Wednesday, June 6, 2007

Myndir út lokasaumó vetrarins

Fyrst má kynna til sögunnar Heiðrúnu sem býr á völlunum með tröllunum




Þá kemur hún Þorgerður ofurhjúkkan í hópnum




Þá kemur hún Kristín systir hennar sem vinnur í blóðinu og er orðin ofurljóska



Þá er það Lóla hin síhlægjandi til vinstri og Dagný með barn undir belti til hægri


Og þar má sjá Möllu (til vinstri) og Siggu sem voru að koma beint úr ræktinni



Og svo kemur húsmóðirin sem tekur sig svo voðalega vel út með svuntuna



Og hann Ingó minn sem fékk að borða með okkur en var undarlega fljótur að því



Veisluborðið



Og hér er verið að skála fyrir saumó og skemmtilegum vetri og nýjum ferðasjóð


Saddar í sófa



Píur að pósa (girls on film)



Þétt sitja Þingeyingar og sumir meira að borða en aðrir ok hún er ólétt híhí



Drógust að desert



Gott er að glúntrast



Siðprúðar og stilltar enda ekki verið að ræða neitt dónó í okkar klúbb



Eru þær ekki líkar systurnar







Og að lokum ein glæsileg af húsfreyjunni skál og gaman að fá ykkur í heimsókn



Hér kemur svo uppskriftin af eplakökunni sem ég var með í gær Fnaturinn óskaði eftir henni svo hér kemur hún.

Eplakaka með marsipani


2 egg
3/4 dl matarolía
1 1/2 dl sykur
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
300g ávextir, t.d. epli eða rabarbari
3 msk sykur
1 msk kartöflumjöl
100g marsipan
1 eggjahvíta

Aðferð

Hrærið saman egg,olíu og sykur. Blandið hveiti og lyftidufti saman við eggjablönduna. Setjið deigið í smurt, kringlótt kökumót. Skerið niður ávextina og blandið saman við sykur og kartöflumjöl. Dreifið yfir deigið. Hrærið saman marsipan og eggjahvítu og setjið yfir kökuna. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 45-60 mín.

Auka fróðleikur

Í hverjum skammti eru
316 hitaeiningar
2 g mettuð fita og
11 g ómettuð fita

s.s. allt voða hollt enda tekið úr Af bestu lyst.

11 comments:

Anonymous said...

Geggjaðar myndir, en þetta var svoooo gaman hjá okkur. Er bara strax farin að hlakka til haustsins og aldrei að vita nema maður taki saumadótið með:-)ha ha ha... Spurning hvort þú setjir inn uppskriftina af nachos kjúklinga gúmmulaðinu, það var geggjað (eins og allt hitt) já og ef þú mátt vera að, paprikubrauðið líka:-) Þetta verður bara orðið að matreiðslubloggi áður en þú veist af.... ha ha ha
Hlakka til að sjá þig í kvöld mín kæra- knús Heiðrún
p.s Ellen kom í gærkvöldi og fékk ekki töskuna sína, ég fékk bara svona "flash back" á Boston ferðina... agent....

Anonymous said...

ekki málið ég skal henda inn kjúllanum hann var að mestu upp úr mér en ég man alveg hvernig ég gerið hann. Skal finna brauðið líka. Gott að Ellen er komin en ekki gott að heyra með töskuna ég skil svo vel hvað hún er að ganga í gegnum ..agent... híhí

Anonymous said...

Þið eruð SVO flottar! -Gaman að fá að sjá saumó myndir af ykkur...Og ekki vissi ég að Dagný vari ófrísk:) Þær Jóhanna eru þá samferða í þessu. Og Lóla líka komin í klúbbinn ,,sumir fara og aðrir koma í staðinn..." Þessi klúbbur er búinn að taka rækilegum stakkaskiptum síðan hann byrjaði veturinn ???? "95-6 held ég það hafi verið...Jæja svona er lífið. Ég vona að þetta takist með ferðasjóðinn. Hver veit nema það verði safnað hérnamegin Atlandshafsins líka...Bestu kv. til ykkar allra, Aldís

Anonymous said...

Ó mæ mæ, það er þá aldrei að maður nenni ekki að vinna og liggi bara í bloggsíðum vinkvenna. Gaman að sjá myndir af skvísum og þið hafið greinilega skemmt ykkur stórvel.
Hlakka til að sjá þig bráðum :)
- Ingvelds

Fnatur said...

Ahhhh frábært Þórdís. Ætli ég geri ekki kjúllann hennar Brynju á laugardaginn og hef þessa girnilegu eplaköku í eftirmat. Skemmtilegar myndirnar af ykkur. Ég fékk bara smá heimþrá við að sjá svona ekta íslenskan ofurkvennaklúbb ;)

Kær kveðja, Fanney

Anonymous said...

Ja við systur erum nú smá líkar, og við Kristín með sama brosið :) Auðvitað byrjar þú að leggja fyrir í ferðasjóð líka, Aldís!! Við töluðum akkurat um Berlín,það væri nú ekki ónýtt að hafa þig sem leiðsögumann þar.

Anonymous said...

Fanney mín njóttu vel :-). Já Malla þið Þorgerður eruð líkar en eruð þið vissar um að Kristín sé systir ykkar og bara skyld en jú reyndar hefur "nokkra" takta úr fjölskyldunni híhí. Já þetta er sko ekta ofurkvenna saumklúbbur og ég skil þig Fanney að sakna stundum svoleiðis.Aldís þú bara byrjar í haust með okkur og svo verður stuð eftir rúmlega ár!

Kristín E. said...

Glæsilegar myndir.... enda ekkert smá frábær saumaklúbbur :o)
Takk fyrir mig... langar þvílíkt í uppskriftina af mexíkanska kjúllanum.
Heyrumst og byrjum snemma í haust að sauma hehehe

Anonymous said...

OMG hvað við erum sætar - hahaha...
Takk fyrir frábært kvöld, góðan mat, drykk, desert og skemmtilegar umræður, m.a. um raw food-ism, túrbínur ofl hehe...
Aldís auðvitað safnar þú líka, stefnum að því að setja stórborgir í pott og draga svo út þar sem við erum mjööööög ósammála ef þú trúir því!
Sjáumst saumóskvísur kannski í afmæli Einars Arnar á sunnudaginn, kv. Þorgerður ( sem sér btw engan sérstakan svip á systrunum á þessum myndum!)

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þið eruð megaflottar gellur, bið að heilsa frænkunum mínum þremur ;)

Anonymous said...

Glæsilegar myndir og gaman að skoða. Maður skellir nú bara uppúr við tilhugsunina um umræðuefni kvöldsins sem voru mörg og fjölbreytt að vanda hehehehe..... en nei, alls ekki dónó;-)
Er strax farin að hlakka til haustsins og ferðarinnar okkar sem við förum MEÐ LEIGUBÍL á milli staða....

Verðum í bandi Dagný (jú jú, sú ólétta)