Monday, August 20, 2007

Sumarfríið búið

Eitthvað er ég löt að koma mér af stað eftir sumarfríið. Nenni ekki að vinna og nenni ekki að blogga. En er hinsvegar búin að vera dugleg að laga til heima hjá mér. Síðasta vika var bara nokkuð viðburðarrík byrjaði á Nordica Spa á lúxusnámskeiði og mætti mán,mið og fös í stöðvaþjálfun þar sem hoppað var á trampólíni, boxað, hjólað og magaæfingar æfðar af krafti. Síðan þið og fim fór ég í tækjasalinn með góðum þjálfurum sem komu mér inn í þær pintingar sem mér finnst tækjasalur vera he he. En stelpan stóð sig vel náði 1 cm af maganum og fór niður um 300g í fitumælingunni er það ekki bara nokkuð gott þó enn sé af nógu að taka. Tók svo mataræðið alveg í gegn og verð sjálfsagt búin að gera fjölskylduna bilaðan á endanum híhí nei nei þau standa alveg með mér í þessu öllu. Nú ég hitti Lindu svolítið í vikunni, Stefán hennar Aldísar var hjá okkur um helgina og svo fór ég upp í bústað á laugardaginn því Láki frændi varð 70 ára gamall. Hann bauð í mat í Þrastarlundi og vorum við rúmleag 35 saman komin þar. Því miður var Ingó ekki með hann var á Akureyri að spila. Eftir matinn var farið í bústað Didda og kökur snæddar og endað á að kveikja varðeld í fjörunni enda var veðrið æðislegt algjör stilla og undurfallegt að sjá. Kíkti svo í bústaðinn sem Láki, Lilla og Jonni eru með hinumegin við vatnið og fór í pool við Sigga hennar Kristínar sem gjörsamlega rústaði mér enda æfði hann snóker bara svo það sé á hreinu! Þetta var s.s. hin besta helgi. Náði að versla í matinn og undirbúa vikuna og nú ætla ég að fara að prófa bókina hennar Sollu grænu baunir og fleira sem ég hef aldrei gert. Vaknaði svo kl 6 í morgun og mætt í ræktina 6:30 og tók vel á því. Planið í vikunni æfa meira, hitta Arndísi hjálpa kannski við að mála nýju í búðina, kaupa skóladót, fara á Tupperware kynningu hjá Beggu ÍSÍ gellu og bara hafa það næs.

8 comments:

Anonymous said...

Dugleg ertu skvísa! Frábært hjá þér, ég ætla að byrja á svona löguðu þegar ég er komin austur.. hef engan tíma í þetta núna :/
Við smellum okkur svo í Boot Camp eftir áramót, díll? :)

Anonymous said...

ótrúlegt að sumarið sé að verða búið og skólinn/vinnan að byrja aftur...
Sjáumst í haust og ég tek þig á orðinu með kaffið...kem kannski með gulrætur/baunir heheheh með mér....
kveðja
Edda í Englandi

Anonymous said...

Jæja....svo mín er byrjuð á lúxusnámskeiði? Get ekki sagt að þetta sé neinn annar lúxus en and......puð og hardcore æfingar og matarræði!ánægð með þig stelpa, hef farið á þetta námskeið og ég mæli bara með að þú hugsir um axlarnuddið í pottinum....það hélt mér gangandi!

kv.Gyða

Anonymous said...

Já þú ert sko svaka dugleg stelpa, verst hvað það er mikið að gera hjá þér maður nær aldrei að hitta þig:-( Talaði við Möllu í gær og við stefnum á saumó sem fyrst, enda er ég farin að sakna ykkar allra voða mikið. Hvernig var með þessar myndir annars??

Thordisa said...

já nú er þessum auka kg sett stríð á hendur. Þórunn hver veit með Boot Camp það væri kannski málið man hvað mér fannst G.I Jane flott kona eftir svona herþjálfun mundið þið ekki eftir þeirri mynd híhí... Edda bíð spennt eftir að fá þig og lofa einhverju góðu með kaffinu er ekki alveg orðin heilaþveginn he he... Gyða var að skoða mynd sem var tekin af þér og mér sumarið 2005 hjá Lindu og við vorum báðar svo rosalega grannar og flottar ætla að redda þessari mynd og gefa þér mega skvísur sem við verðum að sjálfsögðu aftur. Axlanuddið er bara æði það er sko satt. Heiðrún mín eftir þessa viku fer nú allt að róast eða er það ekki hehe....

Anonymous said...

Takk fyrir geggjað gott lasagna í gær, þú mátt endilega skanna inn uppskriftina og senda mér ásamt fleiru góðu ;) Já saumó næsta þriðjudag hjá mér, allar að mæta!!!!!

imyndum said...

Getur thu ekki sent eitthvad af thessari orku hingad yfir hafid,
kossar

Anonymous said...

Halló vinkona, gott ad fá nýja faerslu var farin ad sakna thín og ef thú ert ad fara ad senda einhverja góda lasagne uppskrift til Möllu láttu hana endilega koma vid hjá mér :)
//Ellen