Sunday, June 24, 2007

Loksins frábært helgarveður

Frábær helgi að enda. Búin að vera löt að blogga undanfarið en hér er smá upprifjun á vikunni. Úlfur og Guðný eru á Akureyri svo við erum bara hér með Ástu. Hitti Gyðu vinkonu á miðvikudaginn eftir vinnu. Fór heim til hennar og eyddi öllum eftirmiðdeginum með henni og krökkunum hennar. Líf og fjör í kringum hana þar sem hún er með einn gutta sem verður 1 árs í lok ágúst og svo 6 og 11 ára þar að auki og þetta er bara á góðum degi þegar hún er ekki með 2 fóstursyni sína 5 og 11 ára. Svo þið sem haldið að það sé mikið að gera hjá ykkur með 2-3 börn prófið þetta híhí. Nú það kvöldið fórum við Guðrún vinkona á Sólon fengum okkur smá snarl og hvítvínsglas með. Rosa gaman að hitta hana ekki séð hana síðan í matarboðinu í vor. Nú svo tók vöðvabólgudagur við á fimmtudaginn og ég fór ekki í vinnu. Fór svo í nudd til Unnar næsta morgun og var hálfdauð og hún sagðist aldrei hafa séð mig svona slæma ekki gott mál það. Vill að ég fari í sund og pottana og nái þessu úr mér. Fórum svo með Ingigerði og Sigtryggi á Eldsmiðjuna um kvöldið og fengum rosa góðar pizzur og svo bara heim. Í gær sátum við Ásta úti á svölum og fengum báðar lit. Fórum svo öll þrjú niður í bæ og fengum okkur síðbúinn lunch á Sólon og ég get sagt ykkur að Ásta er að fíla sig vel svona ein með okkur. Sóttum svo Lubba og við Ásta gengum með hann frá Víkingsheimilinu og alla leið út í Nauthólsvík þangað sótti Ingó okkur. Ingigerður og Sigtryggur voru í brúðkaupi og einhver þurfti að hugsa um greyið. Veðrið var æði 18 stig og pottur í Fossvoginum svo við gengum á hlýrabol alla leiðina ekki slæmt. Rólegheit í gærkvöldi. Byrjaði svo daginn í dag á að fara með Ástu uppeftir til Sædísar og Heimis þar sem setið var úti á verönd í algjörum sólarpotti. Stákarnir þeirra svo miklar dúllur að Ásta var alveg heilluð. Sædis komin með barnapíu :-) Svo heim og löbbuðum með Ingó á Subway og svo fórum við Ásta til Möllu og sátum þar úti heillengi bökuðum vöflur og höfðum það næs. Fórum svo heim sóttum Ingó og svo aftur til þeirra í kjúkling og svaka meðlæti og svo ís á eftir. Þetta var sko alveg ótrúlega fínt og ég svo södd að ég er að deyja. Svo þetta er búin að vera fín helgi. Á morgun byrjar golfnámskeiðið okkar Ingó og ég er mjög spennt. Vona að veður verði áfram gott.

Hér koma svo myndir úr 15 ára útskriftarafmælinu sem ég átti eftir að setja inn.

Hjörvar, Pálmi, Maggi Teits, Brynhildur, Finnur og Stína


Bjartey og kærasti hennar og hann Ingó minn

Maggi Teits, Brynhildur og Pálmi

Pálmi, Hjörvar(nýbúin að hella ofaní töskuna mína) og Árný

Ég með henni Stínu sem var í svaka stuði þetta kvöldið og vildi bara fara upp í höll að sjá Jóna og stákana í Svörtum fötum.

Stuðboltar Árný, Ragnhildur Reynis og Hjörvar

Pálína úr mínum bekk og maðurinn hennar náði bara ekki mynd af henni með opin augu

Ingó auðvitað dregin með mér á 15 ára fögnuðinn

Hrönn og Pálmi

Pálmi og Maggi alltaf í banastuði enda með svo skemmtilegu fólki þetta kvöld.

