Friday, October 12, 2007

vikan

Vikan búin að vera frekar róleg en samt. Fór í ræktina á mánudaginn með Ingó var samt frekar þreytt eftir helgina. Á þriðjudaginn átti að vera saumó en vegna mjög slakrar mætingar þá sagði Heiðrún mér að taka bara Ingó með og Jón Smári yrði heima. Þetta gerðum við og Ásta passaði systkynin sín. Mættar voru fyrir utan okkur Íris og Kristín. Kvöldið var bara mjög huggulegt. Var heima á miðvikudaginn slöpp í hálsi og með hausverk. Ingó skrappa á tónleika með Pétri vini sínum um kvöldið og á Players í pool. Í gær átti Sigtryggur afmæli til lukku með það gamli. Ingigerður bauð okkur í súpu ásamt Gunnari bróður hans og Fanneyju vinkonu sinni. Langt síðan við höfum borðað saman svo þetta var mjög huggulegt. Arndís, Geiri og Birna Rún kíktu á mig áður en ég fór í afmælið sú stutta er nú meiri krúsidúllan. Tók því miður engar myndir í það skiptið. Mamma og pabbi eru að koma í kvöld og ég sæki þau til Keflavíkur seint í kvöld. Annars er hann Ingó minn bara í fríi þessa helgi og við ætlum að njóta þess að vera saman og gera eitthvað með krökkunum. Reyndar förum við í leikhús og út að borða með Vidda greifa og Hugrúnu konu hans á laugardagskvöldið. Förum í Iðnó að sjá Pabbann og borðum þar á undan. Eftir það er s.s. ekkert ráðið hvað verður gert. Hildur Valdís og Dagur Elís bjóða til afmælisveislu á sunnudaginn og maður kíkir þangað.

Þar sem aðalfréttin í vikunni fyrir utan það að borgarstjórnin er fallinn er að Yoko ekkja John Lennon kom og kveikti hér á friðarsúlu úti í Viðey. Í tilefni af því fann ég ljóð eftir John sem ég læt fylgja hér á eftir og tileinka öllum elskendum í heiminum... Góða helgi...

Love
John Lennon

Love is real, real is love
Love is feeling, feeling love
Love is wanting to be loved

Love is touch, touch is love
Love is reaching, reaching love
Love is asking to be loved

Love is you
You and me
Love is knowing
We can be

Love is free, free is love
Love is living, living love
Love is needing to be loved

5 comments:

brynjalilla said...

Gaman að heyra í þér mús hahahahahaha ...æ sorrý er með smá tremma sko músartremma. En vonandi verður helgin góð, hér verður barnaafmæli og partý fyrir fullorðna um kveldið. Hanna Berglind er í heimsókn, biður að heilsa og við ætlum að fara að kaupa okkur rauða skó í tilefni þess

Thordisa said...

Nú ok þú sagðir mér ekki frá því þegar við vorum að spjalla á msn áðan. Bið að heilsa henni kærlega. Mig langar líka í rauða skó hehe...

Anonymous said...

ég á rauða skó sem ég keypti einmitt í búðarflandri með Brynju í sumar. Ég er í þeim í dag uuhhmm það veitir mikla vellíðan.

Lóla

Anonymous said...

goda helgi systir sael. Vid erum buin ad pakka fyrir thau gömlu. 2 kilo framyfir, sem se allt hid besta. Lena gistir hja Margreti. Vid verdum ekki komin heim fyrr en eftir midnaettid. Goda helgi, og hafid thad gott. stora systir Aslaug

Thordisa said...

góða ferð systir hlakka bara til að sjá þau gömlu.