ysinn og þysinn hjá þér, þú ert heppin að hafa svona mikið fólk í kringum þig.
Já brjálað að gera hjá þér greinilega ;) Auðvitað kom ég strax keyrandi á mettíma þegar ég frétti af þessum frænkuhittingi,læt ekki gott slúður úr hendi renna,tihi. Hlakka til að sjá þig annaðkvöld.
já gott að hafa gott fólk í kringum sig en það vantar bara góða veðrið hér!
Nóg að gera sé ég alla helgina, það var líka nóg að gera hjá mér og öllu mínu fólki, fórum til dæmis út í Viðey (aldrei komið þangað áður) og fengum okkur vöfflur og heitt kakó, þetta fannst krökkunum þvílíkt ævintýri. Hlakka til að sjá þig á morgun, hressar að vanda:-)
Knús Heiðrún
þú hefðir átt að draga mig með í Viðey hef aldrei komið þangað heldur!
Hæ! Já svo þú hefur hitt ættleginn...vona að þú hættir ekki að þekkja mig samt...nei ég segi bara svona!!
Hafðu það gott, knús frá okkur í Tyrklandi :)
Þetta var ég Svanhildur! :)
Bloggið þitt er eins konar viðburðadagbók. Fyndið, ég er betur inn í því hverja þú hittir, hvenær, hvar og af hverju, heldur en þegar ég bjó í Rvk.
halló vinkona,
thúer alltaf ad tala um vedrid svo ég akvad ad segja thér ad ég var í Köln mánudag og thirdjudag og thar var um 29 stiga hiti og hér i Sverige er um 24 grádur ídag, svo er madur ad fara til ìslands..... reyni nú ad taka med mér smá hita til thín!
Kram
Ellen
Elsku Svanhildur ég væri sko til í að vera hjá ykkur í Tyrklandi og ættingjar þínir voða yndælir :-) hitti t.d. ömmu þína sem mér finnst svo flott kona. Veislan var rosa flott hjá þeim og Heiður mjög sæt og fín. Já Linda ég ákvað að hafa þetta bara eins og dagbók þá getið þið þarna í útlöndum fylgst með hvað ég er að gera. Ég ligg spennt yfir ykkar bloggi til að sjá hvað er í gangi hjá ykkur! Já Ellen hlakka til að hitta þig á fimmtudaginn hjá Heiðrúnu komdu með sólina með þér....
Post a Comment