Monday, August 6, 2007
Sumarfrí
Blessuð og sæl nú er bara liðinn langur tími síðan ég bloggaði síðast. Búin að vera í sumarfríi og ekki nennt að sitja við tölvuna heldur notið þess að lesa Harry Potter, hitta fólk og vera úti. Fór norður í rúmlega 2 vikur. Hitti Brynju mína og hana Ingveldi. Átti margar góðar stundir með þeim. Fór t.d. í frábært stelpanboð heima hjá Rögnu og set kannski myndir inn síðar. Nú hitti fjölskylduna hélt upp á 80 ára afmælið hans pabba, tók þátt í að undirbúa fermingu Margrétar frænku frá Þýskalandi. Náði kaffihúsi með Sollu en því miður hafði ég ekki tíma til að hitta marga aðra en þessa vini og svo fjölskylduna nóg að gera skal ég segja ykkur. Nú fór með Guðnýju upp í Mývatnssveit og fengum að fara með Didda og bridge klúbbnum hans upp í Seljahjallagil sem var frábært. Nú búin að hitta bæði Rósu mína og Lindu. Rósa og Marwan í smá heimsókn en Linda flutt heim. Inga Jóna búin að eignast strák elsku Inga og Siggi til lukku með soninn. Kom suður í brúðkaup Kristínar og Sigga sem var núna 4 ágúst og var alveg rosalega vel lukkað. Endaði kvöldið á Players þar sem Ingó var að spila og skemmti mér með Arnhildi frænku, Lindu, Ása, Hlyn bróður Ása, Rósu, Marwan, Ásu Völu systur Rósu og Rúnari manninum hennar og þeirra vinum. Mjög skemmtilegt. Náðum líka góðu kvöldi á föstudaginn heima hjá Hlyni en þá varð Ási 35 ára og þar mættum við í grillboð og sátum fram eftir nóttu með hressu liði og spiluðum á gítar og sungum. Linda og Ási fá íbúðina á þriðjudaginn og þá erum við orðin Laugardalsnágrannar!!!! Áslaug og Klaus + dætur og barnabarn komu suður á fimmtudaginn og voru hjá mér og ég keyrði þau upp í bústað til Didda í gær ætla að stoppa í 2 nætur þar. Nú ég er í fríi út þessa viku fer svo líklega að vinna. Já gleymdi Arnhildur Valgarðs vinkona sem ég hef ekki hitt í c.a 2 ár kom í heimsókn í gær voða gaman og María Lofts búin að vera í sambandi og við ætlum að reyna að taka upp þráðinn að nýju hún eignaðist hana Öglu sína 11 mars sama dag og hún Ásta mín fæddist. Náði æðislegum degi með Ingigerði á fimmtudaginn sátum úti á svölum hjá henni í 2-3 klst í sól og blíðu og sögðum hver annarri allt sem við höfum verið að gera síðustu 2 vikur. Sá myndir frá Japan en þar var hún í viku hjá bróður sínum. Við erum svo að fara með þeim 13-16 sept á The Police tónleika í Amsterdam og ég hlakka geðveikt til. Ingigerður er að vera 30 ára og loksins fullorðinn hehe og við ætlum að fagna með henni. Ásta mín er í London með Halla pabba sínum 3-10 ágúst búin að fá sms og það er bara gaman hjá henni er núna í London en fer svo til Brighton í dag að ég held. Jæja afrek að vera búin að setja þetta hér inn myndir koma síðar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
16 comments:
Hæ kella mín, hlakka til að hitta þig þegar ég kem suður.... Er ennþá að njóta góða veðursins hérna fyrir norðan:-)
Knús og kossar Heiðrún
hér er frekar grátt í dag en ekki svo slæmt þó.
kvedjur úr ölpunum!!
Gaman að sjá fréttir af þér, hlakka til að sjá myndir :)
Æi þetta var ég.. kvittaði frænkukvittið mitt hehe..
kveðja úr Hafnarfirðinum. fer að styttast í flutninga...
myndir myndir myndir....
Blessu kæra vinkona og takk fyrir seinast. Allt of stutt stopp... eins og alltaf, en það eru víst gæðin sem skipta máli en ekki magnið, kossar yfir hafið og heim...
Kvitti kvitt, var að ná nýjustu fréttum úr bloggi ykkar stelpna :) Takk fyrir góðan tíma á Akureyri um daginn xxx
Takk fyrir síðast, þetta var nú aldeilis tímabært og mjög gaman. Endurtökum þetta grasekkjurnar síðar...
Hlakka til að sjá ykkur í stórafmælinu um helgina!!
hæ Þordís gaman að þessu neti hef nú reyndar ekki heimsótt síðuna mína í nokkra mánuði en rakst á skrifin þín þar gott mál .. já maður hefur nú lítið breyst frá því bakvið sjallann í holukofanum okkar hann var nú alveg milljón og bleika sturtann og svona :) ég er nú oftast á myspace.com/gislitorfi finnur mig þar eins og þorra þjóðar annars er ég bara að fara í HR núna eftir nokkra daga og já ekki farið í skóla síðann 93 eða eh í VMA haha..já og á einni slideshow síðuni minni er nú að finna flott hús þú kannast við það líklega.. kærar kveðjur Gísli Torfi
Gísli frábært að heyra í þér og gott mál að þú sért að fara í skóla. Þið öll hin var bara að byrja að vinna í dag hef varla sest við tölvu í allt sumar en fer að blogga á nýjan leik núna.
gtg.blog.is var að skrá mig til leiks þannig að maður verður sýnilegur.. þýðir ekkert annað en að blogg í dag annars er maður bara asnalegur pleppi hehe.. eigðu góðann dag ´:) kv Gísli Torfi
Hæhæ!!
Er fyrst að kíkja á síðuna núna hjá þér. Hrein skömm!
Ertu ekki með neinar myndir frá Egyptalandi á blogginu??
kv,
Gummi í Kaupinháfn.
Gísli bæti þér inn sem tengilið hjá mér! Gummi gaman að heyra í þér nei vantar allt frá Englandi og það er skömm að ég hef ekki farið á fótboltaleik síðan nóv 2004 ætla að bæta úr því eftir áramót láta Ingigerði hanna fullkomna ferð fyrir okkur. En fyrst ætlum við að fara á The Police í Amsterdam!!!
England Egyptaland... allt það sama!!
Post a Comment