Wednesday, May 28, 2008

Saumó og sól

Hitti Lindu í hádeginu í gær í Glæsibæ og við fengum okkur að borða og enduðum svo heima hjá henni og fengum okkur desert. Hún flaug út í morgun en kemur aftur 7 jún. Það var æði að hitta á hana eins og alltaf og ég vona að ég sjái hana sem mest í sumar. Eftir vinnu í gær hittumst við Ingigerður og Vigdís á Hilton hótelinu og fengum okkur Hilton High Tea sem er það nýjast hér á landi og þar verið að herma eftir erlendum siðum. Haustið 2005 þegar ég var að vinna í viðskiptasöludeildinni hjá Icelandair fórum við til London og fórum í svona teboð þar. Kaffihúsið í Harrods er rosalega flott og að fara í svona afternoon tea var æði. Fullt af skonsum og brauði og tei eins og við gátum í okkur látið. Svo ég átti auðvitað von á sambærilegu hér en maður má ekki gleyma að þetta er Ísland og hér eru bara sýnishorn af öllu. Við keyptum okkur svona High Tea og kostaði það 1900kr á mann og er þá ekki innifalið að fá te en það kostar um 400kr aukalega. Nú brauðið var svona ok og kökurnar svona la la og ekki hægt að segja annað en þetta hafi verið algjört peningaplott. Mæli ekki með að þið farið í svona þarna uppfrá heldur kaupið ykkur mat á veitingastaðnum hann er mjög góður. En það var gaman að hitta þær vinkonur mínar og það var mikið hlegið eins og venjulega þegar við hittumst. Nú bíðum við bara spenntar eftir hrossalundunum hennar Vigdísar sem hún er alltaf að monta sig af og er stefnan tekin á matarboð fyrir árið 2010 hehe... Í gærkvöldi var svo saumó hjá Írisi og þangað mættu Malla, Þorgerður, Heiðrún, Una og ég. Kristín í Svíþjóð, Dagný svaf klúbbinn af sér, Lóla að hjálpa Ásu frænku sinni og Fjóla að pakka. Þetta var síðasti klúbburinn í vetur en það er hittingur í Heiðmörk með börn og maka miðvikudaginn 4 júní kl 5 (þegar fólk er búið að vinna). Það var rosalega gaman hjá okkur og minningar frá Laugamótinu á Players rifjaðar upp og mikið hlegið. Ég hlakka bara geðveikt til þegar þetta verður næst! Ætla í ræktina með honum Ingó mínum í dag við höfum ekki farið saman síða í þarsíðustu viku og nú á að taka á því aftur.

Nú ég fékk sent frá honum Vidda vini okkar í Greifunum auglýsing um íbúð til leigu í Flórída. Ef einhver hefur áhuga þá bara hr í hann ég læt hér fylgja með:

Við hjónin eigum hlut í tveimur íbúðum í Orlandó sem við viljum endilega leigja út.
Gott væri ef að þið gætuð sent þetta áfram á einhverja sem að gætu haft áhuga.

Þessar íbúðir svo eru sannarlega lúxusíbúðir og svæðið allt stórglæsilegt og ekki skemmir Flórídasólin fyrir.
Þetta eru tvær vikur sem ég hef til þess að leigja út. Ein vika í íbúð með einu svefnherbergi fyrir mest 4 og svo önnur vika í íbúð með 2 svefnherbergjum þar sem geta verið 8. Svo er líka hægt að sameina þetta í eina íbúð fyrir 12 manns. Ég sendi mynd með til þess að hægt sé að átta sig betur á þessu. Það eru 3-4 kílómetrar í Disney og fleira skemmtilegt. Hægt að kaupa miða í Disney, Universal studios og fleira á góðu verði á svæðinu. Það er líka góð öryggisgæsla svo að þeir sem að ekki eiga erindi komast ekki inn á svæðið. Hægt að ganga á golfvöllin eða taka rafmagnsbíla sem eru um allt á svæðinu.

Hér fyrir neðan eru linkar á videó til þess að skoða íbúðirnar og svæðið betur.

Kynning
http://www.youtube.com/watch?v=uBbW62fBmqA

Golfvöllurinn úr lofti
http://www.youtube.com/watch?v=_e4ZLCzf_mE

Verðið fyrir vikuna í minni íbúðinni er 80.000kr en fyrir vikuna í stærri íbúðinni er verðið 130.000kr.
Hægt er að fara hvenær sem er (það er ef að það er laust).
Endilega hafa samband við Vidda í síma 8 200 007

9 comments:

Anonymous said...

Hver á nógan pening til að leygja íbúð á áttatíuþúsund? Greinilegt að maður er ekki innan um svona fólk, hí,hí. Fékkstu kremið í gær? Saknaðarkveðjur úr 22-24 stiga hita og miklum vindi. Þín Áslaug systir

Thordisa said...

Var að fá kremið nú getur þú hætt að hafa áhyggjur hehe

Anonymous said...

Þeir sem að geta eytt 1900 kalli í kökusneið hljóta nú að hafa efni á því að leigja íbúð í Florida af honum Vidda, þetta eru bara rétt um 40 svona Te "tilboð" :o)

Thordisa said...

já vá við vorum teknar í .... heldur betur

Anonymous said...

Jæja þá er komið að nýjustu fréttunum sem munu tröllríða bloggsamfélagi fjölskyldu minnar!! Ég er nýji verslunarstjórinn í AdamogEvu í Sunnuhlíð!!!:) Og fyrir þá sem vita það ekki þá er þetta argasta perra og klámbúlla, og frekar skemmtileg vinna. Hlakka mikið til að fá mömmu í heimsókn í vinnuna,en systir mín má ekki heimsækja mig fyrr en hún verður 18ára. Bestu kveðjur ykkar Arnhildur p.s. þið vitið þá hvar mamma reddaði kreminu!

Anonymous said...

"...sem munu tröllríða..." er það nafn á einhverju þarna inni í þessari verslun ??

Anonymous said...

Takk ástin mín.Auðvitað mundir þú eftir þessu. Þú sagðir bara að ég ætti að minna þig á þetta! Á ég að redda einhverri afmælisgjöf handa Margréti? Við gætum þá haft skuldina upp í það? Annars borgar pabbi bara fyrir mig. Já, þetta með te og tertusneiðina! Alltaf spurning um hvað hafi forgang.
Bless litla syss. Vildi að þú kæmir með þeim gömlu. Þín Áslaug.

Anonymous said...

Ingó, hefurðu oft farið í Adam og Evu? Og þekkir allar vörurnar-tröllríðararnir eru einmitt mjög vinsælir um þessar mundir,og einnig tröllatussurnar...he he Arnhildur

Anonymous said...

[p]The best message bag is that kind has right size, right level, [url=http://www.chanelbagsoutlett.co.uk]chanel bags[/url] and you can comfortably grab it by hand . Wear it with a pantsuit/skirt suit and heeled pumps . Clutch inlaid with gem

The simple black and white colored suit is decent and ladylike . The oriental girls generally is petite, carrying a big bag, especially the vertical long bag will make them look smaller . Let me show you a kind of Derek Lam handbag . The two series of bags present different styles in some details . The fabric should normally have wear-resistant, tear-resistant, water-resistant and other [url=http://www.cchanelhandbagssale.co.uk]chanel handbags[/url] characteristics . Anna Dello Russo, a fashion clothing adviser, is interested in luxuriant style handbags . After all, learning about a person according to his or her dress is a direct way.[/p]