Hefði gjarnan viljað sjá fleiri en við bara höldum vel upp á þetta þegar við verðum 20 ára stúdentar jeminn það meira að setja styttist í það. Saknaði þín Systa þetta kvöld hvað varð um þig?? Svo hefur sú umræða farið af stað að hittast í Reykjavík og skemmta okkur saman og það er nú bara málið að plana það og láta af því verða fyrir næsta vetur.

Svo koma hér nokkrar myndir úr stúdentsveislunni hans Valdemars "litla" frænda míns sem er er að fara í verkfræði næsta vetur í HÍ ha ha frekar fyndir því ég er viss um að hann er bara rétt orðin 10 ára ef hann þá nær því eða ja hér koma myndir svona líður tíminn hratt!!!

Orðinn stærri en frænka gamla sem var 15 ára stúdent þennan dag

Og hér með pabba, mömmu og Aldísi skvísu sem er að verða 16 ára

Úlfur og amma Hilla

Guðný og amma Sella sem kom með okkur norður

Líney Rut mætt í veisluna til Valdemars

Veisluborðið takið eftir áletruninni á kökunni

Og hér er hann gulldrengurinn hennar mömmu sinnar

Eru þau ekki sæt systkynin

Svo koma nokkrar myndir af veislugestum









Enda þetta svo hér í dag og óska eftir sól á morgun. Brynja og Lóla setja inn myndir af ykkur á bloggið bíð spennt eftir fréttum frá ykkur.

11 comments:

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hæ hæ Þórdís, þetta hefur greinilega verið góð helgi. Til hamingju með litla frænda. Skemmtilegar myndir af 15 ára afmælinu, enginn breyst neitt að ráði sýnist mér.

Anonymous said...

frábaert hvad thú ert dugleg ad skrifa og setja inn mundir á bloggid og fyndid ad sjá góda vini mína thau Stínu og Finn á myndum hjá thér ekki vissi ég ad thid thekktust... vid vorum mikid saman thegar thau bjuggu hérna í Gautaborginni...:)

Anonymous said...

Já þetta lið breytist lítið. Já Ellen ég vissi að þú þekkir þau bara gleymdi að minnast á það þegar við hittumst um daginn. Já ég elska að setja inn myndir mér finnst það gera svo mikið á síðunni og þannig fylgist fólk betur með manni. Set fleiri inn á morgun/hinn frá því núna um helgina.

Anonymous said...

Glæsilegt blogg mamma ;D .. takk fyrir frábæra helgi <3

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir góðan dag í gær :)

Anonymous said...

Gaman að sjá þessar myndir af 15 ára júbilöntum Þórdís. Greinilega gaman hjá ykkur, en hver er Brynhildur??? Ég mæti næst og finnst við ættum að plana hitting hér á höfuðborgarsvæðinu í haust. Kýs þig formann í þá nefnd - eruþið Hjödda ekki fínar að smala saman bekknum, allavega?
Systa

Anonymous said...

jebb held nú það við finnum út úr því. Brynhildur er kona Magga Teits.

Anonymous said...

Frábært að þið fáið svona gott veður á klakanum... hér er búið að vera rigning og þrumur undanfarið :-(
Til hamingju með 15 ára stúdentsafmælið....
kveðja frá Bretlandi
Edda

Anonymous said...

jebb sólin skín og við hjúin að fara á fyrsta golfnámskeiðið okkar núna á eftir sólin skín, vindur en um 17 stig bara nokkuð gott

brynjalilla said...

hæ dúllan okkar, höfum það reglulega gott saman við Lóla, höfum innbyrgt góðar veigar, halað inn mörg tonn af fötum, semsé dásamlegt.

Anonymous said...

Hvernig var golfsveiflan ?? Hlakka til að heyra frá þér xx