Tuesday, June 26, 2007

sól, sól og meiri sól

Loksins loksins er komið sumar. Sumarið kom aldrei í fyrra og ég hugsaði með mér að ég myndi andast ef ég fengi ekki smá sól í sumar. Það er dásamlegt að labba út og vera bara á stuttermabol og vera ekki að deyja úr kulda.

Helstu fréttir eru þær að við Ingó byrjuðum á golfnámskeiði í gær hjá Golfleikjaskólanum. Algjörir byrjendur en er búið að langa lengi að skella okkur á námskeið. Þetta var svo bara voða skemmtilegt og er aftur í kvöld og alveg fram á föstudag. En þegar við settumst inn í bíl í gær sæl og glöð eftir púlið og lokuðum bílhurðunum þá kom bara skellur og læti. Við snérum okkur hægt við og viti menn var ekki bara afturrúðan hrunin. Við spruttum upp og út og sáum þá að það var högg á rúðunni alveg í kannti hennar eftir golfkúlu. Höggið hafði myndað sprungur um alla rúðuna sem svo hrundi þegar við skelltum hurðunum. Ekki gat þetta verið eftir fólkið á okkar námskeiði þar sem við vorum langt í burtu frá þessu og þar að auki fór þetta í bílin á þeim enda sem snéri frá okkur. Svo sökudólgurinn er líklega gamalla maður sem var með kylfu og var að slá þarna þegar við komum. Hann hefur svo stungið af og skilið okkur eftir með tjónið næs... En sem betur ferð greiða tryggingar 90% svo við þurfum ekki að greiða svo mikið en samt þó eitthvað. Allavega passa ég mig í dag hvar ég legg bílnum og fylgist með mannaferðum í kringum hann. Ætla að skella mér í sund áður en ég fer á námskeiðið mýkja upp vöðvana sem eru aumir og sárir þessa dagana. Mamma og pabbi koma á fimmtudaginn með krakkana og þá er friðurinn úti he he nei ég er nú farin að sakna þeirra en Ásta hefur virkilega notið þess að hafa okkur ein útaf fyrir sig sem er nú ekki oft.

Á alltaf eftir að setja inn myndir frá því að við vorum hjá Möllu hendi þeim inn við tækifæri.

Auglýsi líka eftir Arndísi frænku sem er gufuð upp :-)

6 comments:

Anonymous said...

Ég fór á golfnámskeið í fyrra.. stóð í Básum og æfði sveifluna og fékk svo rosalega strengi að ég gat ekki rótað mér í nokkra daga :)

brynjalilla said...

stuð í gólfi greinilega, efast ekki um að þið séuð flott með gólfkylfurnar. En eruð þið í köflóttum buxum með peysu yfir axlirnar?

Anonymous said...

kvitt kvitt bara ad láta vita ad ég hafi lesid... leidinlegt med rúduna á bílnum og góda skemmtun á golfnámskeidinu :)

Anonymous said...

er með dauðans strengi í höndunum en þetta er svaka stuð. Erum ekki orðin svo prof að vera í köflóttum buxum en stefnum á að vera rosa flott í þettu. ...

imyndum said...

... myndin af ykkur í höfðinu á mér er samt í köflóttu.. og Ingó með six pensara (eða hvernig sem það er nú skrifað). Þið eruð glæsileg að skella ykkur í golf. Hlakka til að fylgjast með

Anonymous said...

úff ég þoli ekki þegar eigur manns eru skemmdar!! Lennti í því í dag að fara með krakkana í kastala sem verið var að mála,engar merkingar og ekki neitt. Auðvitað fór sonur minn beint þangað og þefaði upp græna málningu!!!! Framkvæmdasvið borgarinnar fékk að "frétta það" og tjónið verður bætt úr þeirra tryggingu, arg :S