Monday, October 1, 2007
Helgin liðin, rignin en sól í hjarta
Búin að vera svo löt að blogga núna en lofa að bæta úr því. Hef ekki gefið mér tíma til að setja inn myndir eða neitt svo ég verð að fara að drífa í því. Vikan er búin að vera góð búin að vera mest heima með manninum mínum og börnunum mínum og hafa það huggulegt. Yndisleg helgi liðin við Ingó sátum heima á föstudagskvöldinu og drukkum hvítvín og bjór við kertaljós og horfðum á fullt af tónnleikum á dvd sem hann á. Hann er búinn að vera að safna þessu í nokkurn tíma en ekki hef ég nú gefið mér tíma til að horfa á þetta með honum. Svo við fórum í það að horfa á þetta saman og ég skemmti mér konunglega. Úti var leiðindaverður og dimmt en inni var hlýtt og notalegt, elska kertaljósa árstíðina okkar hér á Íslandi og ekki spillti félagsskapurinn fyrir.
Nú á laugardaginn var sofið út og svo fórum við í kaffi til Lindu og Ása kl 3. Linda elsku vinkonan mín var nefnilega á förum til Cambridge í 8 vikna lærdómstörn og hóaði því í okkur í kveðjukaffi. Lóla mætti líka hress og kát. Ingó gat ekki stoppað lengi þar sem hann var að fara að stilla upp fyrir ball í Fylkisheimilinu og fór Úlfur með honum. Við Lóla sátum hins vegar góða stund og spjölluðum við þau hjónin. Nú svo fóru Úlfur og Guðný til ömmu Sellu og gistu þar en Ásta varð eftir hjá Auði og passaði Björk með henni þar sem Linda og Ási fóru saman út að borða. Linda hafðu það gott úti mun sakna þín og hlakka til að fá þig heim sem fyrst.
Nú ég skellti mér með Ingó á ballið og dró Lólu með mér enda er hún single hehe sorry og um að gera að leita í röðum íþróttamanna að maka handa henni. Ekki fundum við nú mann en sáum einn svaka sætan skota í skotapilis sem þó líklega var frátekinn. Við Lóla skemmtum okkur vel ég var reyndar á bíl en það var bara fínt. Við sátum með Ingó og strákunum áður en þeir fóru að spila og líka í pásunni algjörar grúpppíur en ég má :-) Gott var að koma heim og hafa húsið ein útaf fyrir okkur og geta kúrt og sofið út næsta dag.
Kíktum svo á tengdó í gær þegar við náðum í krakkana. Hún er miklu hressari sem betur fer og þetta bara vonandi allt á uppleið. Svo skelltum við hjónin (næstum því hjón hehe) í ræktina. Ingó búinn að vera rosalega duglegur og ég er að reyna að vera það líka og viti menn búin að missa um 5 kg svo þetta er allt á réttri leið!
Annars langar mig að segja að það er gaman að lesa comment á blogginu mínu ýmsir sem hafa ekki kvittað fyrr en eins og Arnhildur frænka, Auður Kjartans úr Mývatnssveit og systir mín í Þýskalandi og svo þið öll hin. Rosalega er gaman að heyra frá ykkur öllum.
Sendi mínar bestu kveðjur héðan úr rigningunni til ykkar allra og munið að kyssa og knúsa alla sem ykkur þykir vænt um alla daga og nógu oft og gleyma aldrei að sumt skiptir meira máli í lífinu en annað og lífið sem þið lifið er ekkert sjálfgefið það þarf að hlúa að og ditta að.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Ætli ég verði ekki að kvitta fyrir innliti mínu svo ég verði ekki stimpluð sem alger leiðindapúki og vinaleysa :-)
Gott að vita af sól í hjarta (fæ nú bara þýska júróvisíon lagið á heilann núna ..:) og vonandi næ ég að sjá þig eitthvað um miðjan mánuðinn .... túrílú xx
gott að heyra frá þér sakna þín og hlakka til að sjá þig...
Flottur árangur hjá þér skvísa, ég bara ét minn eigin bakstur og ekki brenni ég miklu við að prjóna hehe..
Stefni á að finna mér hollari uppskriftir!!
Hilsen frá Egils :)
Gott að allt gengur vel og þú ert með sól í hjarta, ekki veitir af í þessari rigningatíð!! Flottur árangur hjá þér í ræktinni, ég sprikla og sprikla svo þetta hlýtur allt að vera á réttri leið.
kvitti kvitt.... var að lesa en hef ekkert að segja hehehe
:o)
hahaha - gaman að lesa að sumt breytist aldrei - þú mátt geta hvað ég meina :-)
Og svo ertu líka svoooooona ástfangin, hvað annað er þá hægt nema vera með sól í hjarta??!!
Er gifting á næsta leyti (næstum því hjón skrifarðu).
kv. Systa sæta
Hae elskan, takk fyrir skemmtilegt innlit a laugardaginn. Her sit eg a netkaffi i Cambridge og uni mer agaetlega thad sem af er.
knús mús, verð að segja þér fyndnasta drauminn sem mig dreymdi. Það voru jól, Akureyri hvít og falleg, uppljómuð af jólaljósum í myrkrinu. Við Ingveldur vorum úti, ekki í rómantískum göngutúr...nei heldur vorum við að spila bandý...nei ekki með bandýkylfum heldur enjoskúringargræjum hahhahahhaa. Gaman að sjá hvað þú ert búin að vera dugleg að blogga, knús ´frá haustinu í Sverige!
Voða eruð þið Ingó eitthvað rómó þessa dagana...sem er auðvitað bara æðislegt!!Og svo áfram svona i ræktinni!!
Nei Systa sumt breytist aldrei hehehe og rómantík er málið þessa dagana. Fór í ræktina í gær og held ótrauð áfram. Arnhildur gaman að heyra í þér gamla vona að allt sé gott að frétta. Og þið hinar bara gaman að sjá ykkur kvitta hér.
Flott elsku systir. Fin mynd af ykkur hjonakornunum. Bestu kvedjur fra meginlandinu i rigningaruda og thokunni. Thin systir Aslaug.
Post a Comment